Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Qupperneq 6
an til Akureyrar. Haustið 1919 fór
Marteinn í bændaskólann á Hvann-
eyri og útskrifaðist þaðan vorið
1921. Sóttist honum námið vel,
enda mjög góðum gáfum gæddur
og ástundunarsamur í bezta lagi.
Gaman var að ræða við Martein
um skólaárin. Þau voru honum
kær og rík í minni og eltir þ' i.
sem árin færðust yfir, mun hann
oft hafa leilað á vit minninganna,
og þá jafnan dvalið við þennan
kafla ævinnar. Varð ég þess oft var,
hve það vakti honum mikla gleði
að ræða þar um, og láta hug-
ann dvelja í heimi hinna björtu,
glöðu minninga
Alla ævi var Marteinn Sigurðs-
son mikill félagshyggjumaður og
mjög félagslega þroskaður, ótrauð-
ur brautryðjandi og ágætur tals-
maður ýmissa góðra inála og ætíð
stóð hann þar í fremstu röð.
Marteinn Sigurðsson sinnti
mörgum og næsta óskyldum störf-
um um ævina. Má þar tilnefna:
Hann var skrifstofumaður bæjar-
fógeta á Akureyri í 10 ár, bæjar-
fulltrúi í 8 ár, framfærslufulltrúi
4 ár, og starfsmaður S.Í.S. verk-
smiðja í mörg ár. Ennfremur var
hann frumkvöðull eða hafði for-
göngu um stofnun ýmissa félaga
og átti sæti í stjórn þeirra. Hann
var hvatamaður að stofnun Þing-
eyingafélagsins á Akureyri og
fyrsti formaður þess. í stjórn Skóg
ræktarfélags Akureyrar í mörg ár.
Gekkst fyrir stofnun Verkalýðsfé-
lags Akureyrar árið 1943, og var
fyrsti formaður þess. Samein-
aði hann þar mörg sundurleit öfl,
og mun þess lengi minnzt verða.
Síðast, en skki sízt, beitti hann sér
fyrir stofnun Matthíasarfélagsins á
Akureyri og var formaður þess.
Stofnfundur þess félags var hald-
inn 5. maí 1958. Lagði Marteinn á
sig mikla vinnu, geysilega fyrir-
höfn og ferðalög við að safna
munum, myndum, bréfum og
skjöldum o.fl. úr búi þjóðskálds-
ins og köma því síðan fyrir í röð
og reglu í húsi skáldsins á Sigur-
hæðum.
Matthíasarsafnið var formlega
opnað 24. júní 1961 og varð Mar-
teinn þá safnvörður og gegndi því
starfi með stakri alúð og árvekni
öll ár síðan. Marteinn Sigurösson
varð þeirrar náðar aðnjótandi, að
vera fæddur „á íslands vorgróðrar
stund“. Um síðustu aldamót fór
fyrir alvöru að rofa til í íslenzku
þ'óðlífi, þá fór að: „hlýna um
strönd og dal“, eftir aldalanga
kúgun erlends valds og harðæri df
völdum elds og ísa. Þá vaknaði
þjóðin til vitundar um orkuna, sem
bjó í brjósti hennar’ og gekk bjart-
sýn og baráttufús fram til starfs
og dáða. Á morgni þessarar aldar
barst ungmennafélagshreyfingin
til landsins og samvinnuhreyfing-
in var að eflast og ná fastari tök-
um, og síðar kom verkalýðshreyf-
ingin og hóf baráttu fyrir bætt-
um kjörum þeirra, sem höllum
fæti stóðu og minnst höfðu úr
býtum borið. Unnið var að meiri
og almennari menntun þegnanna,
og hafizt handa um eflingu höfuð-
atvinnuvegs þjóðarinnar. Ungur
að árum gerðist Marteinn ákveðinn
liðsmaður allra þeirra hreyfinga,
sem að framan greinir og æ síðan
vann hann þeim vel og trúlega.
Marteinn gekk ætíð til góðs „göt-
una fram eftir veg“. Spor hans
liggja víða, og þótt sum hverfi í
sandinn, verða önnur eftir og mun
þeirra, um sinn, lengi gæta og
minnzt verða. Með lipurri festu og
hiklausum hug gekk Marteinn
fram til starfs, glaður og reifur,
hugsaði aldrei að morgni um: „að
alheimta daglaun að kvöldi“ í þéfm
skilningi, sem jafnan er lagður í
það orð. En hann hlaut sín laun í
gleðinni yfir verkunum, sem hann
vann.
Marteinn Sigurðsson var glæsi-
legur maður að vallarsýn, hár og
þrekinn, fríður sýnum, bjartur yf-
irlitum og prúðmannlegur, enda
hvarvetna eftir honum tekið. Hann
var óeigingjarn og höfðingi í lund,
vinfastur og mátti í engu vamm
sitt vita. Aldraður maður, sem nú
er nýlátinn, mælti eitt sinn við
mig, er við áttum tal saman. „Ég
er ekki í vafa um, að Marteinn
Sigurðsson er einn sá bezti maður,
sem ég hefi kynnzt“.
Þegar Veturliðastaðafjölskyldan
fluttist til Akureyrar árið 1929
byggðu þeir bræðurnir, Marteinn
og Veturliði smiður, saman hús í
Oddeyrargötu 30. Þar bjuggu þeir
ásamt móður sinni og systrum, Jó-
hönnu og Jónasínu. Jónasína var þá
nýorðin ekkja, en átti ungan son.
Hún er látin fyrir,mörgum árum',
en sonurinn er Stefán Karls
son, magister, kvæntur og búsett-
ur í Reykjavík, nú starfsmaður við
handritastofnun ríkisins. Systkinin
Veturliði og Jóhanna búa enn í
Oddeyrargötu 30.
Hinn 1. október 1950, sté Mar-
teinn Sigurðsson eitt stærsta gæfu-
spor lífs síns, þá gekk hann að
eiga Einhildi Sveinsdóttur, frá Ey-
vindará í Eiðaþinghá. Hún var hin
góða dís gleði hans og gæfu. Mar-
teinn, mannkostamaðurinn mikli,
endurgalt óst hénnar ríkulega.
Hjónabandið var mjög farsælt og
ástúðlegt á báðar hliðar og vakti
eftirtekt og aðdáun, þvi virðingin,
ástin og traustið bar þeim báðum
fagurt vitni.
Sem fyrr er fram tekið, byggði
Veturliðastaðafjölskyldan hús í
Oddeyrargötu 30 og bjó þar saman
yfir 20 ár. En eftir að Marteinn
kvæntist, byggðu þau hjón hús að
Byggðavegi 94 og fluttust þangað
1956, og hafa búið þar síðan. Þótt
hjónin byggju þar, en systkinin
Jóhanna og Veturliði, í Oddeyrar-
götu 30, var samband heimilanna
alltaf mikið og náið. Samband allra
systkinanna hefur ætíð verið mjög
fastmótað, hlýtt og traust svo að
til fyrirmyndar er. Þar er allra
hlutur jafn og góður, og varla
mun eins getið, svo eigi sé allra
minnzt.
Nú, við leiðarlok, eiga eiginkona
Marteins, systkini hans og systur-
sonur, svo margs að minnast og
mikið að þakka. Ég veit, að sá sem
öllu stjórnar, mun blessa þeim
minningarnar mörgu og hugljúfu,
sem ylja þeim um ókorhin ár.
Þegar heilsa Marteins tók að
bresta, sást glöggt hvílíka konu
hann átti. Ást hennar hinn síðasta
ævidag Marteins, var söm sem á
brúðkaupsdaginn. Um langt skeið,
var mikil vinátta miUi Veturliða-
staðaheimilisins og æskuheimilis
míns, varir hún enn í dag milll
þessara þriggja heimila okkar hér
á Akureyri.
Ég hef Marteini margt að þakka
frá liðnum samverustundum og
jafnan notið alúðarvináttu og gest-
risni á heimili hans. Frá fyrstu
kynnum við Martein er mér ríkt
í minni, hve hann var fríður og
drengilegur, og hve mikil birta var
í för með honum. Sú birta fylgdi
honum alla ævi. Hún mun ekkl
gleymast. Og hún fylgir honum
yfir á æðri tilverustig, þar sem
hann gengur „inn til fagnaðaf
herra síns“.
Ég kveð Martein með hlýrri
þökk og votta öllum ástvinum
hans dýpstu samúð.
Páll ólafsson
frá Sörlastöðum.
6
fSLENDINGAÞÆTTIR