Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Síða 3
Þrát't fyrir mjög mikla starfs-
byrði alla ævi, og erfið veiikindi
síðustu árin, hafði Sigtryggur tíma
afgangs til þátttöku í félagsmálum.
Má í því sambandi nefna starf hans
sem formanns sóknarnefndar Hall-
grímssafnaðar og forustu um fram
'kvæmdir við byggingu Hailgríms-
kirkju.
Það er kapítuli út af fyrir sig,
að lýsa því, hvernig Sigtryggur tók
veikindum sínum. Aðra eins ró og
karlmennsku held ég að fáir hafi
sýnt. Aldrei heyrðist æðruorð né
kvörtun af hans vörum, þótt hann
væri oft sárþjáður. Siigtryggur
sýndi í veikindum kjark, stillingu
og andlega reisn, sem er öðrum til
fyrirmyndar.
Sigtryggur var mikiil gæfumað-
ur í einkalífi. Hann kvæntist Unni
Pálsdóttur Zóphóníassonar 16.
júlí 1937. Ekki ætla ég að reyna að
lýsa því, hvernig Unnur reynd-
ist manni sínum og stóð við hlið
hans til síðustu stundar. Þau eign-
uðust sex dætur: Rúnu Bínu, sem
er yfirfluigfreyja hjá Flugfélagi ís-
lands, Önnu, sem gift er Jóni
Ingvarssyni lögfræðingi, og eiga
þau tvær dætur, Unni hjúkrunar-
konu, sem gift er Hilmari Björns-
syni landsliðsþjálfara, og eiga þau
son, Jakobínu, sem gift er Hirti J.
Hjartar starfsmanni Loftleiða, og
eiga þau einnig son, og Jóhönnu
og Sigríði, sem báðar eru í mennta-
iskóla.
Heimilisbragur að Leifsgötu 18
var einsatkur. Hvergi annars stað-
ar mætti manni eins óþvingað and-
rúmsloft, hlýja og gestrisni
við skemmtilegar og áhugaverðar
umræður. Það var gaman að hitta
Sigríði, systur Sigtryggis, sem stóð
honum mjög nærri, og Halldór
Pálsson, mann hennar.
Var heimilið að Leifsgötu 18 í
vissum skilningi framhald heimil-
is foreldra Unnar og veit ég, að
þeir sem til þekktu hjá Guðrúnu
og Páli Zóphóníassyni, vita við
hvað ég á. Reyndust Sigtryggur og
Unnur tryggðartröll vinum for-
eldra hennar.
Vinir og samferðafólk minnist
Sigtryggs Klemenzsonar með hlýju
og þakklæti og votta ástvinum hans
djúpa samúð.
Björn Tryggvason.
f
Nú eir sá genginn, er bezt var
að sér ger um flesta hluti og raun-
beztur vina — Sigtryggur Klemenz
son seðlabanikastjóri, fornvinur
minn og bekkjarbróðir, er fallinn
í valinn, mjög fyrir aldur fram.
Nær fjörutíu og þrjú ár eru liðin
frá því viö hittumst fyrst, á útmán-
uðum í heimavist Menntaskólans á
Akureyri, og hann tók mér ókunn-
ugum opnum örmum. Þá hófst vin
átta okkar, sem aldrei bar skugga
á, þótt stundum skildi vík vini.
í bekksögn okkar var mikið ein-
valaiið, traust fólk og margt frá-
bærra námsmanna og góðra
drengja, en Sigtrygg'ur bar þó
höfuð og herðar yfir þá alla, bæði
að námsgáfum og mannkostum.
Hann var með afbrigðum vinsæll
og vinmargur, því menn löðuðust
að honum sakir gáfna hans og góð-
vildar, sem voru hans aðalsmerki
til æviloika.
Það er heiðríkja yfir minningum
þessara hamingjuára í hópi góðra
vina, en þar var Sigtryggur jafnan
fremur veitandinn en þiggj-
andinn.
Árin liðu. Sigtryggur hlaut mik-
inn námsframa. Hæstu embætti og
margvísleg trúnaðarstörf hlóðust á
hann, enda að vonum, því fáir voru
honum jafnir, en enginn fremri
samtíðarmanna hérlendra. Hann
varð ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, sem þá var eitt hið
erfiðasta og annasamasta embætti
landisins. En. hann var fjögurra
manna ma'ki í starfi, manna ósér-
hlífnastur, minnið fágætlega trútt,
gáfurnar flugskarpar og réttsýni
bans og heiðarleik var viðbrugðið.
Sigtryggur var einnig mikill
hamingjumaður í einkalífi sínu.
Hann kvæntist ungur, Unni Páls-
dóttur, Zóphóníassonar, hinni
ágætustu konu, eins og hún á kyn
til, og eignuðust þau sex mann-
vænlegar dætur. Heimili þeirra
hjóna stóð jafnan opið hinum stóra
vinahópi og trölltryggð þeirra
brást okkur aldrei, þegar mest lá
við.
En skjótt skipast veður í lofti.
Hin sterka eik, sem staðið hafði
af sér mörg veður, brast
skyndilega. Síðustu æviárin háði
þessi vinur minn hetiulega baráttu
gegn sífellt þyngri sjúkdómsáföll-
um. Þá var hans góða kona honum
styfkur og stoð í öllum þrautum,
og æðrulaust studdi hún mann
sinn þar til yfir lauk.
Ég og fjölskylda mín, sendum
konu hans, d/ætrum, skjddmennum
og tengdafólki hjartanlegar samúð
arkveðjur í þeirra þungu sorg og
mikla missi.
Nú er hinni góðu baráttu lokið,
skeiðið runnið á enda, góður dreng-
ur er genginn til hinztu hvíldar.
En þú, sem sólina hefur skapað;
gef þjóð vorri marga hans líka þeg-
ar neyð hennar er stærst.
Óskar Magnússon
frá Tungunesi.
N +
Sigtryggur Klemenzson seðla-
bankastjóri lézt 18. febrúar, en
fæddur var Sigtryggur á Húsavík
20. ágúst 1911.
Foreldrar Sigtryggs var Jakob-
ína Sigtryggsdóttir, annáluð fríð-
leikskona, og Klemenz Klemenz-
son verziunarmaður, en í cjaglegu
tali var Klemenz kalaður pakk-
húsmaður, vegna þess að hann
stýrði öllu hjá Örum & Wulfs-
verzlun utan búðar og mun hafa
gengið að völdum næst verzlunar-
stjóranum. Klemenz var á mann-
dómsárum sínum hár maður, vel
vaxinn og þrekinn og þrekmenni
mikið, karlmenni í sjón og raun,
og sem dæmi þess hvílíks trausts
Klemenz naut er það, að hinir orð
hvötu Þii.geyingar létu aldrei kald
yrði falla í garð Klemenzar eða
um hann. Og Klemenz mun hafa
verið eini Húsvikingurinn, sá er
mikið átti undir sér, þ.e. hafði
mannaforráð, sem ekki var upp-
nefndur, en hinn fornnorræni sið-
ur að lengja nöfn manna með auka
heiti var þá mjög tíðkaður á Húsa-
vík.
Sigtryggur Klemenzson gekk
menntaveginn, eins og það var
kallað, á uppvaxtarárum sínurn,
lauk burtfararprófi frá mennta-
skóianum á Akureyri, rúmlega tví-
tugur, og lögfræðiprófi frá Ilá-
skóla íshuids fjórum árum síðar.
Að loknu námi við Háskóla ís-
lands stundaði Sigtryggur fram-
haldsnám í höfuðborgum Norður-
landanna, Kaupmannahöfn, Osló
og Stokkhólmi, fram til ársins
1938. Þá hófst hinn vel undirbúni
starfsferill Sigtryggs. Erlendis
hafði Sigtryggur Klemenzson sér-
staklega kynnt sér skatta- og tolla
löggjöf hinna norrænu landa.
Áð loknu háskólanámi sínu í
Reykjavík, kvæntist Sigtryggur
jafnöldra sinni nokkru yngri þó,
(SLENDINGAÞÆTTIR
1