Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR ____________________TllWANS 14. TBL. — 4. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. SEPT. 1971 NR. 63 Minning um hjónin frá Snartartungu Guðbjörgu Jónsdóttur og Sturlaug Einarsson Nú, þegar fyrrverandi nágranna kona mín, háöldruð eða nær 98 ára, er nýlátin, endurspeglast liðni thninn, og mig langar að festa á blað nokkrar minningar um þau hjónin Guðbjörgu Jónsdóttur og Sturlaug Einarsson, sem um langa hríð bjuggu í Snartartungu í Bitru, ásamt börnum sínum, í næsta ná- grenni við foreldra mína og okkur systkinin, — þar sem aðeins Tunguáin aðskildi túnin á heimil- um okíkar. Það gefur því auga leið, að þarna var um mikið samband að ræða milli heimilanna bæði í starfi og gleðskap og leikjum og minnist ég þess ekki, að þar bæri nokk- urn skugga á, sem orð væri á ger- andi. Sturlaugur fæddist í Snartar- tungu, sonur Einars Þórðarsonar bónda þar, og Guðrúnar Bjarna- dóttur frá Þórustöðum. Voru þau talin sæmdarhjón og í tölu stærri búenda á þeirri tíð. Foreldrar Guðbjargar voru Jón Jónsson bóndi á Krossárbakka í Bitru ættaður úr Geiradal og 'kona hans Þórey Jónsdóttir frá Ásgarði í Dölum Magnússonar skálds frá Magnússikógum. Guðbjörg og Sturlaugur byrjuðu búskap sinn á Þiðriksvöllum í Hróf bergshreppi árið 1896 og bjuggu þar til 1903 er þau fluttust að Snartartungu, þar sem þeirra aðal- ævistarf var unnið. Fæddur 21. október 1864. Dáinn 8. júlí 1949. Ég hygg, að fyrstu búskaparár- in hafi þau búið við fremur þröng an fjárhag, eins og svo margir á þeim árum, en smátt og smátt rættist úr því eftir að þau komu að Snartartungu, enda er sú jörð ein af þeim beztu í Strandasýslu. Ekki verður annað sagt, en að bú- skapur þeirra hjóna væri með myndarbrag, og snyrtimennska áberandi utan húss og innan, enda Fædd 21. september 1873. Dáin 20. júlí 1971. voru þau bæði samvalin hvað nýtni, sparsemi og verklagni snerti. Á þeim árum voru útihús yfirleitt byggð úr torfi og grjóti, og er mér mjög minnisstætt hve vel voru hlaðnir kjallaraveggir í hlöðunum hans Sturlaugs í Tungu. Það var listaverk út af fyrir sig, og má víst sjá merki þess enn í dag. Sturlaugur í Tungu var mjög NINC

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.