Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Qupperneq 16
SYSTRAMINNING ÁssystuT voru þær kallaðar á uppvaxtarárum sínum. Þær hétu Anna Margrét og Sigurrós. Faðir þeirra var Sigurjón Árnason bóndi að Bitrugerði í Kræklinga- hiíð, Árnasonar. Móðir Sigurjóns hét Kristín Jónasdóttir. Eru þetta eyiirzkar bændaættir. Átti Sigur- jón mörg systkin. Ein systir hans var Ólöf, móðir stefáns Jóh. Stef- ánssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir þeirra Ás-systra hét Sigrún, dóttir Bjarna Arngríms- sonar, prests að Bægisá, Halldórs- sonar og Sigurrósar Þorláksdótt u.r, bónda að Vöglum á Þelamörk, Þorlákssonar í Skriðu, hins þjóð- kunna bónda og ræktunarmanns. Móðir Bjarna Arngrímssonar var Guðrún Magnúsdóttir, systir Gísla latínuskólakenns^a. Er þar komin hin kunna Bergsætt. Sigurjón og Sigrún hófu búskap að Grjótgarði á Þelamörk í lok ald- arinnar síðustu. Þar fæddust syst- urnar báðar, Anna 7. sept. 1899, m Sigurrós 18. apríl 1902. Það sama vor fluttust foreldrarnir að Stóra- Dunhaga í Hörgárdal, þar sem þau bjuggu aðeins tvö ár, og þaðan lá leiðin (1904) að Ási á Þelamörk. Þar bjó faðir þeirra í 30 ár, fyrst sem leiguliði er. eignaðist síðar jörðina. Ás er fremur lítil jörð otg ekki mikilla kosta. Þegar Sigurjón kom þangað, var túnið allt stórþýfður kargi, og °kki urðu stórfelldar breytingai á í búskapartíð hans. Hann var e..Kí maður mikilla fram kvæmda, en hins vegar þrifnaðar- bóndi og snoturvirkur. Einhverju sinni sagði hann svo um sjálfan sig, að helzta áhugamál sitt í bú- fikapnum væri að hafa fallegar bæjardyr. Þeir, sem þekktu hann, finna, að í þessu felst allsönn lýs- ing á honum. Hann hefði þó mátt bæta við: .,Svo framarlega sem ég þarf enigum að sfculda þess vegna“. Áður en tvö ár voru liðtn á Ási, 'urðu systurnar ungu móðurlausar. Sigrún andaðist á sjúkrahúsinu á Aikureyri í janúar 1906. Ennþá lifði amma þeirra, Sigurrós, og gekk hún þeirn auðvitað í móður stað eftir því sem henni var unnt. Og rúmt ár líður, en þá gerist mik- il breyting á þessu heimili. Verð ég hér að geta þess, að móðir mín, Svanfríður Bjarnadóttir og Sigrún voru systur. Foreldrar mínir (Stef- án H. Eiríksson frá Blöndudalshól- um og Svanfríður) bjuggu síðast á Refsstöðum í Húnavatnssýslu. Við lát föður míns í febr. 1907 verður það ráð móður minnar að leita átt haganna við Eyjafjörð með barna- hópinn. (Böirnin voru sex og það sjöunda ófætt). Þegar Sigurjón, mágur hennar, fær þessar fréttir, býður hann henni til sín með allt sitt til bráða- birgða. Þannig atvikaðist það, að vorið 1907 fjölgaði í Ásheimilinu um meira en helming á einum degi. Þá hófust kynni okkar, unga fólksins, og var samband okfcar æ síðan eins og systkina. Mér er það örðugt nú að skilja, hvernig 14—15 manns gat komizt fyrir í litla bænum á Ási. Sjálfsagt hefur oft reynzt örðugt fyrir full- orðna fólfcið að leysa ýmsan vanda, sem þröngbýlinu hlaut að fylgja, en við börnin nutum þess að vera saman svona mörg. Fyrir systurn- ar ungu, sem misst höfðu móður sína, var þessi tilbreytni afar mik- ilsverð. Að vísu vorum við þarna efcki nema eitt ár, en fluttumst þá aðeins til næsta bæjar, og er þar örstutt á milli. í 20 ár vorum við slíkir nágrannar, og gáfust því ótal tækifæri til samvista við leifci og margvísleg störf. Eitt var það enn, aufc skyldleika ofckar og nábýlisins, sem tengdi þessi tvö heimili saman. Þegar móð- ir mín fluttist úr Húnavatnssýsl- unni, fylgdi henni ung vinnukona, sem verið hafði í vist hjá foreldr um mínurn öll þeirra búskaparár. Elín hér hún Jónasdóttir. Hún varð eftir á Ási, þegar við fórum það- an vorið 1908, þá orðin seinni kona Sigurjóns. Þar með höifðu þær systur, Anna og Sigurrós, eignazt stjúpu. Það kom sér vel, því að síðar þetta sumar andaðist amma þeirra og ofckar, Sigurrós Þorláksdóttir. Má segja, að þarna hafi verið skammt stórra höggva milli, því að ekki leið nema hálft þriðja ár milii þess að móðir og amma voru burt kallaðar. Elín, stjúpa þeirra, var að mörgu væn kona og afburðadugleg, en vera má, að nokkuð hafi skort á, að hún gæti gengið litlu systrun- um fullkomlega í móðurstað. Sjálf hafði hún ekki notið foreldraum- hyggju í bern9ku en verið alin upp hjá vandalausum og fengið að kenna á misjöfnu sem títt var á þeim tíma. Sigurjón var alvöru- maður og allstrangur uppalandi. Á Ásheimilinu var skyldurækni og vinnusemi sett efst á blað. Um þetta sagði Anna löngu síðar: „Það var mér góður skóli, en hin við- kvæma, litla systir mín hefði kannski þurft á meira ástríki að halda“. Um þessar mundir tekur Sigur- jón systurson sinn, Baldvin Árna- son að nafni, til sín. Hann var jafngamall Sigurrósu, og ólst hann þar upp til fullorðinsaldurs. Og brátt fjölgar enn í heimilinu. Á árunum 1913—1918 eignast þau hjón þrjú börn: Hörð, Hermann og Sigrúnu. Það auðgaði líf systranna að eign ast hálfsystkin. Kom það meir í hlut þeirrar yngri að gæta þeirra, þar sem hin þótti afkastameiri við erfiðari störfin. Á 9umrin var Sig urrós oft langtímum ein heima með yngri bræður sína, er annað fólk var á engjum. Átti það efcki illa við hana, enda gafst henni þá nokkurt tækifæri til að lesa, en það var henni andleg nautn og nauðsyn. Hún varð mjög snemma læs og var alla tíð sólgin í að lesa og fræðast. Það kom sér vel, að lestrarfélag sveitarinnar hafði bókasafn sitt að Ási um mörg ár, MÍNNING 96 ISLENDINGAÞÆTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.