Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 24
sem taldi 200 manns eða fast að því var horfið. Ekkjan unga í Vík festi þar ekki yndi eins og komið var. Það skilja allir. Fyrst lá leið hennar aðeins til næsta bæjar, í föðurhús á Jökulsá. Soninn mánaðargamlan lét hún vatni ausa við kistu föður h?ns í kirkjunni á Breti mgsstöð- U' i og nefndi Hlöðver. Mér er ofviða að rekja spor hennar þaðan inn í Kinn. Brotsjóar Flateyjarsunds voru talsvert langt að baki þegar fund- um okkar Bjargar bar næst sam- an. Aftur var það á bakka Skjálf andafljóts á sama stað og áður. Hún var þá búin að ná sama yfir- bragði og litarafti, þó þungt væri máske yfir Hágöngum og Bak- ranga. Hún giftist öðru sinni Sig- urbirni á Björgum, bróður Hlöð vers. Henni var fagnað þar og loftið léttist yfir öllu ógöngufjalli. Nágrennið fann fljótlega að hún 9etti svip á umhverfið, ekki aðeins vesitan Fljótsins, heldur og einnig á austurbakkanum. Og traustið óx þegar hún fór að taka til höndum á Björgnm. Þegar þetta var leit öðru vísi út í sveitum en nú er, þó vel, ef rétt er sfcoðað. Hús voru yfirleitt af torfi og steinum. Og fáar munu þæ,- þekjur hafa verið er héldu vatni í norðaustanátt Köldu-Kinn- ar. Allt er nú breytt á Björgum frá því sem þá var. Öll hús eru ný og úr steinsteypu, nýleg rétt ara sagt, járnvarin. Straumlækir Bæiarfjalls lýsa og hita þau horn- anna á milli. Ræktun og fram- ræsla er mikil. Það hefur þó ekki gerzt af sjálfu sér. Þurft hefur sannarlega að taka til höndunum. Um 1920—1930 var enn um- horfs í Kinninni svipað og á dög- um Látra-Bjargar, sem um hana kvað „fyrir utan Stað“: Þar má ekki þvert um hlað þurrum fótum ganga. Nú ætti förukonan orðfima frá Látrum, að taka sér nýja göngu fe-rð á búðarskóm norður um Út- Kinn og yrkja svo fallega vísu um það hvernig Grímur á Björgum er búinn að breyta votlendinu í þurr- lendi og tún með tilstuðlan vél- gröfunnar, og þurrka upp akvegar stæðið um endilanga Kinn. Ekki ætla ég að þakka neinum einum umbætur nýja tímans, hvorki í Kinn né annars staðar. En fram hjá því verður ekki geng ið, að á Björgum var húsbóndinn langtímum saman frá verkum, þeg ar mest kallaði að að gera, helzt í einu, vetur, sumar, vor og haust. Sigurbjörn var mikill verkmaður, þegar hann naut sín, útsjónasam- ur og smiður ágætur á tré og járn. Og svo var hann vandvirkur, að steinsteypan í húsum hans átti helzt að þola tannanag tímans um aldur og ævi. Enginn smíðaði betri ljábakka en hann, enginn betri skeifur. Þær 'gætu verið stofustáss í nýjum húsum, ef einhverjar eru til óslitnar. Ef smiðshendur vant- aði á nágrennisbæjum til nýsmíða eða viðgerða var oft til hans leit- að. Ævinlega brást hann vel við þess konar bænakvabbi. Jafnvel þó hann væri varla vinnufær. Oft var jafnvel óþarfi að nefna hlutina, eins og þegar það kom fyrir bæði austan Fljóts og vestan að hann var búinn að láta heil æki af heyi inn í tómar hlöður nágrannanna, sem heylausir voru eða heylitlir, án þess þeir höfðu hugmynd um fyrr en sáu. Þess konar var ekki verið að auglýsa, en er geymt en ekki gleymt. Áar okkar áður fyrr sögðu, að vík þyrfti að vera milli vina og fjörður milli frænda. Sem betur fer afsannast þau, annars viturleg orð, einstaka sinnum. En sem sagt var, átti Sigurbjörn á Björgum við langvarandi van- heilsu að stríða áratugum saman og lá stundum rúmfastur dögum vikum, mánuðum saman þegar allt kallaði að að gera. Má nærri geta hvernig það kom sér, þótt eíkki sé á annað litið. En honum og heim- ilinu lagðist sú líkn með þraut, að konan var þeim burðum búin, að hún hafði tveggja manna mátt í hug og höndum og þá úrvals skap gerð, að hún vissi ekki hik eða efa. Það munaði heldur betur um Björgu í heyskapnum og átti hún þó smábörn í bænum. Hún smal- aði upp um fjall, ef með þurfti. Hún fór í húsin á vetrum. Hún ók heyi norðan úr Lónalandi um ísa og hjarn og í kafsnjó, svo hest arnir brutust um í ófærðinni. Hún hrærði steypuna í byggingarnar, þegar of fátt var um annarra hendur, sem oftast var. Hún fór í stríð við varginn, þegar hann var að leggjast í æðarvarpið og setja allt í uppnám í kollubyggð- inni. Og að minnsta kosti einu sinni fékk skolli svo fyrir ferðina, að hann kom ekki aftur. Hvernig átti hann líka að vara sig á því, að húsfreyjan sjálf væri komin á refaveiðar með öllu öðru og kynni að fara með byssu? Sem betur fór voru þó aðrar hjálparhendur í Bjargabæ. Heimil isbragurinn sá um það. Einkum varð mér starsýnt á hendurnar hennar Bergþóru. Þar átti hún líka sitt afhvarf og aðhlynningu þegar að dagslokum dró. Þannig studdi hún heimilið og það hana, þegar mest reið á. Börn Bjargar og Sigurjóns urðu sex, Hlöðver að auki, hálfbróðir- inn. Öll unnu þau heimilinu strax og orkan leyfði og löngu áður en bamaverndarnefndir telja að við hæfi sé. Þetta var eins og sjálfsagt og óvíst að barnaverndarnefndirn- ar séu betri uppalendur en heim- ilin að þessu leyti. Sjúkrasamlags hjálp, öryrkjastyrkur og f;öl- skyldubætur, sem allt þykir nú eins og sjálfsagt, var þá með öUu óþekkt í mannfélaginu hér hjá okkur. Það var varla að sjá að Björgu munaði um að bæta á sig nýjum verkum. Heimilishaldið beið held- ur ekki af því neinn skaða. Arin- eldur þess var alltaf á lífi innan bæjar og'sál hússins. Vinnuvikan lengdist aðeins og mun aldrei hafa verið 40 stundir heldur oft og tíð um þrisvar sinnum 40. Ekki var þó að sjá að hún fyndi til þess. Henni var hollara af miklu starfi en of litlu. Og skildi það ekki vera svo um fleiri? Henni fylgdi gerðarþokki í för með hispurs- leysi og opinskárri hreinskilni. At- orku og manndómur svifu, yfir öll um hennar vötnum. Hún gat ver- ið óvægin í aðfinnslum, þegar henni fannst ómannlega að hlutun um unnið. Það olli því sjaldan eða aldrei þykkju, af því hún hafði burði sjálf til að sannfæra aðra með eigin framgöngu. Björg var dóttir Sigurðar Hrólfs sonar á Jökulsá og konu hans Lovísu Guðmundsdóttur. Bróðir hennar var Grímur frá Jökulsá og systir Emilía á Brettingsstöðum, kona Gunnars Tryggvasonar. Öll voru þau systkini sjáldmælt vel. Á Flateyjardalnum var hennar æskuvettvangur með því andrúms lofti,. er þar var eftir aldamótin. Sigurður Hrólfsson var mikill sjósóknaði og auk þess góður bóndi. Sitt lífsskólapróf tók hann á hafi úti á hákarlaskipum. Guðmundur landlæknir sagði einhvern tíma um uppeldisaðferð- 24 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.