Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 11
MINNING Randver Sæmundsson, kaupmaður, Ólafsfirði Fæddur 2. nóvember 1910 Dáinn 1. júlí 1970 Hinn fyrsta júlí síðastliðinn fcarst sú harmafregn um Ólafs- fjörð, að Randver Sæmundsson Væri dáinn — hefði orðið bráð kvaddur. Að vísu var öllum, sem þekktu hann það ljóst, að hann íiafði ekki gengið heill til skógar tom alllangt skeið, og dvalið á siúkrahúsum til lækninga á þrá látum sjúkdómi, en að kallið kæmi svona óvænt, var ekki í huga okk flr, sem þekktum hann og buðum góða nótt. síðasta júníkvöldið, er hann gekk fram hjá til heimilis síns, að dagsverki loknu — óvenju hress að sjá og broshýr að venju. Það var ekki furða þó almenn hryggð ríkti um allan ÓTafsfjörð Þennan fagra sumarmorgun, er andlát Randvers fréttist — en niest er áfallið á eiginkonu hans, hörnin og fjölskyTduna, að sjá á ©ftir ástríkum eiginmanni og heim Uisföður svo óvænt. Þá er margs að minnast, sem ekki kemur i huga fyrr en á hinni stóru stund alvörunnar, sem enginn fær flúið. Randver Sæmundsson fæddist 1936. En móðir mín fór til Reykja Víkur, ásamt yngstu bræðrunum, ng átti þar heima æ síðan. Hún Undi hag sínum vel hér syðra, og segja, að þau ár hafi verið nennar beztu á marga lund. Hér Voru líka flestir af hennar nánasta *ólki, bönnin, barnabörnin og narn abam a böm in, að ógleymdum ngaetum tengdabörnum. Þegar ég nú Ift yfir gengin spor, €r ög forsjóninni þakklátur fyrir að hafa eignazt og átt um langa tið góða foreldra, sem leituðust við að gera börnum sínum lífið ®em bærilegast. Gísli Guðmundsson. ÍSLENDIN6AÞÆTTIR 2. nóvember 1910 að Hringvers- koti í Ólafsfirði og hefði því orð ið 60 ára á þessu ári. Foreldrar bans voru hjónin Sæ mundur Jónsson og Guðrún Jð- hannsdóttir, sem bæði eru Tátin fyrir allTöngu. Eignuðust þau hjón fjórtán börai, sjö syni og sjö dætur og eru nú fimm dætur og tveir synirnir á lífi — þau Ása, sem á heima í Keflavík — Hall fríður og Margrét báðar í Reykja - vík — Daníelína, búsett hér í Ólafs firði — Árai búsettur á Sauðár króki og Ólafur búsettur í Ólafs firði. Randver dvaldist um tíma á ungTingsárunum í Skagafirði, en árið 1931 innritaðist hann í Sam vinnuskólann og lauk þaðan prófi í verzlunarfræðum árið 1933. Eft ít heimkomuna úr skóla stundaði hann ýmsa daglaunavinnu og trillubátaútgerð hér, þar til hann tók að sér forstjórastarf við Verzl unarfélag Ólafsfjarðar árið 1944 og gegndi því starfi til ársins 1947. Þá urðu þau þáttaskiT í lífi Rand vers, að hann kaupir eignir Verzl unarfélagsins og rekur upp frá því eigin verzlun jafnframt hótel- rekstri til dauðadags. Á nýjársdag 1945 kvæntist Rand ver eftirlifandi konu sinni Lilju Ólöfu Sigurðardóttur frá Sauðár króki og eignuðust þau tvo syni, Sigurð Pálma, sem nú er 17 ára og Gunnar Eugeníus 11 ára — auk þess ólu þau upp bróðurdóttur Randvers, Rannveigu Lilju, gifta hér í Ólafsfirði, Sigurði Kristjáns sjmi frá Hafnarfirði. Randver valdi sér góðan lífs förunaut, og hefi ég — ekki af ástæðulausu hugboð um það, að til konu sinnar hafi hann oft á tíðum sótt þá stoð og þann styrk, sem með þurfti til að sigrast á erfiðleikum veikinda og lífsbar áttu. Fyrir rúmum 20 árum átti ég því láni.að fagna að kynnast þeim hjónum nokkuð náið, frú Lilju, sem góðri og stjómsamri húsmóð ur og Randver, sem einhverjum grandvarasta manni og dreng, sem ég hefi kynnst. Þau kynni áttu eftir að endurnýjast er ég fluttist alkominn hingað til Ólafsfjarðar. Ekki lét Randver fél'agsmál af skiptalaus. Hann var einn af stofn endum Rotaryklúbbs Ólafsfjarð- ar — einn af stofnendum Ung mennafélags Ólafsfjarðar og for maður þess um skeið. Stofnfélagi var hann í Verkalýðsfélagi ÓTafs fjarðar. Stjórnarnefndarmaður í Sjúkrasamlagi Ólafsfjarðar og Barnaveradarnefndar. FéTagi var hann í Karlakór Ólafsfjarðar og söng 1 þeim félagsskap meðan heilsa hans leyfði. Nú er þessi vinur Ólafsfjarðar og Ólafsfirðinga allur. Vinur Ólafs firðinga skrifa ég — því sjálfsagt munu þeir teljandi, sem hann á einhvern hátt rétti ekki hendi eða gerði greiða — án þess að ætTast til þakklætis fyrir — það gilti jafnt um vandalausa og skild- menni. Að iBiðarlokum kveð ég þig. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.