Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 11
áhuga á málum. Hann var vel máli
farinn, þrátt fyrir málheltina.
Eins og fyrr segir, hneigSist hug
ur L/eifs snemma að bókmenntum
og ritstörfum. Það var hans heim-
ur. Hann þýddi ýmsar smásögur,
sem birtust í ýmsum tímaritum og
um tíma var hann ritstjóri'tíma-
rits, sem Helgafell gaf út og nefn-
ist „Það bezta“.
Leifur var mikill smekkmaður
á íslenzkt mál, og mjög vel ritfær.
Merkasta þýðing hans var hin stór
merka skáldsaga, Stríð og friður,
eftir Leo Tolstoj. Þú þýðing fékk
góða dóma skynbærra manna á ís-
lenzíkt mál. Ekki má því gleyma,
að Leifur var ágætur hagyrðingur
og urðu sumar vísur hans land-
fleygar, t.d. þessi:
Ungu slkáldin yrkja kvæði
án þess að geta það.
Á Ingólfskaffi er ég í fæði
án þess að éta það!
Ýmsir eignuðu Steini Steinarr þá
vísu. Hnyttileg tilsvör Leifs nutu
sín og vel á stundum í vísum hans.
Hann var ekki í vandræðum með
að svara fyrir sig, er hann átti í
málaþrasi við kunningja sína.
Dæmi um það er þessi saga:
Iíagmæltur kunningi Leifs kast-
aði einu sinni fram þessum vísu-
part:
Bilið er langt milli Leifs og
manns,
en löngum er hann þó glaður.
Leifur botnaði strax:
Því langalangafi hans
var landskunnur heiðursmaður!
Geri aðrir betur í flýti! Og þetta
var ekkert skrum vegna rímsins,
því að langafi Leifs, i föðurætt, var
Þorleifur ríki Kolbeinsson á
Stóru-Háeyri og langa-langafi Þor-
leifs var Skafti lögréttumaður Jós-
epsson (faðir sr. Þorleifs próf. 1
Múla). Leifur var mjög söngvinn,
eins og hann átti kyn til og kunni
vel að gleðjast með glöðum. Og
vel var það, að hann kvaddi þetta
líf í glöðum hópi góðra vina 2. ág.
8.1. þjáningalaust, að þvi er virtist.
Hann var þá nýbyrjaður að vinna
aftur, eftir nokkurra vikna sjúkra
húsvist.
Ég læt hér staðar numið, þó
fleira mætti segja. Ég hugsa til
Leifs með einiægu þakklæti fyrir
okkar kynni. Hann byrjaði sem
nemandi minn, en seinni árin var
ég nemandi hans í þeim fræði-
greinum, sem voru eftirlæti hans,
en ég aftur fákunnandi. Hann var
ágætur sögumaður og minnið frá-
bært. Ég óska honum velfarnaðar
á nýjum leiðum í hópi horfinna
vina, sem bíða okkar hinna á
ströndinni handan móðunnar
miklu.
Ingimar H. Jóhannesson
f
Svo snart Leifur Haraldsson
samferðamenn sína í lífinu,
að margir hafa orðið til þess að
minnast hans látins. Öllum kemur
saman um, að hann hafi verið sér-
stæður persónuleiki og eftirminni
legur þeim sem eitthvað höfðu
saman við hann að sælda.
Ég átti þess lcost að kynnast
Leifi heitnum allnáið og eiga við
hann samstarf um tíma. Það var
í sambandi við afmælishefti Sam-
vinnunnar 1949 undir ritstjórn
Hauks Snorrasonar, í tilefni af 30
ára afmæli Samvinnuskólans. Meg
inefnið var ritgerðir nemenda frá
flesturo árgöngum, mjög sundur-
leitt og frágangur handrita með
ýmsu, ósamræmdu móti. Mér er I
fersku minni, hve mikla og þrot-
lausa alúð Leifur sýndi við þetta
verk, og hversu nákvæmni hans
og vandvirkni var einstök. Þarna
var þó ekki seilzt til launa, ég man
ekki hvort hann fékk nokkuð fyr-
ir þetta, og var hann þó atvinnu-
lítill um það leyti. Mér satt að
segja ofbauð og fannst Leifur
ganga alltof langt í nostursemi
sinni og kröfuhörku. En hann hélt
rólegur og staðfastur sitt strik og
lét hvergi haggast af óþreyju
minni. Ég var honum þá stundum
gramur, en lærði síðar að meta þá
mannkosti, sem hér lágu að baki,
og skilja, að öll vandvirkni og ná-
kvæmni var honum lífsþörf, sem
hann varð að fullnægja.
Þótt samband okkar Leifs Har-
aldssonar væri löngum ekki mjög
náið síðar, man ég þó ekki til þess,
að við hittumst nokkurn tíma án
þess að heilsast oe talast við lengri
eða skemmri tíma, hvenær og
hvar sem var. Og það var ekki
eins og að hitta hvern sem var, að
hitta Leif og eiga orðastað við
hann. Alltaf fór maður auðugri af
hans fundi, og skiptl \ þri sam-
bandi engu, hversu ratfiningar
stönguðust á eða féllu samati Leif
ur sagði alltaf eitthvað eftirmirni-
legt og oft ógleymanlegt. SniftV
yrði hrutu honum ósjaldan af vör-
um. Það var því ekki að furða,
þótt hann væri prýðilega ritfær og
mælskur á sinn hátt, enda muna
hann margir frá þeim vettvangi.
Mér er það í minni, að oft
kvöddumst við Leifur í hálfkær-
ingi og stundum meira en það. En
þetta kom ekki í veg fyrir það, að
mér þætti einhvern veginn alltaf
vænt um hann, og ég er alls ekki
frá því, að uppáfallandi þykkja
okkar hafi beinlínis orðið til þess,
„að skerpa kærleikann". Ég sem
sagt trúi því, að Leifi hafi a.m.k.
ekki verið mjög illa við mig. Til
þess að svo gæti verið, sýndi liann
mér alltof mikla tryggð og rækt-
arsemi — langt umfram það, sem
ég verðskuldaði — og takmarkað-
ist umhyggja hans engan veginn
við mig sjálfan, heldur náði einn-
ig til konu minnar, sona okkar og
jafnvel barnabarna. Slíkur var
drengskapur þessa mikla tryggða-
trölls, og segir þetta ekki svo lítið
um manninn.
Stundum — þó alltof sjaldan,
finnst mér nú eftir á — kom Leif-
ur heim til okkar. Svo gerði hann
t.d. þegar ég varð fimmtugur. Þar
flutti hann snilldartækifærisræðu,
þrungna í senn mannviti og kátínu,
og kom víða við. Þar vantaði held
ur ekki nokkra sárbeitta brodda,
(hann átti þá til), í garð sumra
manna og málefna, sem honum
fannst koma við sögu. Var það eft-
irminnilegur málflutningur.
Litlu síðar, er mágur minn,
Magnús Gislason, hafði m.a. sung-
ið „Bjórkjallarann“ á sænsku, og
Leifur var orðinn „mátulegur“,
kom hann til mín og sagði okkur
vanta íslenzkan texta, svo við gæt-
um sungið öll. Lét hann mig svo
skrifa upp eftir sér nýorta vlsu
sína, þá á stundinni — þýðingu eða
stælingu — undir þessu þekkta og
vinsæla lagi, hvar hann náði vel
anda og stemningu drykkjuvísunn
ar, sem okkur líkaði svo vel, að
hún varð þá þegar einn vinsælasti
söngur okkar. sem þarna vorum
þá samankomnir. eftir að Magnús
hafði innleitt lióð og lag með sín-
um fimbulbassa. Ég held ég muni
rétt þetta stundarbarn Leifs, sem
við dáðumst að, m.a. vinur minn
f SL END3NGAÞÆTTIR
11