Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Qupperneq 22

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Qupperneq 22
MINNING GUÐNÝ JÓNSDÓHIR FRÁ GERÐI Ég dvaldist á Háaleitisbraut 34 I Reykjavik síðustu dagana í júní þetta ár ( 1970 ) hjá Þóru dóttur minni og Ólafi tengdasyni. Að kv&ldi síðasta dags mánaðar- ins, þegar Þóra kom úr vinnu, sagði hún. „Pabbi, hún Guðný frá Gerði kvað vera dáin.“ „Hún Guð- ný dáin,“ endurtók ég. „Já, hún lézt af slysförum“, sagði Þóra. Mig setti hljóðan. Mikið má Vilhjálmur eiginmaður Guðnýjar reyna, hugs- aði ég. Fyrir fáum árum létust tveir synir hans með fárra ára millibili af slysförum, og eigin- konan nú. Vilhjálmur er hetja. Trúin á annað líf styður hann, þegar harmur sækir að, vissan um samvistir á öðru tilverustigi gleður huga þessa rólynda og vel gerða manns þegar að syrtir. Hún er þá dáin hún Guðný frá Gerði, þessi ágæta nágrannakona, sem bjó hér í sama túninu og ég í 28 ár, án þess að nokkum garð, eða girðingu þyrfti til granna sætta á mörkum túnanna. Af slíkri samúð leiðir fleira gott. Guðný fæddist 8. okt. 1903 í Flatey á Mýrum. Foreldrar henmar voru Guðrún Sigurðardóttir, fædd og uppalin 1 Flatey, og síðan hús- Jénína Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, Miðkofi, Þykkvabæ Fædd 27. des. 1893 Dáin 19. ágúst 1970 Skammt varð miHi Miðkotshjóna. — Maðurinn með ljáinn sinn heggur ótt, af ofsa og móði, óspart brýnir tóBn stinn. Kveðja skal með litlu ljóði, lífsstarf þakka heiðursfljóði. Þegar horfið allt er yndi, — ástvinur og heilsa á braut, þá er eftir engu að bíða öðru en kveðja jarðlífsbraut. Eilífð faðminn opnar blíða, enginn þekkir sorg né kvíða. Vinnufús, til verka iðin, vel hún stóð við Friðriks hlið. Það var honum hæsta gæfa, — henni æðsta takmarkið. Bæði reyndust hinu hæfa heillatök að þroska og æfa. Þegar einhvern bölið beygði boðin löngum aðstoð var. Móðurlaust var barn oft borið beina leið til húsa þar. Þeir, sem elska æskuvorið, upp fá rikulega skorið. Lengi verður mér í minni Miðkotsbær og gengin hjón. Gestrisni og gleði ranni, gaf þar öllu léttan tón. Æ þar ríkti andinn sanni. — Ekki gleymist þessi svanni. Auðunn Bragi Sveinsson. 22 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.