Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Síða 30

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Síða 30
HSUiffi Birgir Fanndal Bjarnason Fæddur 10. nóv. 1948 Dáinn 29. des. 1970. Oft kem'ur í hug okkar sú spurn ing, hvaða tilgang lífið hér í heimi hafi. Hvaða hlutverk okkar sé, og hvenær við höfum það af höndum leyst. Svo fór mér, er ég frétti um hinn sviplega dauða Birgis Bjarna- sonar. Því var hann kallaður brott, þegar lífsstarf hans virtist aðeins vera að hefjast, og langt ætti að vera til leiðarloka? Kynni okkar hófust er við stunduðum saman nám við barnaskólann í Búðardal, og dvaldist ég þá einnig vetrar langt á heimili foreldra hans. Ófst þá sá vináttuþráður, sem aldrei slitnaði, þó hin síðari ár liði oft langt milli samfunda. Nú er hann horfinn yfir til landsins sem enginn fær að sjá fyrr en að leiðarlokum, en eftir lifir minning in um góðan dreng og tryggan vin. Þessi fátæklegu orð megna lítt að tjá hug minn. Ég bið þess að Guð veiti foreldrum hans, systkin- um og unnustu styrk og blessun sína. Jón Heiðar Magnússon. varð jafnframt skólastjóri iðnskól- ans þar. ísfirðingar fundu brátt, að þar sem þau Jónína og Björn voru, þar fór fólk mikilla hæfileika, dreng- skapar, dugnaðar og gáfu-mann- eskjur. Jónína varð einnig kennari við barnaskólann á ísafirði, er þau komu þangað 1925, og 1930 varð Björn Hermann skólastjóri við skól ann. Störfuðu þau bæði við skól- ann í 27 ár við hinn bezta orðstír. Það var á ísafirði, sem ég kynn ist þeim skólastjórahjónunum Jón- ínu og Birni, þegar ég ungur og óreyndur nýkominn úr skóla réð- ist kennari að barnaskólanum á ísafirði, haustið eftir að Björn tók við skólastjórn hans. Við vorum þrír nýliðar, er kom- um að skólanum það haust, og mér mun óhætt að fullyrða að all- ir erum við sammála um það, að það hafi verið mikil gæfa okkar í kennarastarfinu að mótast í því undir handleiðslu jafnmikilshæfs starfsliðs og þar var þá, og er þá skólastjórinn ekki hvað sizt hafður í huga. Mér varð fljótlega Ijóst, að Björn skólastjóri var sérstæður persónuleiki gæddur fjölhæfum gáfum, hugsjónaríkur og h<ug- myndaauðugur. Kona hans Jónína Þórhallsdóttir kom mér strax þannig fyrir sjónir að yfir henni hvíldi reisn mikiL Hvar sem hún fór, hlaut hún að vekja eftirtekt fyrir fríðleik og glæsta framkomu. Síðar, er kynni mín við skólastjórahjónin urðu ná in og vinátta tókst með okkur, vin- átta, sem aldrei hefur fallið skuggi á, kynntist ég þeim eiginleikum beggja, að þau voru gott fólk, heið arleg, góðhjörtuð, veiviljuð, gest- risin, rausnarleg, gamansöm og glaðsinna, þegar því var að skipta og hinir ágætustú félagar. Þetta er kannski mikið sagt, en þótt þau um sumt væru ólík, þá tel ég að bæði tvö eigi með réttu það, sem sagt er hér að framan og nefni ég þau því bæði samtím- is hvað það snertir. Jónína annaðist kennslustörf um fjóra áratugi. Þau eru því orðin æði mörg börnin, sem hafa notið tilsagnar hennar og handleiðslu gegnum árin og það tel ég mig geta fullyrt bæði af kynnum mín- um af kennarastörfum hennar á ísafirði og umsögn Vestmanna- eyinga, að hún naut mikils trausts í starfi sínu og var dáð af nem- endum sínum. Hæfileikar hennar til starfsins voru ótvíræðir, vel- vilji, góðvild, mildi og dugnaður fór saman hjá henni og renndu stoðum undir góðan starfsárangur. Meðan Jónína var á ísafirði, tók hún virkan þátt í starfi góðtempl- arareglunnar og átti oft sæti á þingum Stórstúku íslands sem full- trúi stúku sinnar. Jónína og Björn eignuðust fjög- ur börn. Elzt var Ólafur fæddur 1915. Hann nam læknisfræði og var síðast héraðslæknir á Hellu í Rangárþingi frá 1956 til æviloka. En hann l'ézt langt fyrir aldur fram í janúar 1968. Hann var mik- ilsmetinn læknir og hlaut lofsyrði allra, er kynntivst honum. Næst var Svava fædd 1921. Hún var sjúklingur alla ævi, og í um- önnun fyrir henni komu ef til vill bezt í Ijós, þeir miklu mannkostir, sem Jónína býr yfir. Svava andað- ist 1965. Þriðja barn Jónínu og Björns er Jón, rafvirki í Hafnarfirði, fædd- ur 1924, mikill atorku- og dugnað- armaður. Fjórða barnið var svo Haraldur fæddur 1926 en hann andaðist 1963. Hann var listrænn mjög og áhugasamur um Ijósmynd un. Þegar þess er minnzt, að iát manns Jónínu, Björns skólastjóra, og barnanna þeirra þriggja ber að með fárra ára millibili og að and lát allra feðganna átti í hverju til- felli stuttan aðdraganda þá gefur auga leið, að mjög var að Jónínu þrengt hverju sinni, og dáðust all- ir að þreki hennar í þeim raunum, er hún við þetta hlaut. Sýnir það ásamt fjölda mörgu öðru í lífi Jónínu að hún býr yfir óbugandi sálarþreki og styrkri skaphöfn. Þetta voru eiginleikar, sem börn hennar jafnt og óskyldir mátu og meta mikils í fari hennar. Ég minnist þess, er við Ólafur læknir sonur hennar, sem vorum góðir vinir, ræddum eitt sinn sam- an um skólamál og áhrif heimil- anna á uppeldi barna og unglinga, að hann mælti á þessa leið: „Ég leita oft til hins ljúfa hug- arheims, sem foreldrar mínir og þá ek'ki sízt móðir mín gaf mér, þegar ég var á barnsaldri. Ég þykist geta tekið undir með Matt- hiasi, að hafa „setið við listalind- ir og menntabrunna“. En „engin kenndi mér eins og þú“ og ein- hvern veginn finnst mér, að enginn geti hafa átt slikt æskuheimili sem ég. Þaðan á ég myndabók endur- minninganna, sem mér er ævin- lega jafn mikil unun að blaða í, og þar er sólskin og ylur á hverri síðu“. Þannig fórust hinum mikilhæfa gáfumanni orð um æskuheimili sitt og túlkar það nokkuð mat hans á ástríkri móður, er vann börnum sínum allt er hún mátti. Þegar Björn Hermann lét af skólastjórn á ísafirði vegna heilsu- brests 1957 fluttust þau Jónína að Ásgarði 6 í Garðahreppi og þar býr Jónína nú. Hinir fjölmörgu vinir Jón- ínu fjölmenntu til hennar og fluttu henni árnaðaróskir á merkum tíma mótum ævinnar, og þótt húsrýmið 30 ISLENDINGAÞÆT7IR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.