Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Síða 12
EINAR ÓLASON
Fæddur 10. febrúar 1914.
Dáinn 1. apríl 1972.
Laugardaginn 1. april að áliðnu há-
degi blöktu fánar i hálfa stöng i Egils-
staðakauptúni. Einar Ólason, raf-
virkjmeistari var látinn. Stutt er milli
lifsog dauöa. Fyrir hádegi i fullu fjöri,
að þvi liönu nár.
Litiö sveitarfélag hefur misst góðan
þegn, aöstandendur ástrikan heimilis-
föður. Sveitunga hans alla og vini fjær
og nær setur hljóða i spurningunni, hvi
fór hann svo fljótt? Þessi spurning
vaknar bara svo oft og við henni á eng-
inn svar. Kannski kallaði vorið hann til
sin, vormanninn, sem elskaði land sitt
og alla þess náttúru, að hann mætti
njóta þess betur að skoða land sitt, ör-
æfi þess og breiðar byggðir frá æðri og
betri sjónarhóli.
Einar Ólason fæddist 10. janúar 1914
að Þingmúla i Skriðdal. Sonur Óla
Einarssonar, söðlasmiðs og bónda þar
og konu hans Margrétar Einarsdóttur
Sölvasonar, bónda að Fjarðarseli,
Seyðisfirði.
Einar óls upp i Þingmúla hjá for-
endrum sinum og var elztur 7 syst-
kina. í Eiðaskóla dvaldi hann frá
1933—1935 og gerðist þá um haustið
stöövarstjóri rafstöðvarinnar á Eið-
um, sem byggð hafði verið um sumar-
ið.
Arið 1940 kvæntist hann eftirlifandi
konu sinni, Asgerði Guðjónsdóttur
Jónssonar, bónda i Tóarseli, Breiðdal.
Sama ár hófu þau búskap i Þing-
múla og bjuggu þar til ársins 1943, að
þau brugðu búi og fluttust á Reyðar-
fjörö, þar sem Einar hóf nám i raf-
virkjun. Að námi loknu fluttust þau i
Egilsstaðakauptún 1946 og urðu þann-
ig einir fyrstu ibúar kauptúnsins, sem
Einar starfaði i æ siöan, fyrst sem raf-
stöðvarstjóri, siðan sem rafvirkja-
meistari.
Einar nefndi húsið sitt Hlið, þar
bjuggu kona hans og tvær dætur þeirra
honum fagurt og friðsælt heimili. Ég
segi friðsælt, þvi á heimili þeirra
fannst mér alltaf rikja kyrrð og sá
blær, sem vitnar um helgi heimilis,
kjölfestu góðra uppeldisskilyrða.
raf virk j ameistari
Samt munu fáir hafa oftar verið
ónáðaðir en Einar, þvi til hans var gott
ráðs að leita, þegar eitthvað fór af-
laga. Hann var þúsund þjala smiður-
inn, sem kunni ráð við öllu, gaf þau og
gerði við. Hann var maðurinn, sem
aldrei æðraðist, þess vegna var svo
gott að leita til hans og notalegt að
vera i návist hans.
Nú er aðeins eftir að kveðja góða
samfylgd. Orðið kveðja minnir okkur
á handtak Einars, sem vitnaði um
hjartahlýjan og góðan dreng, hvers
minning lengi lifir. Ég og öll f jölskylda
min vottum konu hans, dætrum, aldr-
aðri móður og öllum aðstandendum
dýpstu samúð okkar.
Þórður Benediktsson.
f
Þó að liggji fyrir okkur mannanna
börnum að deyja, setur okkur hljóða
þegar þann gest ber að garði. Þannig
var okkur farið, þegar þú hvarfst svo
skyndilega frá okkur, tengdapabbi
minn.
En þannig hlaut það að verða og við
sættum okkur við vilja þess.sem öllu
ræður.
Ekki hefði það átt við þitt skap að
kvarta eða bera sig illa, það var alltaf
jafnvægi i kringum þig, jafnt þegar vel
gekk og þegar á móti blés.
Þegar ég skrifa þessi fáu þakkarorð
til þin, kemur margt i hugann. Ég
minnist þeirra ára, sem ég bjó með
fjölskyldu minni heima hjá ykkur. Á
þá sambúð bar aldrei skugga. Ég
minnist þess,sem börnin eiga þér að
þakka aldrei varstu svo þreyttur aö
loknum vinnudegi,að þú gæfir þér ekki
tima til að gæla við þau.
Þú hafðir erilsamt starf með hönd-
um, og langtimum saman var ekki
næðisstund. Með þetta i huga minnist
ég með enn meira þakklæti þess góða
og nána sambýlis, sem við áttum,
aldrei varð okkur sundurorða þrátt
fyrir ólikar skoðanir á ýmsum hlutum.
Ég undraðist oft hvað þú kunnir
starf þitt til hlitar og hafðir aflað þér
mikillar þekkingar á þvi, en gekk þess
þó ekki dulinn að oft varstu þreyttur á
þvi þótt það aftraði þvi ekki( að þú
sinntir viðgerðum marga kvöldstund-
ina, jafnvel fram á nætur, ef svo bar
undir.
En þegar þú vildir dreifa huganum
frá hinu daglega striti leitaðirðu á vit
náttúrunnar og ferðalög og útivist
voru þitt hálfa lif. Ég minnist þeirra
fáu ferða sem við fórum saman,
hvernig þú kunnir skil á öllu, þekktir
hvern stein, gróðurfarið og siðast en
ekki sizt hvert örnefni og sögu þeirra,
jafnt i byggð sem á öræfunum hið
næsta.
Þér þótti vænt um landið og sögu
þess, og það var lærdómsrikt að vera
með þér i slíkum ferðum.
Ég læt svo þessu máli lokið, þótt að
ótalmargt sé ósagt, tilgangurinn var
að koma á framfæri örfáum þakkar-
orðum fyrir samveru, sem var of stutt,
en minninguna um hana mun ég
geyma meðal þeirra,sem ég á i huga
minum.
J.K.
f
12
islendingaþættir