Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 19

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 19
bæjarins að erinda fyrir heimilið og gisti alltaf hjá foreldrum mín um, hve mikill kraftur og hugur var í Hirti að ljúka sínum erind um í bænum sem fyrst og kom ast heim afiur, því heima beið konan með barnahópinn og verk efnin óteljandi, sem þurfti að leysa áður en sláttur hæfist, eða vetrar veðrin skyllu á. Nei, það var áreið- anlega ekki verið að eyða tíman um til einskis hjá sveitabóndanum, sem vildi sækja fram á við. Um það leyti sem þau Hjörtur og Guð laug hættu búskap að Dalbæ, kenndi hann sér lasleika og mun ekki hafa verið álitið honum hollt að stunda sveitarstörfin lengur. En þó hygg ég að hugurinn hafi oftar reikað til sveitarinnar. en borgarlífsins. Eftir að Hjörtur var fluttur á höfuðborgarsvæðið, starf aði hann mestmegnis að fiskverk- un, lengst hjá Sænska frystihús inu, em nú síðast hjá Sjófang. Þau Hjörtur og Guðlaug eign uðust fimm börn, fjóra syni o-g eina dóttur, allt myndar börn og góðir þjóðfélagsþegnar. Auk þess reyndist Hjörtur sonum Guðlaug ar frá fyrra hjónabandi góður stjúpfaðir. Kæri frændi, ég og mín fjöl skylda sendum þér og þínum böm um og öðrum ættingjum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kæri vinur, far þú í friði, frið ur guðs þig leiði. Jón Guðjónsson. f Heim, hvar sem Hjörtur var, leitaði hugurinn ætíð heim. Hann var heimakær maður, heimilið var honum kærast, útþráin ekki mjög rík. Hann mat bækur, sérstaklega ínnlendar, þangað sótti hann bæði skemmtun og fróðleik. Hann var iðjusamur maður, ósérhlífinn og kröfuharður við sjálfan sig, vann því oft meir en kraftar leyfðu á seijimi árum, að ég hygg. Ég minnist hans þakklátum huga er hvíld var tekin frá amstri daganna og komið var saman á góðri stund. Þar skorti ekki um- ræðuefnin, þjóðmál, fróðleikur eða glettnar frásagnir frá fyrri tímum, þá gleymdist timinn, en eftir lifir minningin um liðnar ánægjustundir, og mann sem unni móður jörð alla tíð og hvílir nú i hennar náðarfaðmi. NNING BJARNI M. JÓNSSON NÁMSSTJÓRI Fæddur 23. júlí 1901. Dáinm 1. ágúst 1970. Veröld kveðja vinir kærir, virðist lítt um aldur spurt. Mannlíf tíminn með sér færir, markvisst þar er rutt á burt. Seggur nærri sjötíu ára, síðast hvarf úr lestinni. Hýsa margir harminn sára: Horfinn Bjami námsstjóri. Frömuður í fræðslumálum, festi ýmsar nýjungar. Og til handa ungum sálum ekkert skyldi spara þar. Bæði menntun huga og handa hefja þjóð og efla kann, hana þarf því vel að vanda. — Víst það Bjarni skildi og fann. Vitur maður var hann sjálfur, víðlesinn í margri grein, og við störfin aldrei hálfur, ónákvæmni fannst ei nein. Vildi skila verki hreinu, víst fannst sumum nóg um það. Fannst ei ráð að fresta neinu, fékk því miklu afkastað. Undir hljóðu yfirbragði ofur viðkvæmt hjarta sló. Fléstir vissu, þegar þagði, þungi og festa í svipnum bjó. Fimur málafylgjumaður, flestum drýgri þótti í raun, þegar íhaldsandinn staður aðeins reri og blés í kaun. Anda skálds hann átti i barmi, enda glöggt þess merki sjást. Alltaf leikur yndisbjarmi um þá, sem við þetta fást. Höllu bæði og hreysi lágu hugljúft bar sitt andans full. Krakka lengi kæta smáu Kóngsdóttur og Álfagull. ★ Síðast skal það saman draga, sem fékk Bjarna auðkennt mest: að hann sína ævidaga engu verki sló á frest. Þeir, sem Bjarna þekktu og muna, þeir, sem kynntust honum bezt, þakka tryggð og trúmennskuna. — Tvennt það mun í hugann fest. Auðunn Bragi Sveinsson. Lán er að finna lífsins lind leita fram við kynni, mörg í henni mildast mynd myrk í veröldjnni. Vöktust mér oft viðhorf ný við þinn arinn heima, hjartað hreint og höndin hlý höfðu þrótt að geyma. Þig skeytti meira um skjöld en sverð þó sköp vilji andann lama með hirðinum bezta var heimför gerð því hjartalagið var sama. S.S. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.