Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 2
1937 til 1948. Hann hóf búskap 1952
rúmlega sextugur að aldri á föðurleifð
sinni Vatnsleysu i Viðvikursveit og
bjó þar til ársins 1970, er hann flutti
til Reykjavikur. Bústofninn var grátt
sauðfé og gæðingastofn af Svaða-
staðakyni. Hólmjárn lagði sig fram
um ræktun pelsfjárstofns og að koma
upp sem hreinustum stofni af Svaða-
staðakyni. Þótt islenzkir bændur séu
margir hrossglöggir og hafi ætið haft
áhuga fyrir ræktun góðra hrossa,
hefur faðerni margra góðhrossanna
verið óvist og litt um það fengizt, en
Hólmjárn var einn þeirra, sem vildi
koma ræktun hrossa i fast form, svo
að enginnvafi léki á um ættir.
Árið 1962, er Hólmjárn var 71 árs
og samkvæmt venjum skrifstofuþjóð-
félagsins hefði átt að hætta ölium
störfum, var hann ráðinn búfjár-
ræktarkennari við bændaskólann á
Hólum og gengdi þvi starfi um 7 ára
skeið, en siðustu árin kenndi hann þó
ekki fulla kennslu.
Sá er þetta ritar kynntist Hólmjárni
fyrst snemma á fjórða tug aldar-
innar, er hann var sem umsvifamestur
iðjuhöldur i Reykjavik. Siðar varð
kunningsskapur okkar meiri og nánari
einkum á timabilinu, sem hann
vann að leiðbeiningum i loðdýrarækt
ogsvoafturnú á siðustu árum, er leið
að lokum starfsskeiðs hans.
Hólmjárn var ógleymanlegur
persónuleiki þeim, sem kynntust
honum. Hann var lágvaxinn, en karl-
mannlegur, friður sýnum og aunga-
ráðið leiftrandi, og bar allt svipmótið
vott um miklar gáfur, öra lund og
eldlegan áhuga. Áhugamál hans voru
mörg og ólik eins og hin stutta starfs-
ferlasýsing hér að framan ber
gleggstan vott.
Fjölþættar gáfur hans og eldmóður
komu honum i góðar þarfir við að
hrinda áhugamálunum i framkvæmd,
en ör skapgerð ráðriki og einbeittni i
málflutningi olli þvi, að hann átti oft i
nokkrum deilum og stundum baráttu
við samstarfsmenn sina i stofnunum
og áhugamannahópum, sem hann
starfaði i. Þessa gætti ekki sizt i sam-
bandi við hrossaræktina, enda sýnist
oft sitt hverjum i þeirri starfsemi.
Hólmjárn var glaðsinna og lét mót-
lætið aldrei buga sig. Mér finnst, að
hann hafi fundið köllun sinni i lifinu
bezt fullnægt, eftir að hann kom til
starfa heima að Hólum á áttræðis-
aldri. Þar var hann ekki aðeins hinn
fjölfróðiog áhugasami kennari heldur
vann hann einnig það þrekvirki að fá
þvi til leiðar komið, að á skólabúinu að
Hólum i Hjaltadal verði um ókomin
ár starfrækt hrossakynbótabú, þar
sem hreinræktaður verði stofn af
Svaðastaðakyni, ungviðið tamið og
2
stóðhestarnir afkvæmarannsakaðir.
Hann fékk þvi áorkað að fargað var
öllum hrossum á Hólum af öðrum
stofnum, án tillits til kosta, en keypt i
staðinn hross af Svaðastaðakyni.
bæði hryssur og stóðhestar. Meðal
annars keypti Hólabúið úr hrossa-
stofni Hólmjárns, sem hann hafði eytt
kröftum sinum og fjármunum i að
safna saman og rækta á búi sinu að
Vatnsleysu. Það var Hólmjárni mikið
gleðiefni að þetta áhugamál hans
varð að veruleika. Hann taldi stofnun
hrossakynbótabús að Hólum mikinn
ávinning fyrir hrossaræktina i landinu
og hann vonaðist til að þar fengi
að njóta af framlagi hans i þágu
hrossaræktarinnar.
Um leið og ég þakka Hólmjárni
áratuga kynni og ágætt samstarf um
margt, vil ég fyrir hönd Búnaðar-
félags Islands og bænda landsins
þakka störf hans i þágu landbúnaðar-
mála.
Börnum hans og öðrum ástvinum
votta ég samúð mina.
Halldór Pálsson.
f
Kveöjuorð að norðan
Hólmjárn er kvaddur i hinzta sinni
og honum þökkuð in góðu kynni.
Hann gerðist talsmaður gróðurs
jarðar
og gæðinga i dölum Skagafjarðar.
Hann vildi láta skógi skrýða
„skriður berar” og urðir hliða.
Hann vildi sjá um holt og móa
heiðar og ása landið gróa.
Hann var sem ýmsir af Islands sonum
á æskuskeiði hlaðinn af vonum,
magnaður trú á mold og gróður
og mátt til að efla landsins hróður.
Á mannfundum vann hann margra
hylli,
mál sitt flutti þar oft með snilli,
beitti þá oddi sem egg og rökum,
æfður i málsins glimutökum.
Honum tókst mörgum fremur að finna
fleiri leiðir en slóðir hinna.
En oft þurfti blöðum fræða að fletta,
er finna skyldi það sanna og rétta.
Við Hólastað batt hann trú og tryggðir
traustari en við aðrar byggðir.
Þar sá hann á mörgu vörmu vori
vaxa gróður i æskuspori.
Hjaltadalnum hann ætið unni,
öðrum betur hans sögur kunni,
óskaði honum alls hins bezta
og úrvals batnandi manna og hesta.
Enn er liðsmaður góður genginn.
Görhlum sáðmanni hvild er fengin.
Oss finnst nú eins og sunnansvalinn
sé með hans kveðju i Hjaltadalinn.
Armann Dalmannsson.
f
Hinn 5. april s.l. andaðist H.J.
Hólmjárn, efnafræðingur, fyrrv. bóndi
á Vatnsleysu og kennari á Hólum, eftir
alllangvinna vanheilsu en skamm-
vinna sjúkrahúsvist, — aðeins rúmt
dægur. Banameinið mun hafa verið
hjartabilun.
Hólmjárn fæddist á Bjarnastöðum i
Kolbeinsdal 1. febrúar 1891. Foreldrar
hans voru hjónin Hólmfriður Björns-
dóttir, bónda i Asgeirsbrekku Pálma-
sonar og Jósef J. Björnsson, bónda á
Torfustöðum i Núpsdal Björnssonar.
Jósef var, sem kunnugt er, stofnandi
Hólaskóla, skólastjóri um hrið og höf
uðkennari við skólann um langt
árabil. Hólmfriður var skagfirzkra
ætta um marga liðu, en ættir Jósefs
voru að jöfnu raktar til Dala- og
Húnavatnssýslna. En ættir Hólmjárns
verða ekki raktar hér lengra.
Hólmjárn var aðeins þriggja ára, er
hann missti móður sina. Ólst hann upp
hjá föður sinum og stjúpu, Hildi, sem
var hálfsystir móður hans. Má ætla, að
litt hafi skipt um svipmót i heimilis-
haldi við skiptin. Þó hlýtur slikur
missir að hafa sin áhrif á hug og háttu
barns á þessu þroskastigi. En nokkuð
má marka hverju Hólmjárn mætti af
stjúpu sinni af þvi, hversu hiýtt honum
lá hugur til hennar, hvenær, sem hana
bar á góma, allt fram á efri ár.
Hólmjárn lauk námi á Hólum 1909,
aðeins 18 vetra. Samsumars fór hann
til Danmerkur og stundaði þar nám og
lauk cand. agronom prófi frá Kgl.
Veterinær og Landbohöjskole i Khöfn
1914. Stundaði svo framhaldsnám við
skóla i náttúrufræðum 1916—'19. Lauk
hann þvi með lokaprófi i agrikultur-
kemil919. Árin 1914—'16 kenndi hann
við Hólaskóla. 1919 réðst hann sem að-
stoðarefnafræðingur við Statens
Planteavlslaboratorium i Kaupmanna
höfn. 1921 stofnsetti hann með öðrum
Jordbrugslaboratorium i Kaupmanna
höfn og var forstjóri þess fyrirtækis til
1925. Þá varð hann deildarstjóri við
Jordbrugslaboratoriet i Fredensborg
og hafði það á hendi til 1927. Hann var
form. Islendingafélagsins i Kaup-
mannahöfn 1919—'26. Árið 1928 fluttist
hann til Reykjavikur og gerðist með-
stofnandi að ölgerðinni Þór h.f. 1930
islendingaþættir