Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Qupperneq 28

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Qupperneq 28
SJÖTUGUR: Einvaröur Hailvarðsson STARFSMANNASTJÓRI hann fengið fyrir þær nokkurn veginn viðunandi verð, í saman- Í4irði við það verðlag er þá gilti. Það sýnir náttúrlega ekki alveg rétta mynd af verðlaginu þá og nú, en má þó hafa til hliðsjónar, að árið 1949 er enska pundið skráð á 26 kr. íslenzkar, en nú í ár á 210 krónur. Þó að við Grímur kynntumst lít ið fyrr en hér í höfuðstaðnum, eft- ir að hann var löngu hættur öll- um umsvifum og atvinnurekstri, kom hann mér jafnan fyrst og fremst fyrir sjónir, sem hinn áhugamikli og bjartsýni fram- ta^EmcLamaður, er aldrei lætur það bíða til morguns sem hægt er að gera í dag. Það er ugglaust rétt, að á fyrri manndómsárum hefur sumum samborgurum hans þótt hann helzt til ráðríkur og óbil gjarn, eins og hann sjálfur víkur að í fyrrnefndu viðtali í bókinni „Hrafnistumenn“, þá er hann spyrndi á móti broddunum og þeirri þjóðfélagsþróun, sem hon- um var ekki að skapi. Þeim kafla ævi hans er ég með öllu ókunn- ugur, þar eð hann var orðinn göm ul saga, þegar ég átti heima á Álftafirði. Hve sterk þau bönd voru, sem tengdu Grím Jónsson við æskustöðvarnar og mannlífið þar á hans mörgu starfsárum, er þó öllum augljóst nú. Vorið 1965 stofnuðu þau hjón, Grímur Jónsson og Þuríður Magn- úsdóttir, Menningarsjóð Súðavíkur hrepps með 214,000 kr. — tvö hundruð og fjórtán þúsund króna — stofnfé. Sjóðurinn er stofnað- ur til minningar um foreldra Gríms, Jón V. Hermannsson og Guðrúnu Jóhannesdóttur, og skal 'hinn nýji sjóður taka við eignum Styrktar- og sjúkrasjóðs Súðavík- urhrepps, sem stofnaður var árið 1929 af Jóni V. Hermannssyni og Grími syni hans. Markmið Menn- ingarsjóðsins er að styrkja menn- ingarmál í Súðavíkurhreppi. Styrk þegar geta verið einstaklingar, stofnanir og málefni, sem stuðla að markmiði sjóðsins. Úthluta skal hverju sinni helmingi vaxtatekna af stofnfé, en leggja hinn helming- inn við höfuðstólinn, sem aldrei má skerða. Úthluta skal úr sjóðn- um í fyrsta sinn árið 1970, á fæð- ingardegi Gríms Jónssonar og síð- an á sama degi ár hvert. Ennfrem- ur segir í skipulagsskrá sjóðsins, að á stofndegi hans, hinn 5. apríl árið 1965, Skuli gefa öllum börn- Laugardaginn 31. júlí síðastlið- inn á björtum og fögrum sumar- morgni var ég í góðra vina hópi ferðafélagi Einvarðar Hallvarðsson ar, starfsmannastjóra Landsbanka íslands, loftleiðis til Hafnarkaup- túns við Hornafjörð, og vorum við báðir, ásamt fríðu föruneyti, gest- ir bankaráðs Landsbanka íslands, er þann dag opnaði útibú bankans þar á staðnum með glæsibrag og myndarskap. Verður þessa atburð- ar síðar minnzt í Bankablaðinu. Við Einvarður tókum orðræður saman og minntumst fortíðar okk- ar og fyrstu kynna, en áður höfð- um við báðir verið togarajaxlar. Hann á hásetafjöl hjá Sigurjóni Mýrdal, skipstjóra á togaranum Ými frá Ilafnarfirði og Glað frá Reykjavík, en skipstjóri þar um borð var landskunnur aflamaður og ágætisdrengur, Ingvar Einars- son. Síðastliðna nærri fjóra áratugi hafa leiðir okkar Einvarðs legið um sama farveg í margslungnum félagsmálum bankamanna, þótt daglegur starfsvöllur okkar hafi um fæddum í Súðavíkurhreppi á árunum 1960—1964, sparisjóðsbók með 100 kr. — eitt hundrað króna — innstæðu, og síðan árlega til hvers barns, sem fætt er í hreppn- um árið á undan. Á hverju ári frá stofndegi jók Grímur við sjóð þennan, svo að nú er hann að upphæð um 1,500,000 kr. — ein og hálf milljón krónur. — Eins og fyrir er mælt í skipu- lagsskrá sjóðsins, var úthlutað úr honum í fyrsta sinn hinn 5. apríl árið 1970, og voru það 47,000 kr. — fjorutíu og sjö þúsund krónur, — en s.l. vor var úthlutunarupp- hæðin 50,000 — fimmtíu þúsund krónur. í fréttatiikynningu, sem birt var við fyrstu úthlutun úr sjóðnum, en þá voru þau hjón bæði enn á lífi, segir svo: verið haslaður sinn í hvorri stofn- un. Á sjötíu ára heiðursdegi Ein- varðs rifjaði ég upp sitthvað, er á góma þar í viðtali okkar og hann svaraði mér greiðlega. Einvarður Hallvarðsson starfs- mannastjóri Landsbanka íslands í Reykjavík, fæddist í Skutulsey í Hraunhreppi í Mýrasýslu, 20. ágúst 1901. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður G. Jónsdóttir og Hallvarð ur Einvarðsson, búendur þar. Skut ulsey var ekki stór eyja, en kosta- jörð vegna hlunninda. Hún hefir verið í eyði um allmörg ár að und- anförnu. Einvarður var næstelztur sjö systkina sinna, 11 ára gamall, er faðir hans andaðist aðeins 41 árs að aldri. Má geta nærri að hart hafi þá verið í búi hjá ekkjunni og börnin þurftu ung að berjast til mennta og bjargálna af eigin rammleik. Ég kynntist persónu- lega þremur bræðrum Einvarðs, Jónatani fyrrum hæstaréttardóm- ara, Jóni fyrrum sýslumanni Snæ- fellinga og Sigurjóni, skrifstofu- „Sjóðstofnun þessi er mjög at- hyglisverð og sýnir þá miklu tryggð og umhyggju þeirra sæmd arhjóna, Gríms Jónssonar og Þur- íðar Magnúsdóttur, er þau bera til síns gamla byggðarlags og íbúa þess. Þessa myndarlegu gjöf þakka Súðvíkingar, og mun hún á ókomn um árum verða þeim iivatning til að ávaxta sem bezt þetta framlag til uppbyggingar og menningar- mála í byggðarlaginu“. Undir þessi orð munu allir gaml ir Álftfirðingar taka, þótt í firð séu farnir. Eftir andlát frú Þuríð- ar síðást liðið haust hnignaði heilsufari Gríms, unz hann lézt að- faranótt annars páskadags s.l., þá áttatíu og sex ára að aldri og einni viku betur. 16. ágúst 1971, Jóliann Hjaltason. 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.