Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Síða 16

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Síða 16
MINNING SNORRI ARNFINNSSON FYRRVERANDI HÓTELSTJÓRI Hinn 28. júní s.l. barst sú fregn á öldum Ijósvakans að Snorri Arn- finnsson væri dáinn. Þó andláts- fregn sé ein þeirra fregna, sem allir eiga vísa, virðist hún alltaf söm við sig í því, að menm setur hljóða. Hún beinir þá hug þeirra, er hún snertir, til baka. Bregður þá oft ljósi minninga yfir liðna ævi, yfir kynni þau, sem atvik og ár hafa oftast slævt á marga lund. Snorri Arnfinnsson er einn þeirra manna, sem samferðamenn gleyma ógjarnan. Geymsla hans í minningum þeirra hvílir ekki á því, að hann væri sí og æ að ota sínum tota að þeim. Hún á miklu fremur rætur í leit þeirra til hans, í hinni furðulegu fimi hans að leysa hvers manns vandræði, og þó ekki sem hinn háttvísi og fág- aði þjónn. sem atvinnu sinnar vegna blasti við auðmjúkur og stroki-nn, heldur sem samferða- maðurinn, er til þess var settur að greiða götu þeirra, sem í lestinni lenda, — og á í þeirri greiðasemi þann hluta af lífsgleði sinni, sem sízt verður til landaura metinn. Snorri fæddist í Brekku í Naut- eyrarhreppi við ísafjarðardjúp 19. júlí 1900. Foreldrar hans voru Arn fin-nur Guðnason og kona hans Jónína Jónsdóttir, er þar bjuggu þá. Ættir þeirra verða ekki rakt- ar hér frekar. Þau munu ekki hafa verið auðug talin, enda voru þau gæði ekki almenningseign þá. En þau munu hafa verið sæmilega bjargálna og er ekki ólíklegt, að sú tegund ef-nahags sé mörgum unglingnum vænlegri til þroska en sá fjárhaur, sem enga virðingu vekur fyrir verðmætum. En þær ástæður skila ungmennum sjaldan með digra sjóði úr föðurhúsum. Mun Snorri hafa í því efni átt sam- leið með öðrum jafnöldu-m sínu-m. Hann átti ek-ki heldur k-ost langr- ar skólagöngu. Farskóli í sveitinni, fátæklegur og skammvinnur, var undirstaðan þ.e. tveggja mánaða námskeið um þriggja vetra bil, þeg ar frá er talið hið sjálfsagða heima- nám 1 lestri og skrift. Þetta heitir ekki menntun í dag. En á þessari menntun varð Snorri að byggja nám sitt á Hvanneyri. Það hóf hann haustið 1919 og lauk þvi 1921 með góðum vitnisburði. S-norri hóf búskap á Brekku vor ið 1925 — og bjó þar til vors 1928. Vorið 1927 réðist hann til Búnaðarfélags Nauteyrarhrepps og vann hjá því m-eð dráttarvél að jarðabótum um sumarið jafnhliða búrekstrinum. Þetta varð svo til þe-ss, að hann stundaði jarðyrkju með dráttarvélum næstu þrjú sum ur í þrem hreppum við innanvert ísafjarðardjúp. Varð han-n því einn af fyrstu dráttarvélastjórum ís- lendinga og því einn af brautryðj- endum vélavinnu í jarðrækt, en óskólagenginn með öllu í þeim fræðu-m, eins og fiestir fru-mherj- ar þeirra mála voru. En honum tókst að sigra þá byrjuinarörðug- íeika -svo farsællega, að þeim minn ingum -fylgir -en-ginn skuggi óhappa né slysa og mun þó fjarri því, að þau viðfan-gsefni, sem honum voru fengin, hafi verið auðleyst alls stað ar. En sú sa-ga verður ekki sögð hér og hefur þó oft orðið mun minna að tilefni sögugerðar hér á landi, en upphafssaga dráttarvél- anna. Sumarið 1932 réðst hann austur á Langan-es og skyldi hann kenna þar jarðvinnslu með dráttarvélum. Vann hann að þessu mikimn h-luta sumars, en hvarf vestur og heim um haustið. 8. maí 1932 kvæntist hann Þóru Sigurgeirsdóttur skipstjóra á ísa- firði, valkvendi og skörungi. Lifir hún mann sinn. Þau réðust til Siglufjarðar -næsta vor og tófcu að sér rekstur kúabúsins á Hóli, sem kaupstaðurinn rak þá. Réðu þau þar um sex ára skeið og fórst það vel úr hendi. Vorið 1939 keyptu þau Hótel Borgarnes og ráku það í þrjú ár. Þá keyptu þau Hótel Blönduós og ráku það til 1962 við vaxandi vin- sældir og virðingu. Snorri missti heilsuna 1960. Mátti hann teljast óvinnufær eftir það. Var það því mjög að ólíkindum, að þau skyldu geta rekið hótelið næstu tvö ár, einku-m þó þegar þess er gætt, að þá var í smíðum viðbót við hótel- ið. Sýnir það vel hversu í Þóru er spunnið. Hitt er víst að sársauka- laust varð það ekki þessum ókvik- ula og sívakandi áhuga- og starfs- manni, að vera á svo léttu skeiði dæmdur til að vera fatlaður áhorf- andi að baráttu samtíðarinnar og þó löngum með hugsjóni-r sínar og hugarþel jafnvakandi og áður, því fátt var honum fjarlægara en hlut- leysi þegar um þau mál var að ræða. Önn hennar átti hug hans allan. Snorri komst ekki hjá að vera kvaddur til, þegar leysa skyldi dægurmálin og k-om það mest fram á Blönduósi. Hann var alla ævi vinur Ungmennafélagshreyf- ingarinnar og var rneðal stofnenda U.M.F. H-uId í Nauteyrarhreppi. Hann var og einn helzti hvatamað- ur að endurreisn U.M.F. Hvöt á Blönduósi 1946 og formaður þess frá byrjun til 1954. Hann var og 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.