Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Síða 3
stofnaði hann ásamt öðrum Smjörlikis— og efnagerðina Svan h.f. og varð formaður og framkvæmda- stjóri þess fyrirtækis frá stofnun til 1938. Hann var einn af stofnendum Skógræktarfélags Islands á Þingvöll- um 1930 og átti sæti i stjórn þess sem ritari til 1952. Hann var einn af 13 stofnendum Félags islenzkra iðnrek- enda og i stjórn þess i 5 ár, og i- varastjórn 3 ár. Þá var hann og einn af stofnendum Loðdýraræktarfélags fs- lands 1936, formaður þess til 1943 og jafnframt ráðunautur rikisstjórn- arinnar i loðdýrarækt 1937-—'48. Enn var hann einn af stofnendum Lands- sambands hestamannafélaga 1949 og formaður þess unz hann fluttist að Vatnsleysu. Hann skipulagði og stjórnaði fyrstu sýningu L.H. á Þing- völlum 1950. Hann ritaði allmargt greina, einkum um landbúnaðarmál, sem birtust i innlendum og erlendum timaritum. Var og oft tilkvaddur við lagasmiði fyrir landbúnaðar- og iðn- aðarmál þau ár, er hann dvaldist i Reykjavik. Hólmjárn fluttist til Skagafjarðar 1952 og reisti bú á Vatnsleysu og bjó þar til 1971 og stundaði eingöngu hrossarækt hin siðari ár. Þegar hann hóf þar búskap, hugðist hann stunda þar sauðfjárrækt lika, og þá fyrst og fremst kynbætur. Hafði hann þá hug á að hreinrækta þar gráan stofn. En frá þessu hvarf hann, er fram leið, en ein- beitti sér mjög að hreinræktun hrossa- stofns, sem að uppruna var fra Svaða- stöðum. Var stofn hans fagur álitum og kostarikur. Vann Hólmjárn þar ágætt starf af ósérhlifni og trú á gildi þeirrar ræktunar, sem þar var unnið að. Hann tók að kenna við Hólaskóla 1962 og rækti það af kostgæfni og við vaxandi vinsældir til 1970. Framanrituð upptalning er þyrr og sviplitil og þó fjarri þvi að vera tæm- andi. En framhjá þvi verður ekki gengið, að hún bregður nokkru ljósi á manninn, hugðarmál hans og hug- sjónir. Verður félagshyggjumaðurinn fyrst fyrir, þegar hann er metinn að leiðarlokum, og þó að íslendingnum ógleymdum. Hann leggur i æsku stund á nám i búfræði og lýkur kandidats- prófi i þeirri grein með sæmd. Hann heldur þvi námi áfram og fyrst og fremst i landbúnaðarefnafræði um þriggja ára skeið og lýkur þvi með þeim ágætum, að honum standa opnar dyr að veglegu embætti, þar sem hann hafði lokið prófinu. Að baki þeirri veg- tyllu stóð ekki aðeins glæsilegt próf. Þar stóðu og að baki persónuleiki og hugsjónir, sem opnuöu honum margar dyr þar i Danm., og þó engu slður hér, þegar heim var komið. Um þessar dyr islendingaþættir gekk hann djarfmáll og vigreifur. Hann barðist fyrir nýungum og kvaddi menn sér til fylgdar. Honum var oft jafnvel oftast, falin forusta. Hann var hvergi vallgróinn nema heima á Vatnsleysu, en þar stóð hann lika meðan stætt var. Honum var kyrr- staða of ógeðfelld til þess að gróa fastur, hugðarefnin of margþætt, hugsjónirnar of viðfaðma. Hann þurfti að hafa margt fyrir stafni, en var þó að öðru leyti nu einfari, enda sannaði lif hans og barátta honum, að ,,sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir”. Uppeldi hans og umhverfi i æsku átti sinn þátt i að móta hann. Faðir hans var óvenju viðskyggn. A uppvaxtarárum Hólmjárns stóð Hóla skóli i blóma og gegndi gagnmerku hlutverki i menningar- og félagsmál- um Norðlendinga. Þar var kveikt á kyndlinum, sem tendraði elda þá, sem kveiktu Ræktunarfélag Norðurlands, og sem nægðu til þess yls, er þvi dugði i byrjun. Þá riðu ungmennafélögin i garð, og var hvoru tveggja tekið tveim höndum. Liggur i grun minum, að það hafi einmitt verið kjörorð ungmenna- félaganna: „Islandi allt”, sem drógu hann heim 1928. Þau voru honum helg- ur dómur, heitstrenging. Mér eru enn i minni eldar hans á samvistardögum okkar veturinn 1915—’ 16. Og mér virt- ust þeir enn jafn ófölskvaðir, þegar fundum okkar bar fyrst saman eftir heimkomuna. Og enn geislaði af þeim glæðum fyrir fáum mánuðum, er við sátum siðast saman, þó að honum væri þá mjög þorrið fjörið, — léttleikinn i háttum og hreyfingum. Þótt Hólmjárn yrði hvergi fastur i sessi fyrr en á Vatnsleysu, er sjón sögu rikari um það, að mikill hluti þeirra félagssamtaka, sem hann beitti sér fyrir að risu á legg, eru enn i fullu starfi, og búa enn að þekkingu hans og leiðbeiningum á frumbýlingsárunum. Og á rústum þeirra iðnfyrirtækja, sem gleymd eru að mestu, risa nú gildir stofnar, sem sjónarsviptir væri að, ef horfnir væru. Hvort norðlenzk hestamennska og hrossarækt bera gæfu til að taka þar við, er hann hvarf frá, sker framtiðin úr. Hans hugsjón var hreinræktun þess fegursta og mýksta, sem islenzkir hestar eiga, og varaði mjög við sundurgerð i ræktun þeirra. Þítt hann næði ekki þvi, sem hann hefði kosið fyllstu lausn þeirra mála, er vist, að allvel vannst honum áleiðis. Þótt við Hólmjárn héldum vináttu okkar fölskvalausri til leiðaskila, ber kennarann hæst, þegar ég horfi til baka. Ég tek hér upp fáeinar setningar úr minningum minum frá skólaárun- um, sem nýlega voru birtar: „Hann var yngstur kennaranna, jafnaldri hinna elztu okkar. Hann var þvi mest- ur félagi okkar, enginn eftirbátur i ærslum og strákapörum, þegar sú hlið horfði við. En hún sást aldrei, þegar kennarinn átti i hlut. Hann var ljós og lifandi i kennslu sinni, ágætlega að sér i þeim greinum, sem hann kenndi, og hvort tveggja: reglufastur og aðlað- andi kennari. Þótt allt væri i ærslum og hávaða i fríminútum, þegar Hólm- járn var með i spilinu, heyrðist aldrei ymur af sliku, þegar setzt var i skóla- stofuna. Þegar ég velti fyrir mér vin- sældum þeim og virðingu, er hann ungur að árum naut i okkar ærsla- gjarna skólafélagi, hefi ég oft harmað, að æfistarf hans skyldi ekki verða kennsla. Hann mun einmitt sjálfur hafa undirstrikað þessa ályktun i reynd, þegar hann aldinn að árum gerðist kennari i annað sinn i fullri reisn hins gagnmenntaða manns og þó með gleði sina, furðulika gleði hins unga manns, sem hugi okkar vann meira en fjórum áratugum fyrr. Hólmjárn kvæntist á Danmerkurár- um sinum. Varð það hjónaband skammvinnt. Þeim fæddist einn sonur. Hann kvæntist annað sinn Vilborgu ólafsdóttur, kaupmanns i Reykjavik, Asbjarnarsonar. Þau eignuðust tvö börn: Hervöru húsfreyju i Reykjavik og Orn bankamann. Hann kvæntist hið þriðja sinn Elinu Guðmundsdóttur formanns i Bolungarvik, Steinssonar. Þeim fædd- ist einn sonur: Jósef Jón vélstjóri. Ég kveð hann með þökk fyrir leið- sögn og samfundi langrar ævi, fyrir hugsjónir hans og baráttu fyrir þær. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum. f Leiðrétting 1 Islendingaþáttum 7. tölublaðs 27. april féll eftirfarandi málsgrein niður úr grein um Jensinu óladóttur, Bæ i Árneshreppi: „Þau urðu fyrir þeirri miklu sorg, að þrjú fyrstu börnin dóu, tvær dætur og einn sonur, og varð þeim þessi mikli missir mjög þungbær”. Þessi málsgrein átti að koma á undan greinarskilum, þar sem næsta grein hefst: „Árið 1936 ráðast þau i, að byggja” o.s.frv. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.