Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 17

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 17
MINNING HJÖRTUR NÍELSSON Fæddur 30. september 1899. Dáinn 17. júlí 1970. Hjörtur Níelsson lézt á Land- spítalanum 17. júlí síðastliðinn. Við burtför Hjartar langar mig að íæra á blað nokkur orð, til minn ingar um þennan indæla sóma- mann. Hjörtur fæddist 30. sept. 1899 i Bjannareyjum í Breiðafirði. For eldrar hans voru þau hjónin Ing- veldur Magnúsdóttir og Niels Breiðfjörð Gíslasonar, sonur Gísla Gunnarssonar, sægarpsins mikla, sem svo margar sagnir eru til um. Þegar Hjörtur var tveggja ára, fluttust foreldrar hans að Bíldsey og bjuggu þar nokkur ár, eða þar til Níels faðir hans drukknaði, þeg ar skip hans fórst með allri áhöfn í Breiðafirði í marz 1907, en Níels var skipsformaður um margra ára skeið. Þegar þetta mikla áfall dundi yfir móður Hjartar, stóð hún uppi með sjö börn og gekk með það áttunda, en guð og góðir menn urðu til að leggja henni lið, og tóku börnin hennar til uppeldis. Þar á meðal var Eggert Gíslason, hálfbróðir Níelsar, þá bóndi í Langey, sem tók Hjört í fóstur, þá átta ára að aldri og ólst hann þar upp á stóru og mannmörgu myndarheimili, þeirra hjóna Egg erts og Þuriðar Jónsdóttur og minntist Hjörtur ávallt fósturfor- eldranna með söknuði og hlýju, sem og æskustöðvanna, Breiða fjarðar með sínar yndislegu fögru og búsældarlegu eyjar, sem hon- um þótti sárt og miður að í auðn- hafa margar farið nú í seinni tíð. Þegar Hjörtur var um tvítugs aldur, hætti fóstri hans búrekstri, en við tók sonur hans. Hugði Hjörtur þá til hreyfings og sjá sig um í öðrum landshlutum. flutt ist til Reykjavíkur og stundaði þar ýms störf, meðal annars var hann til sjós, en lengst starfaði hann á Álafossi hjá Sigurjóni Pét- urssyni, sem reyndist honum af burða vel, enda einlæg vinátta þeirra í milli alla tíð. Innra með Hirti óx upp þrá til að yrkja jörðina og glíma við sveitabúskap og réðst hann til ráðsmannsstarfa að Minna-Mosfelli í Mosfellssveit ár- ið 1926, en 11. desember 1926 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Guðlaugu Narfadóttur, sem þá var ekkja með tvö börn. Árið 1927 hófu þau búskap að formaður Ungmennasambanss Aust ur-Húnvetninga 1955—1961. Voru honum þökkuð störfin í þágu þess ara tveggja félagssamtaka með því að gera hann að heiðursfélaga þeirra beggja. Þátttaka hans í þess um málum sýnir, hve auðgengt honum var að hug og háttum yngri kynslóðar en hann var borinn til, og jafnframt rikan og merkan þátt í fari hans og skapgerð, bjartsýni hans og góðvild í garð þeirra, er unná leik og gleði, og unna hvoru tveggja jafnt: samstöðu um hugð- arefni og heilbrigðri keppni í létt- um leik. Birtist í þessu drjúgur hluti af gerð hans sjálfs: glaðlynd- ið, manna hvatlegastur í hreyfing- um, snarræði hans og kappgirni, enda örgeðja og hugrakkur, en Hestum sáttfúsari, þótt í odda &kærist. Slíkir menn eru löngum eftirlæti hinna yngri. Snoryi var kvaddur í forustulið í mörgum þeirra dægurmála, sem við var að glíma þar á Blöndu- ósi, það skeið er hann dvaldi þar. Má þar nefna setu hans í skóla- nefnd og formaður hennar um skeið, í hafnarnefnd kauptúnsins, í fSLENDINGAÞÆTTIR bygginganefnd Héraðshælisins á Blönduósi öll þau ár, sem hún starfaði. Loks er þess að minnast, að hann átti sæti í bygginganefnd Félagsheimilisins á Blönduósi frá byrjun og formaður hennar meðan honum entist heilsa. Því máli vann hann og furðumargt til gagns eftir að hann var orðinn fatlaður mað- ur. Þetta nægir til að sýna mat samferðamannanna á Snorra. En þeim er með honum unnu að þess- um málum, mun minnisstæðastur fúsleiki hans til þátttöku í þeim málum, sem eitthvað þurfti á að taka tij framdrátar þeim, kapp- girni hans og óhlífni á eigin önn og fjármuni í garð þeirra málefna. er honurn voru hugstæð, svo og hið vaxandi traust, er hamn naut meðal þeirra, er næst sátu. Hann kom og við sögu Leikfélags Blöndu óss, sem leikari og styrktarmaður þess á margan annan hátt. Vinsældir þeirra hjóna fyrir hótelstjórn þeirra voru svo lands- þekktar, að hér skal það eitt lát- ið nægja að minma á þær. En hvort þeirra átti þar .stærri hlut að verður hér ekki dæmt um, en dregið mjög í efa, að þar hafi mátt á milli sjá. Þeim hjónum varð átta barna auðið, sem öll eru fullþroskuð og mannvænleg. Þau eru: Geir, kvænt ur Guðrúnu Ólafsdóttur fjósmóð- ur, búsett á Hellissandi, Þór kvænt ur Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, skrúðgarðameistari i Reykjavík. Kári, kvæntur Kolbrúnu Ingjalds- dóttur, búsett á Blönduósi. Valur, kvæntur Kristínu Ágústsdóttur, stundar nú rafvirkjanám á Blöndu ósi. Örn, kvæntur Guðrúnu Jó- hannsdóttur, húsasmíðameistari, nú verzlunarstjóri hjá Marselíusi Bernharðssyni á ísafirði. Sævar. kvæntur Helgu Sigurðardóttur. rafvirkjameistari á Blönduósi. Inga Jóna, gift Magnúsi Bemediktssyni, sjómanni í Hnífsdal. Sigírður Krist ín, ógift í Hveragerði. Þegar Snorri lézt voru barmabörn þeirra hjóna orðin 26. Ég minnlst þessa hugrakka og hjálpfúsa drengskaparmanns með þakklæti, og sendi ekkju hans og börnum samúðarkveðjur. Guðm. Jósafatsson írá Brandsstöðum. 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.