Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 5
MINNIN Hannes Kristjánsson, bóndi Víðigerði „Bótidi er bústólpi, bú er landstólpi því skal hann virður veT“. Hinn 7. ágúst s.l. andaðist eftir Tanga og stranga legu á Fjórðungs- sjúkrahúsmu á Akureyri, Hannes Kristjánsson, fyrrum bóndi í Víði- gerði í Hrafnagilshreppi 83 ára að aldri. Hann fæddist í Víðigerði 28. apríl 1887. Voru foreldrar hans Kristján Hannesson og Hólmfríð- ur Kristjánsdóttir, ættuð úr Þing- eyjarsýslu. Bjuggu þau lengi í Víði gerði og þar átti Hannes heima alla ævi. Um tvítugsaldur stundaði Hann- es nám í tvo vetur í gagnfræða- skólanum á Akureyri. Að námi Toknu vann hann að búi foreldra sinna. Árið 1917, hinn 9. júní kvænt- ist Hannes Laufeyju Jóhannesdótt- ur, ættaðri úr Fram-Eyjafirði, dug- Juikilli ágætiskonu, sent ætíð hef- ur skipað sitt sæti með sæmd og virðingu. Bjuggu þau í Víðigerði um 40 ára skeið. Þeim varð fjögurra barna auðið. Kau eru: HóTmfríður, gift Gunnari Thorarensen, forstjóra, Akureyri, Kristín, ógift á Akureyri, Harald- ur, bóndi í Víðigerði kvæntur Bennýju Jóhannsdóttur, Kristján, Bóndi í Kaupangi kvæntur Olgu Ágústsdóttur. Barnabörn Hannes- ar og Laufeyjar eru nítján á lífi. Löngum þótti Víðigerði ÍéTeg jörð, sem ekki leyfði að þar væri haft hema fremur lítið bú. En snemma í búskapartíð þeirra Hannesar og Laufeyjar hófust þau handa af uiiklum dugnaði og lögðu alla stund á að bæta jörðina. Nú eftir nálfrar aldar búskap þeirra og síðan þau Haraldur og Benný tóku við jörð og búi, Taust fyrir 1960, er Víðigerði orðið fagurt stór býli hvað ræktun, byggingar, útlit °g umgengni snertir. Þar liefur samhent fjölskylda verið að verki °g er allra hlutur góður. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Hannes í Víðigerði lét fleira til sín taka en búskapinn, má þar til nefna félagsmál og menntamál, og hann lagði yfirleitt flestum góðum málum lið. Hannesi voru falin mörg trúnaðarstörf um ævina. Fór það mjög að vonum, því hann var allt í senn: þrautseigur, áhugasam ur, greindur og gjörhugull. Um langt skeið átti Hannas sæti 1 hreppsnefnd og deildarstjóri Hrafnagilsdeildar K.E.A. var hann lengi. Meðhjálpari í Grundar- kirkju var hann í fjölda ára. Hvergi lét hann hlut sinn eftir liggja og rækti öll sín störf af al- kunnum dugnaði og frábærri trú- mennsku, í Hannesi í Víðigerði sameinaðist á farsælan og skemmti Tegan hátt, fastheldni og tryggð við fornar venjur og hætti, er Töngum hefur haldbezt reynzt í Tandi elds og ísa, og: opinn hug- ur fyrir síaukinni tækni og vélvæð- ingu nútímans, og vaxandi mögu- leikum til alhliða menntunar. Sé litið yfir Tífsferil Hannesar, má öllum Ijóst vera, að hann skil- aði miklu og merku ævistarfi, enda starfsdagurinn langur og unn ið hörðum höndum „ár og ein- daga“. Eins og þeim áhugamönn- um er títt, sem gera miklar kröf- ur til s.jálfra sín, krefjast þeir einnig hins sama af öðrum. Þann- ig var Hannesi farið: Hann þoldi illa ef störf voru ekki vel og trú- lega af hendi leyst og skyldum brugðizt í orði eða verki, enda sjálfur traustur sem bjarg og orð- heldinn svo af bar. Ég efast ekki um, að við leiðar- Tok. hafi Hannes verið forsjóninni af Tijarta þakklátur fyrir gjafirn- ar, sem lífið gaf honum. Hann var trúmaður og leit björtum augum á tilgang lífsins og framvindu þess: Hann eignaðist ágæta konu, sem stóð örugg fast við hlið hans í blíðu sem stríðu, og fjögur vel gef- in, dugleg og myndarleg börn, einnig ágæt tengdabörn og mörg efnileg barnabörn. Hann naut trausts og vináttu samferðafólks- ins og sá og skildi hvað samtaka- mátturinn áorkaði miklu góðu þar sem honum er réttilega beitt. Og hann var sá gæfumaður að s.já ríku legan ávöxt iðju sinnar og sinna, þar sem stórbýlið Víðigerði be hátt og blasir við augum í vestur- hlíð Eyjaf.jarðar í stað smábýlisins sem þar stóð áður. Hann sá draur ana rætast og kraftaverkið geras Hannes í Víðigerði var eim hinna góðu vina minna o, hef ég margs að minnas og margt að þakka frá fyrstu kynnum og ætíð síðan, en þau kynni hafa varað í hart nær liálfa öld. Hannes kom oft á heim ili foreldra minna, Sörlastaði í Fnjóskadal og þótti okkur öllum hann góður og skemmtilegur gést- ur. Fljótt myndaðist gagnkvæmt traust og vinátta milli heimilanna, vinátta, sem varir enn þann dag í dag. Með þessum fáu línum, vil ég leitast við að þakka Hannesi og fjölskyldu hans fyrir svo margt 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.