Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 22
ljómi, sem ekkert getur á skyggt. Og hvað er unaðslegra en það að geta stund og stund, útilokað áhyggjur hversdagsins og vera aftur á valdi þeirra hughrifa, sem manni voru svo dýrmæt, og lifað i anda liðnar yndis- stundir. Og þvi ekki njóta þeirra, þegar köld efnishyggjan teygir út holdlausar kjúkur og glottir við manni allar aðrar stundir. Skilur þú, unga stúlka, að ég, gömul kona, eigi slika auðlegð i sál minni? Nei, tæplega, þvi að i þinum augum hefi ég aldrei verið ung. En vera má, að þú lifir raunsærra æskulifi en ég gerði. Þó vildi ég óska þér þess, að þú eignist slik verðmæti, þvi að áður en varir, er æska þin liðin, og þá er gott að hafa eignazt hinn sanna og varan- lega sálarfrið. Æskan er ærslagjörn, segir mál- tækið, og er það vissulega satt. Þau eru harla margvisleg, áhrifin, er sál hvers ungmennis verður fyrir. En ein- mitt á þeim aldrinum er hugur og hjarta svo litt hæft til að velja og hafna og þvi eðlilegt, að vixlsporin verði æði- mörg. En hver er sá, sem kominn er af æskuskeiði, sem ekki þekkir af eigin raun storma, sem geisa eins og felli- byljir um gljúpa og ómótaða unglings- sál. Sterka og bjarta gleðigeisla, sem titra og tindra i huga og hjarta. Svartasta vonleysi og sárustu ör- væntingu. Þvi þannig er sál hvers einasta ungmennis, stolt og stórbrotin, mjúk og mild, gáskafull og glettin. Siðan kemur lifið og mótar og meitlar hinn mjúka leir i deiglu reynslunnar, og sæll er hver, er þaðan kemur, án þess að glata sinu eigin barnseðli. Hversu margir eru þeir ekki, sem kaliö hefur að innstu hjartarótum og mörg þau sár, sem lifið veitir, sviða og blæða lengur og oftar en nokkur annar veit, þvi að enginn sér i annars huga, sem betur fer. Þvi er það gott, þegar aldurinn færíst yfir, að eiga sér hlýtt og varanlegt skjól i eigin hugar- heimum, þvi að inn i þann helgidóm kemst enginn óboðinn. Hefir þú, unga stúlka, lifað bjarta og dýrlega sumarnótt? Alein, þar sem ekkert truflar hinn djúpa frið -i þinu eigin brjósti? Hefir þú, á slikri stund, beint sjónum þinum að innsta kjarna sálar þínnar? Ef svo er, þá hefir þú setið um stund við fætur draumadisarinnar, laus við allan sora hins mannlega lifs, og laugað sál þina hreina i.allri þeirri feg- urð, sem hún ein getur veitt. Þá ertu trik, þvi að þá þekkir þú þann unað, 't.iem verða mun þér siung uppspretta jil yndis i gegnum alla storma lifsins. Vilt þú, litla stúlkan min, lifa eina slika stund með mér? Það var eina nótt, að ég gat ekki sofið, svo að ég fór á fætur og gekk út. Það var stillilogn, einstaka góðvirðis- ský, gulli brydd af dumbrauðum geislum nætursólarinnar, sem nú nam við hafsbrún. Fuglarnir sem alla daga fylltu loftið með kvaki og söng, voru þagnaðir. Einmana máfur flögraði þegjandi yfir sjónum. Æðarfuglinn hafði stungið höfði undir væng og vaggaðist hóglega á lognöldunni upp við landið. Jafnvel flugurnar, sem unnu sér engrar hvild- ar alla daga, voru hættar sinu eilifa suði. Blómin drúptu höfði og dreymdi um morgunkoss hinnar risandi sólar. öll náttúran hvildist eftir annasaman dag. En þvi gat ég ekki einnig notið hvild- ar? Nei, ólgandi æskuþráin brann mér i brjósti og gaf mér enga ró. Ég gekk upp á hæðina fyrir ofan bæinn. Þaðan gat ég litið himinn og haf fallast i faðma og minnast mjúkum kossi i skini hinnar deyjandi sólarglóðar. Ég settist og hallaði höfðinu upp að gamla steininum, sem ég barn að aldri hafði svo oft leikið mér hjá. Þar höfðum við systkinin átt okkar byggð og bú og enn gat að lita þar leggi og skeljar á ringlureið, hvitnuð af sól og vindum. Þarna glitti enn þá i gler- brotin, hálfgrafin i moldina, þau höfðum við notað i gestaleikina okkar. Nú áttu þær hendur, sem forð- um voru svo natnar við gullin sin, að vinna hagnýtari störf. Svo komu draumarnir, þvi hvert er það óspillt ungmenni, sem ekki dreymir — vökudrauma? Hugurinn, ungur og frjór, byggir sér glæstar skýjaborgir, þar sem gleðin og gæfan einar ráða rikjum. Hve oft hefir unga ljóselska sál dreymt - drauma, sem aldrei rætast. En hvað gerir það til? Minningarnar lifa, og ylja og gleðja fram á elliár. Ég lokaði augunum. Þungur sjávar- niðurinn vaggaði sál minni i ró, djúpa ró. Hugurinn leið yfir lönd og höf. Myndirnar komu, ein eftir aðra og liðu sem i skuggsjá um huga minn. Stórar borgir með háreistum höllum og breiðum, torgum, djúpir gróðursælir dalir með skógiklæddum hliðum og bylgjandi ökrum. Hamrafjöllin háu, þar sem fossarnir bruna sinn volduga söng, ár og sið. Stórskógar með alla sina leyndardóma, þar sem fuglarnir leika svo létt i laufi, þvi að engin mannshönd hefir enn þá rænt hreiðr- um þeirra. Urðir og úfnir jöklar þar sem hætturnar leynast i hverju spori. Eyðisandar, þar sem bein veg- farandans hvitna af sól og sandbylj- um. Iðgrænar vinjar með niðandi lind- um og háreistum skuggasælum pál- mum, þar sem Fata Morgana byggir sinar skinandi brothættu marmara- hallir. Lyngvaxnar eyðiheiðar með bládjúpum svanavötnum. Heimshöfin endalaus, þar sem stormarnir geisa og aldan fær aldrei ró. Allt sem ég hafði svo oft þráð að sjá, fékk ég nú að lita i draumi. Þannig er mannsandinn. Hann binda engin bönd. Hann reikar um og leitar, i vöku og draumi, að hinum innsta kjarna, æðsta takmarki. Ég hrökk upp, morgungolan andaði á kinnar mér. Sólin var komin upp og skein á björgin hinu megin fjarðarins, svo að hver stallur og gnipa glóði sem rauðagull. Döggin, sem enn þá glitraði á blómunum, hvarf óðum fyrir geislum hinnar upprennandi sólar. Loftið kvað við af glöðum morgunsöng fuglanna, sem svifu hærra og hærra, upp i bládjúpan geiminn. Nýr dagur var risinn. Nóttin, draumanóttin, var runnin i hinn eilifa útsæ. En við siðasta andvarp mitt mun ég i anda leggja höfuð mitt upp að gamla steininum og liða á öldum ljósvakans upp til hinna eilifu bústaða. Þessi Ijúfa frásögn, sem frænka min, Guðrún Jónsdóttir frá Yztabæ, skrifaði fyrir mörgum árum, lýsir henni margfalt betur, en ég er fær um að gera. Hún vitnar um hógværð og prúð- mennsku, en um leið hugrekki og góð- ar gáfur Guðrunar. Hún dregur upp mynd af konu, sem gerði lif allra, sem henni kynntust, auðugra og betra. Guðrún Jónsdóttir fæddist að Yzta- bæ i Hrisey 23. júli 1894. Foreldrar hennar voru Hallfriður Þórðardóttir og Jón Kristinsson. Arið 1919 fluttist Guðrún með foreldrum sinum til Siglufjarðar og var Siglufjörður heim- ili hennar i 37 ár. 1924 giftist hún Jóni Jónssyni, sem ættaður var úr Svarfað- ardal. Þau eignuðust einn son, Þórð, sem búsettur er á Selfossi. Að manni sinum látnum fluttist Guðrún til sonar sins og tengdadóttur, en siðustu árin dvaldist hún á Elliheimilinu Grund i Reykjavik. Hún lézt i Landakotsspitala 8. april s.l. og var jarðsett á Selfossi 15. april. Blessuð sé minning hennar. Kristin II. Pétursdóttir. 22 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.