Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 20
þótt ekki væru þau rík. Og þarna í Bæ ólst Sesselja upp og dvaldist þar til hún liðlega tvítug giftist Jóni Hjaltalín Brandssyni og stofn aði með honum sitt eigið heimili að Berufirði. Þau hafa áreiðanlega vitað hvað þau gerðu gömlu Berufjarðarhjón in, er þau seldu uppeldi dóttur sinnar í hendur læknishjónunum í Bæ. í þá daga var Bær í Króks- firði eitt þekktasta myndar- og menningarheimili landsins. Heim ilið og húsráðendur, hvort tveggja rómað fyrir gestrisni og góðvild og háttvísan heimilisbrag, og auðvitað fann Sesselja litla þar fyrir mjúk- ar móðurhendur, sem kunnu ekki að gera mun á henni og eigin dætrum. Sjálf hefur Sesselja á skemmtilegan og hugnæman hátt lýst þessu merka heimili í grein- inni „Frá Bæ í Króksfirði“, sem kom í Lesbók Morgunblaðsins, 24. desember 1965. Við lestur hennar rennir maður grun í þau mikil- vægu, mótandi áhrif, sem Sesselja hefur orðið fyrir við að alast upp á slíku heimili — og eins hve já- kvætt og eiftudrjúgt það veganesti hefur orðið henni, sem hún bar þaðan méð sér inn á sitt eigið heimili. Þess var getið, að þau ungu hjónin, Sesselja og Jón, hafi hafið búskap í Berufirði. Þar var ekki leitað langt eftir staðfestunni, þar sem bæði voru fædd og uppalin í Reykhólasveitinni. Ekki urðu þó mörg búskaparárin í Berufirði. Fluttust þau þaðan að Bakka í Geiradal (næstu sveit) og voru þar eitt ár. Þá var aftur snúið heim til Reykhólasveitar og nú að Kambi, er var næsta býli við Bæ í Króksfirði og örskammt á milli. Þetta var árið 1906 — og á Kambi bjuggu þau síðan óslitið í 40 ár. Reykhólasveitin er alivíðáttumik il sveit og fjöibreytt að landkost- um og landslagi — og næsta langt milli sveitarendanna í austri og vestri. Segja má að Kambur sé mjög nálægt þeim eystri, en aftur var bær foreldra minna ekki langt frá vesturenda sveitarinnar og sennilega því eitthvað um 4ra til 5 tíma ferð á hesti milli þessara bæja. Þetta var alltof langur veg- ur til þess að tíðförult gæti verið milli staðanna af börnum og kven fólki. Helzt að sæist bregða fyrir andlitum frá fjarliggjandi bæjum við Reykhólakirkju á fermingar- dögum eða öðrum háhelgum. En þrátt fyrir seinlátar og frumstæð- ar samgöngur, voru bæirnir innan þessa fámenna sveitarsamfélags tengdir undarlega sterkum og lif- andi böndum. Alltaf voru einhverj ir á ferð til að styrkja tengslin milli fjarliggjandi bæja og sveitar hluta, og á hreppsfundum hittust góðbændur og ræddu um landsins gagn og nauðsynjar og ýmis að- kallandi mál innan sveitarfélags- ins. Af öllu þessu spratt ekki svo lítil kynning, kunningsskapur og vinátta eftir manngerð og mann- kostum hvers. Og rausnarheimilin, sem stóðu nær þjóðbraut og á hvíldi mikil gestakoma, gátu ekki sett ljós sitt undir mæliker. Því var það, að fyrir löngu hafði ég heyrt Kambsheimilisins getið og húsbændanna þar áður en ég hafði persónuleg kynni af þeim, og allt- af var það á einn veg. Að væna Kambshjón um tvöfeldni eða ódrengskap í orði eða verki var álíka mikil fjarstæða og að kalla hvítan svan svartan. Svo hreinskiptinn og öruggur í öllum viðskiptum og orðum þótti Jón bóndi, að svik „í hans munni“ var algjörlega óhugsanlegt fyrir- bæri. Ég heyrði hann og talinn ein hvern bezta bónda sveitarinnar. Ekki vegna þess, að hann byggi svo stórt, lieldur af því að hann bjó svo vel. Hann var hverjum manni duglegri til allra verka, ávallt brennandi af kappi og áhuga, en gætti þó að vanda hvert handtak, svo að hvergi var snyrti- legar „um garða gengið“, en hjá honum. En heima hjá húsfreyj- unni sat risnan í öndvegi — ásamt samofinni glaðværð, góðvild og háttvísi. Ég ætla að ég hafi verið 10 ára hnáta, þegar ég fyrst sá Jón bónda á Kambi, svo að ég tæki eftir hon- um. I*tfð var þá eina bjarta vor- nótt, er óg vakti yfir vellinum heima, að ég sá tvo menn mér fjarska ókunnuga hamast við að hlaða upp nýjan húsvegg úr þykk um, brúnum torfuhnausum — rétt hjá fjósinu. Það var reyndar verið að byggja hlöðu við fjósið, og Jón á Kambi hafði verið fenginn til — ásamt mági sínum — að hlaða veggina, enda myndi hann nú ef- laust vera talinn fagmaður í þeirri iðn. Sem barni var mér sérstaklega minnisstætt, hve annar maðurinn hafði fallegt skegg og dökk, leiftr- andi augu. Það var hann Jón, bónd inn á Kambi — vissi ég seinna. Og árin liðu. Börnin voru orðin að unglingum, unglingarnir að full orðnu fólki, og sumt það elzta af eldri kynslóðinni hafði þegar lagt forráðin í hendur þeim yngri. Að árum til var ég víst komin í tölu hinna fullorðnu — liðlega tvítug — þótt grunnt væri enn á feimn- inni cg kjarklítilli unglingssálinni. Og nú átti ég að fara að kenna börnunum í sveitinni — og þetta var fyrsti kennsluveturinn minn! Bezt að tala sem minnst um kjark inn og áhyggjurnar. Auðvitað var um farskóla að ræða. Átti að vera a.m.k. á þremur bæjum um vetur- inn, m.a. á Kambi, en ekki var hann fyrstur í röðinni. Svo kom nú að því að skólinn flutti þangað. Ekki voru húsakynnin ríkmannleg, bærinn orðinn gamall (gott íbúðar hús byggt nokkru seinna) en sæmi lega rúmgóður eftir því sem gerð ist — baðstofan allstór og stofa undir loftinu. Þar hélt skólinn til. Ekki var margt í heimili á Kambi um þessar mundir. Húsbóndinn fjarverandi í sjúkrahúsi mestan tímann, eldri dóttirin gift og hin eldri börnin farin að heiman til náms. Sitthvað var þó eftir á skóla aldri handa mér, m.a. ungur pilt- ur, sem átti að fermast þá um vor- ið, en yngstu börnin — tvíbura- drengir — léku sér enn að leggj- um á baðstofupalli. Eitthvað var af vinnufólki — þó fátt — og svo var hún Sesselja. Hún var þá mið- aldra kona, komin yfir fertugt. Hafði átt sín 10 börn og staðið fyrir mannmörgu og gestkvæmu heimili í meira en tvo áratugi. Ekki man ég hvort ég hafði séð Sesselju fyrr — gat skeð við kirkju. En liitt er víst, að nú kynntist ég henni. Þarna var ég komin, inn- hverfur, feiminn og uppburðalítill unglingur. En samt — áður en ég vissi af, var ég skriðin út úr skel- inni. Hún hafði eins og opnazt sjálf krafa fyrir ylgeislunum frá henni Sesselju — glaðværðinni og móð- urlegu hlýjunni, sem luktist um mig eins og mjúkur faðmur. Jú, sannarlega var mér margvís legur ávfnningur af að kynpast henni Sesselju. Hún var svo opin og einlæg, þótt hún væri að mikl- um mun bæði eldri og lífsreynd- ari en ég. Fann óg fljótt, að hún var fróðari og víðsýnni en almennt gerðist, enda uppalin á heimili, þar sem gnægð var góðra bóka og þær daglega um hönd hafðar. Ljóð góðskálda 19. aldarinnar kunni 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.