Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 20

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 20
BENEDIKT ODDSSON BÓNDI Benedikt bóndi Oddsson í Tungu í Gaulveriabæjarhreppi lézt hinn 1. maí sl., eftir löng veik- indi. Af langri og farsælli við- kynningu minni við þann mæta anann er mér ljúft og skylt að minnast hans nokkrum orðum. Benedikt fæddist hinn 14. júlí 1913 að Tumastöðum í Fljótshlíð og bjó þar í föðurgarði til ársins 1929, að hann flyzt með foreldr um sínum til Reykjavíkur, þar sem fjölskyldan dvaldist til ársins 1934. Þá flyzt hann með foreldr- um sínum að Tungu og bjó þar næstu fimrn árin. En árið 1939 GÍSLI MÁR EINARSSON Fæddur 22. júlí 1951. Dáinn 6. september 1970. Tregt er nú tunguna að hræra, treginn vill fjötur í færa orð hvert og athöfn til enda. Alfvana þankinn vill lenda. Ó, Drottinn, þú öllu sem stjórnar! Hví æsktirðu þessarar fórnar? Ó, gef þú oss greind til að skilja: hví gjörðist þetta1 að þínurn vilja. Æ, virztu að veita oss huggun og víkja burt harmanna skuggum. Leyfðu að ljósin þín björtu lýsi hin sorgmæddu hjörtu. Ó, frændi, hve Ijúft má þín minnast. Hví megum við lengur ei finnast? f hel varstu hrifinn af foldu og hjúpur þinn vígður moldu. Þú varst svo ungur að árum er örlögin slógu þig fárum — og alfögur æskusól skína ævina virtist á þína. En nú ertu frá okkur farinn — og fölnaður lífs þíns arinn. Hve svíður nú sorgarundin, og sár er skilnaðarstundin. En sorg þó að svíði í hjarta, sjáum við vonina bjarta, að síðar þig fáum að finna, er förum við ljóss heims til inna. Við munum þitt blik sem af bróður, hve blíður þú varst og góður. Þín ástúð kom innst frá hjarta. Þú áttir hlýju svo bjarta. Nú biðjum við Guð þig að geyima og greiða til Ijóssins heima för þína1 og fraimlífs trúa fegurð þér jafnan búa. Frændi. flyzt hann búferlum til Reykja víkur, þar sem hann í fyrstu stund ar algeng störf, unz hann haustið 1940 ræðst til Bifreiðastöðvar Steindórs og vann þar rúm fimm ár við góðan orðstír og dóm hús bóndans, sem jafnan kunni að meta traust og dugnað í störf um. Eftir það tekur Benedikt að vinna hjá fyrirtæki Ósvalds Eyvindssonar hér í borg, bæði við smíðar og önnur verk. En „römm er sú taug,_ er rekka dregur föður- túna til“. Árið 1954 flyzt hann aft ur að Tungu og tekur til við bú- skap, þá eftir bróður sinn Guð- mund. Þar bjó hann svo með at orku og dugnaði til æviloka. Þetta er í fáum dráttum ytri æviferill Benedikts, — ekki ósvip aður ferli svo fjölmargra íslend inga við brauðstrit og gleði og sorg i daglegu lífi. En menn eru ekki í sama svipmót felldir, og það er persónan sjálf og einkenmi hennar, maðurinn sjálfur, sem eft ir lifa í minningunni eftir hérvist- ina. 20 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.