Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Síða 14

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Síða 14
ekki auður, enda hefur Jökuldals- heiSi jafnan þótt harðbýl. Árið 1946 brugðu þau búi og fluttust til Seyðisfjarðar. Var þá Guðjón orðinn heilsuveill, en Einar sonur hans, sem hafði verið aðalfyrir- vinna heimilisins eftir að kraftar föður hans tóku að bila, var orð- inn lítt fær til gangs vegna kals á fótum er hann hlaut í mikilli hrakningagöngu í eftirleit á Brúac- öræfum. Guðjón lézt á Seyðis- firði árið 1952, en mæðginin Einar og Guðrún bjuggu saman áfram, og annaðist Guðrún heimilishald fyrir þau fram á síðustu ár. Undan- farin tvö ár hefur þó Sigrún tví- burasystir Einars, sem búsett er á Seyðisfirði og á uppkomin börn, lit ið mikið til með þeim. Börn Guðrúnar og Guðjóns voru: Sigrún, giftist Óskari Finns- syni verkamanni á Seyðisfirði. Ósk- ar lézt 1951. Einar, nú verkamað- ur á Seyðisfirði. Solveig, gift Sigurði Sigurðssyni fyrrum bónda á Brimnesi við Seyðisfjörð, nú búsett á Seyðisfirði. Arnheiður, gift Jóni Hallgrímssyni, bónda á Mæli- völlum á Jökuldal. Elís, drukkn- aði um tvítugsaldur í Jökulsá á Dal, og Hallveig. g' "t Stefáni bónda Guðmundssyni á Dratthalastóðum í Hjaltastaðaþinghá. Þær fáu staðreyndir, sem hér hafa verið taldar, eru aðeins stærstu stiklurnar í þeim lífsferli, sem lauk þegar Guðrún frá Heiðarseli kvaddi lífið, skuldlaus við heim- inn og efalítið æðrulaus og sátt við allt. Og um það líf, sem hún lifði i 37 ára búskap í Jökuldalsheiði segja þær ekki neitt. Þá sögu er ég ekki fær um að rekja. Glömp um úr henni er brugðið upp í ágætu viðtali, sem Guðrún Aðal- steinsdóttir frá Vaðbrekku átti við hana á 85 ára afmæli hennar og birtist í Sunnudagsblaði Tímans 1966. Nokkrar hugmyndir um lífið Heiðinni má fá í bókinni Frá kValdastöðum til Veturhúsa, eftir 'Björn Jóhannsson, mág Guðrúnar. Þessum þætti íslenzkrar þjóðlífs Jíiögu þyrfti þó að gera enn betri Ikil, meðan það fólk, sem þar bjó um langt áraskeið er enn ,‘ofán moldar. j Þegar ég var barn og ungling- ur heima á Aðalbóli, fór ég oft í héimsóknir aö Heiðarseli og var jstundum nokkra daga um kyrrt. iFrá þeim heimsóknum leiftra enn minningar um skyggða fleti Þver- Framhald á bls. 3 Ingibjörg G. Snæbjarnardóttir frá Hergilsey Fædd 10. nóv. 1887. Dáin 28. okt. 1968. Hinzta kveðja frá Helgu Halltjórsdóttur, Dagverðará. Kæra vinkona kveðju mína færi ég þér úr fjarlægðinni, og harma að þina hinztu daga okkar fundum bar ekki saman. Þig leit ég aðeins ellimóða, en í augum þér æskan lifði. Sál þín var ung eins og sumarmorgun eða frækorn í faðmi vorsins. Allt hið góða hjá öðrum sástu, enga þú dæmdir, sem ill verk gjörðu, öðrum^málsbætur alltaf fannstu, svo lastyrði aldrei þér lá á vörum. Margar við áttum einar saman yndisstundir, sem aldrei gleymast. Frásagnarlist og fróðleiksmolar lágu þér þá svo létt á tungu. Hergilsey var þér helgur staður. — Æskunnarjörð mun engum gleymast þar þú lifðir liðinl.ar ævi mestu sælu- og sorgarstundir. Þú unnir og skildir íslands fegurð. Fegurð blóma og bjartra nátta, fegurð hrímsins og hvítra jökla og fegurð brimhvítra bárufalda. Trúin á Krist var kjarni lífs þíns, því varstu glöð í þjónsins starfi. Auðlegð og völd þú aldrei þráðir, en lofaðir guð fyrir lífsins gjafir. Sál þinni leystri úr líkamsviðjum fagna aftur i æðra heimi ástvinir sem á undan gengu og fylgja þér inn í frið og gleði. H ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.