Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 4
Hann var annar vélstjóri á Sigur- íara. Jarðsettur var hann á Djúpa vogi 28. apríl þ.á. Haf aldrei neitt eftir öðrum, þá mun enginn álasa þér. Vér minnumst Ævars Rafns ívarssonar, fæddum að Hofsósi 24. september 1940, sonur hjónanna Aðalbjargar Kjartansdóttur og ívars Björnssonar. Hann var elzt- ur af sex systkinum, en var að miklu leyti alinn upp hjá ömmu sinni á Hofsósi, Jóninnu Hermanns dóttur. Eftir örlítið unglingshik fór hann að stunda sjó, og á ver- tíð í Sandgerði kynntist hann horn firzkri heimasætu, Guðlaugu Mar- gréti Káradóttur. Þau fluttu síðan hingað og hann var að rótfestast hér, eftirsóttur til starfa og var að byggja yfir fjölskyldu sína íbúðar hús, er honum var svo óvænt á brott kippt. Þau hjónin áttu þrjá sonu, Halldór Kára, Björn Jón og Steinar Má. Hann var jarðsunginn frá Hafnarkirkju 19. maí 1971. Það tíðkast nú að velja sér eink unnarorð. það gera t.d. allmörg fermingarbörn og fara með þau fyrir framan altari á fermingardag inn sinn. Gott er ef þau eru mun- uð og -eftir þeim lifað, en hitt er þó betra, er líf einhvers meðbróð- ur vors er á þann veg að það megi einkennast af einhverjum fáum en góðum orðum. Ein slík setning var hér flutt að upphafi þessara fáu og fátæklegu orða um Ævar Rafn, þennan dula, prúða, kyrrláta og reglusama mann, er virtist setja sér það mark að sín skyldi ætíð að góðu getið, hvar sem hann kom að málum, — en dró sig í hlé úr deilum og tók þar ekki í þátt. Hann tók líka meiri og betri þátt í heimilisstörfum en almennt er, enda matsveinn að atvinnu. Til eiginkonunnar, sem missti þarna í einu mann sinn og bróð- ur, hugsum vér áreiðanlega öll með óskiptri samúð. Ég vona að hún finni, að þó það sé gott að geta staðið einn og óstuddur, og að sá hinn sami sé stundum tal- inn sterkastur, þá er það ekki að öllu leyti rétt. Allir þurfa skjól, og þá Þöll er á bersvæði stendur, hana næðir. Þess bið óg alla, er orð mín heyra að minnast. ; Auðvelt er Drottni við endadægur , að gjalda hverjum eftir gjörðum hans. 4 Vér minnumst Kristjáns Heið- ars IIi nnessonar, er fæddist 22. júní 1949, sonur hjónanna Lilju Árnadóttur og Hannesar Kristjáns sonar í Hólabrekku á Mýrum og þar ólst hann upp í stórum og prúðum systkinahópi, og þegar til næstu bæja kom, þá var frænd- fólk í hverju húsi. Þegar hann komst á unglingsár fór hann sama veg og ýmsir gera hér á hans reki, var ýmist heima og vann að bústörfum, eða að hann vann ut- an heimilis og þá oftast á Höfn, ýmist á sjó eða landi. Og nú var hann háseti á Sigurfara, þessa ver tíð. Hann var jarðsunginn frá Brunnhólskirkju 3. maí síðastl. Heiðar, en þvi nafni var hann yfirleitt kallaður, var ágætt manns efni, greindur, glaðvær og reglu- samur. Talað er um, að gott sé að vera laukur í lítilli ætt og má vera að rétt sé. En Heiðar var laukur tveggja stórra ætta og miklar von ir við hann tengdar. Nú eru þær vonir allar brostnar nema ein, en það er sú vonin, sem raunar lífg- ar allar hinar að nýju, en þar á ég við endurfundavonina. Víst er að flekklausan skjöld bar hann úr sínu lífsstríði, en það verða ætíð beztu eftirmæli hvers manns, ef hægt er að segja það með sanni. Blítt og strítt, líf og dauði, örbirgð og auður eru frá Drottni. Vér minnumst Guðjóns Óla Dan- íelssonar, sem fæddur var á Fá- skrúðsfirði 19. okt. 1944, sonur hjóna Ragnhildar Jóh. Jónsdóttur, Jónssonar í Byggðarholti í Lóni og Daníels Lúðvikssonar vm. á Fáskrúðsfirði. Hann var elztur 4 systkina og ólst upp á Fáskrúðs- firði. Fór að stunda sjóinn strax og hann hafði aldur til og gerði það að sínu ævistarfi. Hann var há- seti á Sigurfara. Lík hans hefir ekki borið á land svo vitað sé. Óli var hann kallaður hér og var af mörgum þekktur. Hafði gaman af að blanda geði við fólk og kom ætíð vel fram. Varð þess- vegna vinmargur. Bann var léttur í skapi og máli, en raunar var það hjúpur, er hann bjó sér, því undir bjó alvara og mikil íhygli, feng- in með lestri góðra bóka, er hann hafði lesið sér til andlegs gagns. Og þó hann væri aðkomumaður hér, þá var hann ura leið heima- maður vegna ættartengsla, enda þannig gerður að hann var alltaf heimamaðuir á þeim stað, er hann var staddur á. — Um hann þarf ekki að spyrja: Hvar er hann nú? Hann er heima. Mæl eigi: Mín gætir ei í fjölda fólks, og sái mín hverfur í sálnamergðinni. Vér minnumst Óttars Hlöðvers sonar. Hann var fæddur á Höfn 14. marz 1950, sonur hjónanna Signýjar Guðmundsdóttur og Hlöð vers Sigurðssonar. Hér ólst hann upp og stundaði ýms störf, en var nú orðinn ráðinn í að stunda sjó og ætlaði að gerast vélstjóri. Hann var háseti á Sigurfara þessa ver- tíð. Hann var jarðsunginn frá Hafnarkirkju 26. apr. þ.á. Óttar var gott mannsefni og hæfilega framgjarn, vissi vel hvað hann vildi, sá maifkmiðin fram undan og stefndi ótrauður að þeim. Hann var bjartur á svip og það er bjart yfir minningunni um hann, sem góðan dreng, er ætíð var vaxandi og batnandi. Foreldr- um, systkinum og öðrum ættmenn um, sendum vér samúðarkveðjur. Öll eigum vér hugþekkar minning ar um hann. Minningar, er lýsa og verma. Ver haldinorður og tnír náunga þínum, þá munt þú jafnan hljóta það er þú þarfnast. Vér minnumst Jóns Níelsar Jón- assonar: Hann fæddist í Krossavík í Þistilfirði 16. október 1949, son- ir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Meiðavöllum í Kelduhverfi og Jónasar Gottskálkssonar í Krossa- vík. Hann var uppalinn í Krossa- vík og aðalstoð þess heimilis. Þetta var önnur vertíð hans hér á Horna firði. Hann var bróðir Ásdísar, konu Víðis Sigurðssonar. Hún missti því í einu eiginmann og bróður. Hann var jarðsunginn í Djúpavogi ásamt mági sínum 28. apríl. Þar sem Melrakkasléttan byrjar að teygja angana út í íshafið, fel- ur Krossavíkin sig í krikanum Þistilfjarðarmegin. Þar er hrika- leg strönd beggja megin víkurinn- ar. Strandbjörg í sjó á báðar hend ur og víkin sjálf fremur bugur en vík. Þessi jörð með torleiðir á landi og aðdrætti á sjó um þveran Þistilfjörð frá Þórshöfn, hefir ver ið allföst í ætt, t.d. hafa forfeður Jóns Níelsar búið þar í 4—5 ætt> ÍSLENDINOAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.