Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 7

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 7
STEFÁN TÓMASSON FRÁ LAMBASTÖÐUM Hinn 20. marz síðastliðinn var til moldar borinn frá Hjarðarholts- kirkju í Dölum vestur, Stefán Tóm asson frá Lambastöðum í Laxárdal. en hann lézt í Landsspítalanum hinn 11. sama mán. eftir stutta, en þunga legu. Stefán fæddist að Gillastöðum í sömu sveit 6. júní 1898, sonur hjón anna Tómasar Tómassonar og Guð rúnar Árnadóttur, sem bæði ólust upp í byggðum Hrútafjarðar og bjuggu þar þangað til þau fluttust vestur í Dali nokkru fyrir síðustu aldamót. Tveggja ára að aldri flutt- ist Stefán með foreldrum sínum að Lambastöðum i Laxárdal, og þar ólst hann upp ásamt systkin- um sínum þremur og vann síðan að búi foreldra sinna til 38 ára aldurs. En systkini hans eru þau Árni Leví verzlunarmaður og Ólaf- ur Ingólfur, trésmiður, báðir í Búð- ardal og Guðlaug Bjarnína, búsett í Reykjavík. Vorið 1936 keypti Stefán jörð- ina Goddastaði, sem er næsti bær við æskuheimili lians og bjó þar síðan um tíu ára skeið. Árið 1944 kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Amalíu Karólínu Þor- leifsdóttur frá Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, hinni mætustu konu. Hafði hún áður verið gift Jósef Kristjánss.vni, Jónssonar frá Snóks- dal í Miðdölum, en hann drukkn- aði niður um ís á Hvammsfirði ár- ið 1918. Eigi varð þeim Stefáni barna auðið, en dóttur hennar frá fvrra hjónabandi, Elínu Jósefsdótt- ur kennslukonu, lét Stefán sér jafnan svo annt um til æviloka hennar, sem hans eigið barn væri. Og ungur sveinn, sonur manns er lengi dvaldist á heimili hans á yngri árum, ber nafn Stefáns og bendir það ótvírætt á hlýhug föð- urins til þessa hógværa öðlings. Bú sitt á Goddastöðum stundaði hann af alúð og umhyggjusemi er voru lionum eðlislægar eigindir, byggði þar íbúðarhús og hélt jörð- inni mjög vel við. Gætti þar áber- andi snyrtimennsku jafnt úti sem inni og var kona hans honum þar samhent um. En árið 1946 brugðu þau hjón búi og fluttust til Búðardals. Stund aði Stefán þar ýmiss störf, bæði á vegum Kaupfélags Hvammsfjarðar og annarra í nærfellt tug ára. En þá fluttu þau til Stykkishólms, þar sem kona hans hafði löngum dval- izt áður fyrr. Keypti hann þar íbúðarhús og vann þar lengi í frystihúsi auk annarrar daglauna- vinnu, unz heilsuna þraut og hann hlaut eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm að leggjast á spítala, þar sern síðasta stríðið var háð, skammvinnt en þrungið óbærilegum þjáningum. Stefán Tómasson var kominn af merkum bændaættum um Húna þing, Dali og Suðurnes og iðulega fannst mér hann sverja sig greini- lega í sveit þeirrar stéttar um skaphöfn alla og eðlisþætti. Æðru- leysi, ró og festa var afall hans, trúmennska og óbifanleg samvizku semi í öllum skyldum og skiptum við samfylgdarmenn, hver sem í hlut átti. Hann var hjálpfús og ósérplæginn. hlýjan og góðvildin á hraðbergi hvar og hvenær sem var. Með slíkum mönnum er gott að lifa, enda var hann vinsæll vel og aldrei heyrði ég nokkurn mann hallmæla þessum vini mínurn. „Þagalt ok hugalt skyldi þjóð- ans barn,“ segir í Hávamálum, en í trúbók vorri kristinr.a manna stendur: „Vinnið meðan dagur er, nóttin kemur og enginn getur unnið“. Þessa lífsspeki tveggja trú arheima tileinkaði Stefán sér mörg um fremur um langa ævi. Hann var fáskiptinn við hóf og Jmgsaði sitt í einrúmi, en glaður og reifur á góðri stund. Og þær stundir voru fáar, sem hanp sást óvinn- andi. Mátti segia að honum ..ecngi aldrei verk hendi firr“. hvort held- ur var að eigin umsiá eða í ann- arra þjónustu, en hirti því minna um eftirlæti við eigin persónu. Til opinberra starfa stóð hugur hans hins vegar lítt og lét ekki lands- mál til sín taka, þótt hann hefði þar um ákveðnar skoðanir. Undirritaður átti Stefán Tómas- son að nágranna um rösklega háifr ar aldar skeið. fyrst á æsku- og þroskaárum hans lieima á Lambastöðum, síðan í búskapartíð hans á Goddastöðum og enn síðar er hann bjó í næsta húsi við mig í Búðardal. Og betri granna var naumast hægt að hugsa sér. Þar bar aldrei skugga á, hvernig sem að- stæður voru. Er notalegt að minn- ast þess, þegar leiðir skilja um sinn. f þau spor fennir aldrei og gott að hugsa til frekari samfylgd- ar upp úr morgunsári næsta til- verustigs. Eins og fleiri sem vinna hör'ð- um höndum ár og eindaga, var hann tvímælalaust í hópi þeirra þegna þagnarinnar, sem ekki þevta básúnur á torgum, en sem hverju ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.