Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Qupperneq 32
G
Þorleifur V. Sigurbrandsson,
FYRRUM VERKSTJÓRI
A3 kvöldi 30. janúar andaðist
að Hrafnistu hér í borg Þorleifur
V. Sigurbrandsson verkst.ióri,
rúmlega áttræður að aldri.
Á áttræðisafmæli Þorleifs hinn
17. des. s.l. heimsóftu hann nokkr-
ir vinir og venzlamenn hans og
áttu með honum góða stund í
sjúkrastofu Hrafnistu. Hafði Þor-
leifur þá dvalizt i sjúkrahúsi um
nokkurra vikna skeið. Þennan dag
var Þorleifur sæmilega málhress,
en úr því hrakaði heilsu hans þar
til yfir lauk. Hann hafði annars
verið maður heilsugóður um dag-
ana.
Þorleifur Sigurbrandsson var
meðalmaður á hæð, þéttvaxinn,
mjög samvizkusamur, minnugur
vel, orðheldinn, árrisull og úrræða
góður. Hann var því vel til verk-
stjórnar fallinn, enda stundaði
hann verkstjórn mestan hluta ævi
sinnar.
Þorleifur Valdimar Sigurbrands
son fæddist f Ólafsvík 17. desem-
ber 1890 og þar ólst hann upp
hjá foreldrum sínum. Veturna
1911—1913 stundaði Þorleifur
nám í Hvítárbakkaskóla og hlaut
þar gott veganesti m.a. hjá hinum
ágæta alþýðufræðara Sigurði Þór-
ólfssvni skólastjóra.
Árið 1915 for Þorleifur tii
Reykjavíkur, var fyrstu 4 árin hjá
Magnúsi Guðmundssyni, skipa-
smið, gerðist svo verkstjóri hjá
Fiskiveiðahlutafélagi íslands, en
nokkru síðar hjá hinu íslenzka
steinolíuhlutafélagi — síðar Esso
— og annaðist þar verkstjórn allt
þar til hann hætti störfum fyrir
aldurs sakir. En Þorleifur undi
lítt aðgerðarleysi og gerðist brátt
starfsmaður í Iðnskólanum í
Reykjavík á Skólavörðuhæð hluta
úr degi. Hann gegndi þar aðallega
gangavörzlu og annaðist ýmis um-
sjónarstörf. Með árvekni sinni og
samvizkusemi ávann Þorleifur sér
þar traust vinnuveitenda sinna,
starfsfólks og nemenda skóTans.
Um margra ára skeið starfaði
Þorleifur í Slökkviliði Reykjavík-
ur og var því viðbrugðið, hversu
viðbragðsfljótur hann var, þegar
brunabjallan kallaði.
í þeim félögum, sem Þorleifnr
var í, var hann ósérhlífinn og úr-
ræðagóður. Munu félagar hans í
Oddfellow-reglunni, verkstjórafé-
laginu og margir fleiri löngum
minnast hans með þakklæti o>g
virðingu fyrir hlutdeild hans í
liðsinni við góð málefni.
Þorleifur Sigurbrandsson var
tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni
eignaðist hann eina dóttur, Rósu,
fædda 1916. Þorleifur kvæntist
öður sinni 1933, Höllu Einarsdótt-
ur frá Fossi í Mýrdal og lifir hún
mann sinn. Eignuðust þau eina
dóttur saman, Bryndísi, sem gift
er Jóni Þór Jóhannssyni fram-
kvæmdastjóra hjá SÍS, og dóttur
átti Halla áður en hún giftist,
Svövu Þórðardóttur, sem naut ást-
ríkis Þorleifs fósturföður síns eigi
síður en Bryndís. Svava missti
mann sinn, Stefán Magnússon flug
stjóra, í flugsTysi fyrir tæpum 8
árum.
Ég kynntist Þorleifi fyrir tæpum
40 árum. Við vorum sambýlismenn
á Leifsgötu 14 á annan áratug, eða
frá 1935—1948. Fjölskyldur okkar
urðu samrýndar mjög og skapað
ist þar traust vinátta og tengsl
milli allra aðila, eldri sem yngri,
er haldizt hafa æ síðan okkur öll-
um til ánægju.
Heimili þeirra Þorleifs og Hóllu
var og er mjög vistlegt og nota-
legt að dvelja þar, hvort heldur
um var að ræða stundarkorn við
rabb og reyk eða meðal margra
gesta á hátíðastunduim. Þessa
munu margir minnast lengi með
hlýhug, bæði venzlamenn, sam-
starfsfólk Þorleifs og aðrir vinir
þeirra hjóna.
Þótt margir munu nú sakna vin-
ar í stað, þar sem sæti Þorleifs
er nú autt orðið bæði heima á
Leifsgötu 14 og annars staðar, þar
sem hann undi vel hag sínum, þá
er gott til þess að vita, að vel
m-un sá, er lífi ræður, hafa gert
til hans með því að lengja ekki
ævikvöld hans umfram þáð sem
orðið var. Höfum það í huga um
leið og við hlýjum hug okkar við
minningarnar um eóðan dreng.
Hclgi Elíasson.
t
30. janúar s.l. andaðist Þorleif-
ur V. .Sigurbrandsson verkstjóri,
Leifsgötu 14, eftir alllanga og erf-
iða sjúkdómslegu, síðast í sjúkra-
deild Hrafnistu.
Þorleifur fæddist 17. desember
1890 í Ólafsvík og var því rúmlega
80 ára er hann lézt. ForeTdrar
hans voru Sesselja Bjarnadóttir og
Sigurbrandur Brandsson, hafn-
sögumaður í Ólafsvík.
Árið 1915 mun Þorleifur hafa
flutt til Reykjavíkur og var búsett
ur þar æ síðan. Hann stundaði
Framhald á bls. 31.
32
ISLENDINGAÞÆTTIR