Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Síða 25
70 ÁRA:
Gísli Guðmundsson Wíum
fyrrum kaupmaður
22. maí 1901 fæddist sveinbarn
að Melum, Mjóafirði eystra. Var
sveinninn brátt vatni ausinn að
kristnum sið og hlaut í skírninni
nafnið Gísli Guðmundsson Wíum.
Tveir voru bræður fyrir, Jón og
Hans. Jón fórst ungur, ofurhugi
sem fátt hræddist. Fórst í febrúar
1920.
Skútuöldin, hið mikla og vand-
aða rit, sem Gils Guðmundsson rit-
stj. og alþm. skráði, og kom út
1944 og 1946. í öðru hefti ritsins
er þetta skráð. „Þá má fullvíst.
telja að í febrúarmánuði hafi þil-
skipið Valtýr farizt með 30 manna
áhöfn. Valtýr var eitthvert stærsta
og bezta skip þilskipaflotans, rúm-
ar 90 smálestir að stærð. Þar var
valinn maður í hverju rúmi, svo
að naumast hafði nokkur skúta
samhentari og ötulli skipshöfn.
Skipstjóri Valtýs var Pétur Mika-
el Sigurðsson, Vestfirðingur að
ætt, en búsettur í Reykjavík. Marg
ir voru skipsverjar af Vestfjörð-
um, einkum Dýrafirði og Arnar-
firði.
Valtýr sást síðast á veiðum fyrir
sunnan land, skammt frá Vest-
mannaeyjum seint í febrúarmán-
uði. Hafði hann farið úr höfn 21.
febr. en íslenzk skip urðu hatis
síðast vör 28. febr. Var þá .,ð
skella á versta veður, stormur og
kafaldshríð.
Sá bylur stóð í tvo sólarhringa.
Iiéldu sumir að Valtýr hefið far-
izt í því veðri, aðrir töldu ólíklegt
að sjór og stormur hefði orðið
honum að tjóni, nema fleira kæmi
til. Bentu þefr á það, að minni og
lélegri skútur sluppu áfallalaust
úr þessum garði. Síðar skýrði ensk
ur togari frá því, að hann hefði
síðast séð þilskipið Valtý og fær-
eyskan kútter er Kristine hét
iskyggilega nálægt hvort öðru. Um
sömu mundir demdist yfir svart él
svo að skipin huldust sýn, en þeg-
ar upp birti nokkru síðar, voru
bæði horfin. Kom hvorugt þeirra
fram síðan, enda höfðu menn það
fyrir satt að þau hefðu rekizt é
í élinu. Barizt saman, brotnað af
sjóganginum og sokkið bæði á
skammri stundu. Einkennilegt var
það, að Valtýr hafði fiskað lang-
bezt allra ísl. þilskipa árið áður,
en Kristine verið aflahæst í flota
Færeyinga á þrirri vertíð. Aldrei
rak neitt úr Valtý, og ekkert upp-
leyí tist frekar um afdrif hans.
Úr Mjóafirði-eystra fórst Jón
bróðir Gísla Wíum eins og áður
greinir. Einnig Norðmaðurinn
Peter Andersen, búsettur á Kola-
bleikseyri Mjóafirði. Lét eftir sig
eiginkonu og tvær dætur á barns-
aldri
Pc.)r norski var frábær vík-
ingsi: aður, sem mér verður ævin-
lega minnisstæður mörgum
fremui og líká honum við
laiK'"1 hans Terje Viken (Þor-
geir i Vík) sem fastast sótti
róðu nn á flótta undan fjand-
mönr -m. Peter Andersen knúði
fac< 'uina, er hann einn á báti, reri
s'" að fleytan flaug fram. Það réri
lík’ega enginn fastar á Mjóafirði,
þótt fullyrða megi að þar voru
‘sb'rkir ræðarar, enda meö áratuga
þiálfun. Gísli Wíum lærði þar ára-
lagið.
Hans, bróðir Gísla, lifir aldur-
hniginn og blindur lengi. En með
dapra sjón og nærri blindur vann
hann hin ótrúlegustu störf á eign-
arjörð sinni Reykjum, Mjóafirði og
reikar þar eflaust um grundir með
an fjör endist. Vinnudagur hans
er orðinn langur.
Guðmundur Hansson bóndi rað-
ir Gísla bjó alllengi í Skógum M ■ óa
firði en einnig fleiri stöðum við
fjörðinn, ásamt konu sinni Þór-
unni Sveinbjörnsdóttur og sonum.
Þau voru austfirzk'-ar ættar bæði.
Fólkið vann mikið, en bar oft iít-
ið úr býtum þrátt fyrir strit og
áliyggjur vegna lífsbaráttunnar.
Guðmundur Hansson faðir Gísla
átti samt daga sem hann naut svo,
að örðugleikar hurfu að líkindum
alveg, eða svo virtist mér,
sem lengi þekkti hann og fjöl-
skylduna í Skógum, en það voru
dagarnir við fjallgöngur og við
skilarétt haust hvert. Þá var Guð-
mundur Hansson konungui', sem
lét til sín taka. Við fórum ekki
varhluta af því strákarnir sem not-
azt var við í göngunum og hund-
arnir. Við gáturr. hvorki setið eða
staðið svo karlinum líkaði og hund
arnir geltu í ótíma. Allt gerðum
við skakkt eins og hinn frægi her-
maður Sveinn Dúfa. Þess utan var
Guðmundur ljúfmennskan ein. Nú
réði Guðmundur Hansson bóndi.
Auðugur var liann ekki, heldur
líklega hið gagnstæða. En þarna
var hann í essinu sínu, glöggur og
öruggur. Altalað var að liann
þekkti fjármark hvers manns í
fjölda hreppa um firðina og á hér-
aði. Það var sérgáfa hans. Ekki
handlék hann markaskrána að
séð væri, lieldur sótti 1 hugar-
fylgsni sfn. Ekki heyrði ég bornar
brigður á úrskurð hans og dóm.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir móð-
ir Gísla gaf mér margan góðan
kaffisopaim og brauðsneiðina. !’ór-
unn í Skógum — og síðar á .' sk-
nesi, en þangað flutti liún eftii 'át
manns síns ásamt sonum sín m,
en eldri drengirnir Hans og lón'
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
25