Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 15
blanda geSi við fól'k. Hún var fé- lagslynd og taldi ekki eftir sér að leggja fram kraftana 1 hverjum þeim félagsskap, er hún starfaði í. Sérstaklega er mér þetta minnis- stætt frá samveruárunum í Flatey og umfram allt vil ég þakka henni fyrir stuðning hennar við kirkju- sönginn í Flateyjarkirkju. En Sigríður Jóhannsdóttir var fyrst og fremst húsfreyjan. Hún helgaði fyrst og fremst heimilinu krafta sína, enda var það frábært að snyrtimennsku og þokka. Gest- risni og hlýja réðu þar ríkjum, og þar var ekki farið í manngreinar- álit. Og ég verð að segja það, að ég dáðist oft að því, með hve mik- illi nærgætni hún umgekkst og annaðist þá, sem bjuggu við ein- stæðingsskap og til hennar komu. Alltaf tilbúin að liðsinna og skjóta skjólshúsi yfir. Og það var gest- kvæmt oft á heimili hennar. Marg- ir þurftu að hitta eiginmann henn- ar, sem gegndi mörgum trúnaðar- störfum, meðan hann var í Flatey. Og eftir að þau komu til Reykja- víkur var heimili þeirra eins kon- ar samastaður eyjamanna, er suð- ur komu og þurftu oft að leita margs konar aðstoðar, sem fúslega var látin í té. Sigríður stóð sann- arlega ekki ein. Hún var svo ham- ingjusöm að eiga góðan og sér sam hentan eiginmann og börn, sem studdu hana í hvívetna. Ég hef sjaldan kynnzt fjölskyldu, sem var eins samheldin og samhent og fjöl skylda Guðmundar og Sigríðar. Þar ríkti gegnkvæmt traust og ást- úð, þar var eitt hjarta og ein sál. Og þessa er sannarlega gott að minnast nú, þegar elskuleg eigin- kona og móðir er kvödd. Ég á margar góðar minningar um indælar samverustundir á heimili þeirra hjóna, Guðmundar og Sigríðar Jóhannsdóttur, bæði í Flatey og hér syðra, sem mér ber ríkulega að þakka, en umfram allt þakka ég vináttu þeirra og tryggð. Ég votta Guðmundi Jóhannes- syni og börnum hans innilega sam úð mína og fjölskyldu Siinnar, en gleðst þó um leið yfir þVí með þeim, að ástvinur þeirrá hefur fengið lausn úr efnisfjötrum til þess meira að starfa guðs um geim. Og það imætti vera ykkur huggun að minnást þess, að „anda, sem unnast — fær aldregi — eilífð að skilið“. S.S.H. t Miðvikudaginn 11. ágúst lézt í Borgarspítalanum í Reykjavík eft- ir langa og þunga sjúkdómslegu frú Sigríður Jóhannsdóttir Barma- hlíð 55 í Reykjavík. Sigríður fæddist í Flatey á Breiðafirði 12. júní árið 1900. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhann Arason skipstjóri og Valborg Jóns dóttir. Sigríður ólst upp á heimili foreldra sinna við mikiff ástríki, ásamt tveimur eldri bræðrum og einum fósturbróður. Auk venjulegs barnaskólanáms og menntunar og menningaráhrifa góðs heimilis eins og bezt gerðust á öndverðri 20. öld, stundaði hún nám við Kvennaskólann í Reykja- vík með góðum árangri, sem sann- aðist bezt þeim er til þekkja á hinu smekklega og prúða heimili, er liún síðar skóp eiginmanni sín- um og börnum. Hinn 8. desember 1923 giftist Sigríður Guðmundi Jóhannessyni frá Skáleyjum, loftskeytamanni við loftskeytastöðina 1 Flatey. í Flatey reistu ungu hjónin sér bú og bjuggu við miklar vinsæld- ir unz loftskeytastöðin í Flatey var lögð niður og Guðmundur gerðist starfsmaður Landssímans í Reykja vík. Þegar ég nú á kveðjustund rifja upp minningar um Sigríði Jóhanns dóttur koma mér fyrst í hug orð eins og: Prúðmennska, góðvild, lát leysi og kærleikur. Mig grunar að ekki sér skotið langt frá marki þó að sagt sé, að á þeim þáttum hafi mest borið í fari hennar. Henni var ekki tamt að láta á sér bera. „Heimilið var henni allt“, var vitn isburður sonar hennar, er við lít- illega ræddum um móður hans Hún var í hópi margra góðra kvenna, sem skilja, að heimilið er sá vermireitur, sem yljar, mótar og þroskar ungar sálir og er þeim Ijós fram á langan og torsóttan veg. Það hefur verið sagt að aug- un séu spegill sálarinnar, en mig grunar líka að úr svipmóti heim- ilis megi Jesa sál konunnar og í því sambafidi skipta ytri aðstæður engu máll. Sigríðúr var mjög söngelsk og mun söriggyðjan oft liafa yljað heririi unt hjarta og aukið á þokka hennar prúða heimilis. Þó að hér væri áður tekið svo til orða, að Sigríður hafi skapað manni sínum og börnum fagnrt heimUi, er á engan hátt vanmet- inn þáttur eiginmanns hennar L þeirri uppbyggingu, og því síður þegar höfð er í huga hin alkunna prúðmennska hans og smekkvísi, en ég held að fullkomið heimili verði aldrei skapað án góðrar konu. Ég held að sú þjóð, sem á margar heimiliskærar, kærleiksrík ar og góðar konur á borð við Sig- ríði Jóhannsdóttur verði aldrei illa á vegi stödd, því ég trúi því að þær öðrum fremur beri í lófa sér gull framtíðarinnar. Þess vegna verða störf þeirra aldrei fullþökk- uð, en eru af of mörgum vinmec- in. Þessum kveðjuorðum fylgja sér staklega frambornar þakkir frá barnabörnum Sigríðar, sem nú trega fórnfúsa og kærleiksríka ömmu en munu ávallt geyma minn ingu hennar í þakklátum huga. Að leiðarlokum þakka ég þér Sigríður og eiginmanni þínum langa og trúa vináttu mér og mín- um sýnda. Og þér vinur og frændi Guðmundur Jóhannesson, börn- um þínum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ættingjum og vinum hinnar látnu, votta ég hug- heila samúð mína og minna. Ég veit að skilnaðurinn er sár, en ég veit að þið eigið öll trú á endur- fundi. Megi sú trú verða ykkur huggun gegn harmi. Theodór Daníelsson. t Kveðja til ömmu. Fyrir fáum árum komum við fyrst inn á heimili þitt, þá með öllu ókunnug. Frá þeirri stund nut um við þar umhyggju og ástar, sem hefðum við dvalizt þar frá fyrstu bernsku. Það þarf góð- mennsku og réttsýni til að taka þremur ókunnugum börnum sejn væru þau manns eigin, en þetja auðsýndir þú okkur í ríkasta mæ|i. En það gleymist oft 1 dagsins önn að þakka það sem vel er gert, og að lokum er það orðið um seinari. Því viljum við nú þakka þér óg Guðmundi afa alla þá ástúð sem við urðum aðnjótandi á heimilí ykkar. Við þökkum Um leið og við kveðjum. Páll, Famiý, Herjólfur. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.