Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 12

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 12
r MINNING Guðrún Jóhannesdóttir Þann 22. f. m. var gerð frá Nes- kirkju útför Guðrúnar Jóhannes- dóttur, sem heima átti við Kapla skjólsveg 51 hér í horg. Guðrún fæddist í Ljárskógarseli í Dölum vestur, hinn 4. ágúst 1902. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Jóhannesson og Ingi- björg Þorkelsdóttir. Þau voru dugnaðarmanneskjur, bæði vel gefin, en lengst af mjög fátæk, enda fjölskyldan allstór. — Guð rún ólst upp við algeng sveita- störf og mun snemma hafa orðið að sjá fyrir sér sjálf. Hún var bók hneigð og námfús, en menntunar- leiðir ekki greiðar í þann tíð fyrir fátæka sveitastúlku. Samt tókst Guðrúnu að kosta sig til náms einn vetur í Kvennaskólanum á Blöndu ósi. Árið 1929 fluttist Guðrún til Reykjavíkur með foreldra sína, sem þá voru öldruð og farin að heilsu. Með þeim stofnaði hún heimili að Haukalandi við Öskju hlíð. Þarna bjó hún foreldrum sínum hlýlegt og friðsælt heimili. Þetta var á kreppuárunum, þegar oft var lítið um atvinnu og peningaráð yfirleitt af skornum skammti. Oft mun því hafa verið þröngt í búi hjá Guðrúnu á þessum árum. En hún var ötul og kjarkgóð og notaði hvert tækifæri til að afla sér tekna utan heimilis- ins, jafnvel þótt hún yrði einnig að vinna fullan vinnudag heima hjá sér að venjulegu dagsverki loknu. M.a. var hún nokkur- ár kaupakona á Hlíðarenda við Öskju hlíð hjá Guðjóni frá Ljúfustöðum og Jóneyju, konu hans. Allt þetta gerði hún til þess að geta hlynnt Bið góðan guð að varðveita minn inguna um þig og halda vörð um framtíð konunnar þinnar, barna og fjölskyldu. ölafsfirði 9. júlí 1970. Bjöm Ðúason. að foreldrum sínum og búið þeim sem bezt skjól á ævikvöldi þeirra Skylt er að geta þess, að við þetta naut hún aðstoðar Daða, bróður síns, og annarra skyldmenna. Bærinn á Haukalandi, þar sem Guðrún varði beztu manndóms árum sínum í fórn fyrir foreldra sína, var hvorki stór né háreistur. í vissum skilningi má þó segja, að þar væri hátt til lofts og vítt til veggja, meðan Guðrún dvaldist þar. Hún var með afbrigðum gest- risin, og þótt þröngt væri í búi í Haukadal og húsrými lítið, var þar alltaf rúm fyrir vini og ættingja úr Dölum vestur, sem oft nutu þar hjá henni húsaskjóls og að hlynningar, án þess að um endur- gjald væri spurt. Þegar foreldrar Guðrúnar voru bæði látin í hárri elli, fór hún að vinna utan heimilis við afgreiðslu störf, fyrst hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og síðar hjá Ríkisútgáfu námsbóka. Mun hún alls hafa unnið rúma tvo áratugi hjá þessum stofhunum. þar af um 14 ár hjá Ríkisútgáfu námsbóka. Guðrún lézt eftir stutta, en erfiða legu í Ríkisspítalanum 1 Kaupmannahöfn. Þannig er í stórum dráttum llfs saga þessarar látnu konu, sem nú hefur kvatt okkur og flutzt á æðra tilverustig. Þessi saga er eins konar rammi um mynd, sem við, er kynntumst Guðrúnu, eigum nú einu'ngis í minningunni. Þessi end urminning er sérstaklega björt og hlý og okkur er það mikils virði að eiga hana. Mynd Guðrúnar gleymist okkur ekki. Guðrún var á ýmsan hátt sér stæður persónuleiki. Hún var full- trúi kynslóðar, sem nú gerist æ þunnskipaðri í þjóðfélagi okkar. Hún var fulltrúi þeirra, sem ekki finna laun sin í upphefð, krónum né aurum, heldur í þjónustu fyrir aðra. Það er stundum haft á orði, að menn vinni ekki eins vel hjá ríkis stofnunum og fyrirtækjum, þar sem eiginhagsmuna er að gæta. Hér verður ekki um þetta felldur neinn dómur. En fáir munu þó hafa afsannað þetta betur í verki en Guðrún Jóhannesdóttir. Hún vann hjá rikisstofnunum — eins og áður er sagt — í meira en 20 ár. Ótilkvödd hikaði hún ekki við að bæta einni klukkustund framan við og tveimur aftan við venju- l'egan vinnudag. Og það varð jafn- vel að leggja að henni til þess að taka við nokkrum launum fyrir. Mér er óhætt að segja, að öllum sem með Guðrúnu unnu, þótti gott að eiga hana að starfsfélaga. Hún var sívakandi í starfi og jafnvel óánægð, ef henni fannst, að sér væru ekki ætluð nægjanleg verk efni eða ef reyna átti að Iétta af henni einhverjum störfum. Segja má, að starfið væri henni ailt. Trúmennskan og árveknin voru með eindæmum. Sjálfa sig lét hún alltaf sitja á hakanum. Guðrún giftist ekki og átti engin börn. En það var sérkennandi fyrir hana hversu lítil börn hændust fljótt að henni, jafnvel þótt þau væru henni ókunnug. Það var eins og þau fyndu ósjálfrátt ylinn og hjartahlýjuna, er inni fyrir var. — Oft heyrði ég Guðrúnu hafa á orði, að hefði hún mátt kjósa sér lífsstarf í æsku, hefði hún kosið að verða hjúkrunarkona og þá helzt viljað hjúkra börnum. Von- andi rætist nú þessi ósk hennar, þegar hún hefur flutzt á annað tilverusvið. Ég lýk þessum fátæklegu orð- um með kveðju og þökkum frá okkur starfsfélögum hennar hjá Rikisútgáfu námsbóka. Jón Emil Guðjónsson. f M ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.