Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 5
Nanna Jónsdóttir frá Vatnsenda Fædd 7. maí 1907, dáin 17. sept. 1976. Viö eigum öll samferðafólki okkar i llf- inu margt að þakka, af fólkinu, sem við umgöngumst, fá stundir daganna lit sinn bjartan eða daufan og stundum jafnvel drungalegan eftir viðmótinu, sem við mætum. Þegár ég hugsa til Nönnu, frænd- konu minnar frá Vatnsenda koma mér i hug ótalmargar, litfagrar stundir fullar af glaðværð hennar, bjartsýni, hlýju viðmóti og skemmtun. Þó hef ég engri manneskju kynnzt, sem sorgin heimsótti oftar og meira var lagt á I sambandi við missi ástvina. Af styrk hennar, rösemi og æðru- leysi á erfiðum stundum hef ég lært mest og dáöi hana fyrir meira en aörar manneskjur. Nanna Jónsdóttir var fædd á Hall- dórsstöðum i Reykjadal. Foreldrar hennar voru hjónin Sigriður Arnadótt- irfrá Finnsstöðum I Köldukinn og Jón Sigfússon frá Halldórsstöðum. Sigfús á Halldórsstöðum var Jónsson, frá Bjarnastöðum I Mývatnssveit, Jóns- sonar, Helgasonar, Asmundssonar á Skútustöðum. Móðir Sigfúsar var Maria Gisladóttir (Skarða-GIsla). Sig- riöur, kona Sigfúsar, var Jónsdóttir, Hinrikssonar skálds á Helluvaði og Friöriku Helgadóttur, Asmundssonar á Skútustöðum. Sigriöur, móöir . Nönnu, var dóttir Arna Kristjánssonar á Finnsstöðum, Kristjánsonar frá Hóli I Kinn og k.h. Bóthildar Einarsdóttur á Björgum, Grimssonar á Krossi, og Agötu Magnúsdóttur frá Sandi. En móöir Arna var Bóthildur Grimsdóttir, systir Einars á Björgum. Forfeöur og formæður Nönnu, sem ég hef hér nefnt, voru þannig öll úr sveitunum i austanverðri Suöur-Þing- eyjarsýslu, allt vel þekkt fólk þeim, sem þar þekkja til. Foreldrar Nönnu skildu um það bil, sem hún var fjögurra ára, bróðir hennar, Aðalsteinn, sem var 2 árum eldri, varð eftir hjá fööur þeirra, en þær mæögur fluttust i Finnsstaði. Þessi fyrsti skilnaður Nönnu frá ást- vinum var henni sár, þó ung væri, enda var hún hænd aö hinum glæsilega og glaðværa fööur sinum, og siðar rækti hún við hann góða frændsemi, þó aö vik væri á milli vina á uppvaxtarár- unum. A Finnsstööum óx Nanna upp i fjöl- mennum frændgarði, hjá afa sinum og ömmu, móöurbræðrum og siöar börn- um Kristjáns móöurbróöur sins, þótt allmiklu yngri væru. Þess er sérstak- lega minnzt, aö hún varö fljótt auga- steinn Arna afa sins. Finnsstaöaheim- ilið ar fjölmennt menningarheimili. Þar og á bæjunum i kring var margt ungtfólk að alast upp. Eldri sem yngri ræktu mikið og gott félagslif, þar sem söngur og hljómlist tengdi fólkið sam- an, enda var óvenju margt af þessu fólki söngvið og ljóöelskt. Nanna fékk söng og tónlistargáfur úr báum ættum og lærði ung að spila á orgel, fyrst hjá Kristjáni frænda sin- um, en siðar var hún vetrartima á Húsavlk hjá Þórdisi Bjarnadóttur frá Knarrarnesi á Mýrum. Það má marka.aðhúnhefurþóttsýna árangur I þessu námi, að afi hennar gaf henni ungri forkunnar vandað orgel, sem þótti mikið i lagt á þeim tima. Nanna ólst upp við bóklestur og ljóða ást. Enga konu heyrði ég oftar vitna I fagrár ljóðlinur i máli sinu en Sigriöi, móöur Nönnu, og hagmælska til skemmtunar og af gáska var mikið iðkuð af frændum hennar ýmsum. Nanna fór á alþýðuskólann á Laug- um og var þar tvo fyrstu veturna, sem hann starfaði, 1925-26 og 1926-27. Vet- urinn næsta var hún heima á Finns- stöðum og við orgelnám á Húsavik. Þar á eftir, 1929-30, gekk hún á hús- mæðraskólann á Laugum, sem þá var nýstofnaður, en þá var hún heitbundin séra Þormóði Sigurössyni frá Yzta- felli, sem vigður hafði veriö til Þór- oddssstaðar prestakalls árið 1928. Þau giftu sig I Reykjavik 21. júni 1930 og fóru I brúðkaupsför á Alþingishátiöina á Þingvöllum. Veturinn 1930-31 dvöldu þau á Finns- stöðum, en um vorið var flutzt að Vatnsenda við Ljósavatn, sem gerður var að prestssetri. Þar þurfti allt að byggja up, og var þegar byrjað á íbúðarhúsi en búiö i gömlum bæ á meðan. Vatnsendi liggur austan i Ljósa- vatnsskarði við vatnið sunnanvert, þar er fagurt, brött og hvassbrýnd fjöll Skarðsins speglast tiðum i vatninu. A móti bænum er skógiklædd Krosshlið- in, sem veitmótsuðri,þar vorarfyrst i þessum dölum. Tilausturser viðlendið meira, fell og heiðar öll vafin gróðri meö mjúkum linum móbergssvæðis- ins I austanverðri sýslunni. Bærinn stendur undir bröttu fjalli efst á sléttri grund, semteygirsig niðurað vatninu. Allt umhverfiö býður af sér góðan þokka — en þvi lýsi ég þessu, að þau Nanna og Þormóður sköpuðu sér þarna heimili og áttu heimilislif, sem mér, og að ég hygg sveitungum þeirra og sóknarbörnum, fannst vera að feg- urð og hlýleika i samræmi við um- hverfið hið næsta og fegurð staðarins. A Vatnsenda bjuggu þau allan sinn búskap, að undanteknum einum vetri, sem þau dvöldu á Akureyri, er Þor- móður var þar við kennslu. Sigriður, móðir Nönnu, var með þeim alla tlð og siöan hjá Nönnu, eftir aö hún fluttist til Reykjavikur. Nönnu og Þormóöi varð sex barna auðið: Vigdis er fædd 1931, gift Sveini skorra Höskuldssyni. Arni var fæddur 1932, hann dó 1970. Hann var kvæntur Hjördisi Thoraren- sen. Kristbjörg, fædd 1933,er gift Agli Hall- dórssyni. Sigriður Bóthildur var fædd 1942, hún dó 1964. Siguröur Jón var fæddur 1949, dó 1954. Kolbrún, fædd 1952 er gift Geir Frið- geirssyni. Séra Þormóður andaðist 26. mars 1955, aðeins 51 árs. Þá flutti Nanna til Reykjavikur ásamt börnum sinum og móður og átti heima aö Sörlaskjóli 64 alla tlð siðan. isiendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.