Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 24
Guhmundur Helgason
Súluholti
Það hverfur smám saman úr
þessum heimi, fólkið sem fæddist
á ofanverðri öldinni sem leið. Lifði
við erfiða lífsbaráttu í æsku en
átti þess kost að taka þátt í upp-
byggingu ísl. atvinnulífs og vinna
að þeirri mestu þjóðlífsbreytingu,
sem þessi þjóð hefur orðið aðnjót-
andi á einum mannsaldri, allt frá
upphafi íslands byggðar.
Einn af þeim er þessa átti kost
var Guðmundur Helgason fyrrum
bóndi í Súluholti í Villingaholts-
hreppi. Hann fæddist í Súluholti
31. ágúst 1883. Var hann næst
elztur af 11 börnum, hjónanna
Helga Guðmundssonar og Sigríðar
Björnsdóttur, sem um langt árabil
bjuggu í Súluholti og gerðu þar
garðinn frægan með dugnaði sín-
um. ráðdeild og fyrirhyggju.
Eins og áður segir var Guðmund
ur fæddur á ofanverðri öldinni
sem leið. Að honum stóðu traust-
ar bændaættir á Suðurlandi. Lífs-
barátta sveitafólksins, sem oft var
erfið og óvægin á þessum árum,
var sú lífs — lexía, sem hann
lærði í æsku. Heimilið í Súluholti
var mannmargt — systkinahópur-
inn stór og því marga munna að
metta. Þá voru engar Almanna-
tryggingar, sjúkrasamiög né önn-
ur slík aðstoð af hálfu þess opin-
bera, ef erfiðleikar steðjuðu að.
Vinnusemi, hagsýni og nægjusemi,
það voru þær heimilisdyggðir. sem
umfram allt varð að hafa í heiðri,
ef ekk.j átti verr að fara. Fólkið
f'i'fði þá fyrst og fremst kröfur
til siálfs sín, trúðj á handleiðslu
Guðs og að blessun fylgdi bami
hverju.
Um fermingaraldur fór Guð-
mundur í Súluholti fyrst til sjós
með föður sínum og rerj nokkrar
vertíðir á opnum skipum frá Loft-
s< (ðasandi. Siósókn var honum
snemma i blóð borin og 17 ára að
aidri réðíst hann á skútu og var
eftir það háseti á skútum á vetrar
vertíðum um langt árabil. Færa-
24
fiskirí var einkenni skútualdarinn-
ar. Þessi veiðiaðferð var Guðmundi
mjög að skapi, enda var hann með
afbrigðum fengsæll fiskimaður og
eftirsóttur í skiprúm. En þrátt fyr-
ir sjómannshæfni sína og aflasæld
hélt hann ávallt heim til föður
síns í sláttarbyrjun. Skyldurækn
in við heimilið og heyskapinn var
öllu öðru yfirsterkara.
Guðmundur kvæntist 23. okt. ár
ið 1920 eftirlifandi eiginkonu sinni
Vilborgu Jónsdóttur steinsmiðs í
Reykjavík. Hófu þau Guðmundur
og Vilborg búskap í Súluholti vor-
ið 1921 og bjuggu þar rausnarbúi
í meira en fjóra áratugi. Þegar
aldurinn færðist yfir, brugðu þau
búi. Þá tók við jörð og búi i Súlu-
holti, Sigurður sonur þeirra og
eiginkona lians Guðrún Hjörleifs-
dóttir frá Súluholtshjáleigu, en
þau Guðmundur og Vilborg fluttu
að Selfossi í hús Helgu dóttur
sinnar, og manns hennar Karls J.
Eiríks.
Heimili þeirra Guðmundar og
Vilborgar var jafnan fjölmennt.
Þar dvöldust foreldrar þeirra
beggja á efri árum, nutu ástríkis
og hinnar beztu umönnunar og
dóu þar í hárri elli. Hjúalán og
húsbændahylli voru jafnan heim-
ilisdvevðir í Súluholti.
Helgi, bróðir Guðmundar, var
með bróður sínum alla tíð og vann
Súluholtsheimilinu af sérstakri
kostgæfni og trúmennsku. Þar á
heimilinu var iafnan stórhugur og
framþróun. bæði úti og inni. Hús-
bóndinn og húsfreyjan voru sam-
hent o« skildu vel hvort annað.
Það var ánægjulegt að koma á
heimili þeirra híóna. Þá skorti ekki
umræðuefnið. Á skömmum tíma
var húsbóndinn búinn að fræða og
ferðast um öldur úthafsins — um
fornar fiskislóðir. — Frásagnar-
máti hans um lífið og starfið á
siónum, í blíðu og stríðu var með
fádæmum skýr og skemmtilegur
og húsfreyjan fylgdist vel með.
•
Áhugamál hennar voru þá öllu
meira við heimilið, fólkið og fram-
tíðina.
Guðmundur og Vilborg áttu 5
börn og eru þau öll á lífi. Auk
þeirra sem áður er getið eru: Ingi-
björg og Kristín búsettar í Reykja-
vík og Helgi búsettur á Selfossi.
Guðmundur í Súluholti bjó far-
sæiu búi, var ávallt velbyrgur af
heyjum, og kastaði ekki teningum
um framtíðina. Hann kunni vel að
meta nytsamar framfarir og var
félagshyggjumaður. Hann fagnaði
árangri Flóaáveitunnar á sínum
tíma, gerðist snemma félagi í
Mjólkurbúi Flóamanna og tileink-
aði sér samvinnu í verzlun og af-
urðasölu.
Guðmundur lézt á heimili sínu á
Selfossj 28. okt. sl. Starfsdagurinn
var orðinn langur og elliárin sögðu
til sín að lokum.
Nú þegar Guðmundur í Súlu-
holti er horfinn af sjónarsviðinu
lifir minningin um góðan dreng
og einlægan vin. Eðlisgáfur hans
voru slíkar, að hvar sem hann fór
stráði hann gleði og góðvilja í
kringum sig. Hann bar ekki áhvggj
ur morgundagsins í dagfari sínu,
— Þó var hann svo traustur og
sannur.
Ég minnist með þakklæti
margra ánægjustunda með Guð-
mundi í Súluholti. Fáir hafa verið
meiri aufúsu gestir á mínu heim-
ili en hann. Fyrir alla einlæmii,
fræðslu og ógleymanlegar sam-
verustundir vil ég þakka innilega
að leiðarlokum.
Stefán Jasonarson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR