Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Qupperneq 15

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Qupperneq 15
Þorkell Erlendur Jónsson f. 8. júli 1917 d. 15. nóv. 1976. Þann 15. nóvember s.l. lést á Land- spitalanum Þorkell Erlendur Jónsson, sérleyfishafi og bifreiðastjóri frá Bolungavlk, eftir samfellda ársdvöl á sjúkrahúsi, þar sem hann háði hetju- lega baráttu við banvænan sjúkdóm, þar sem dauðinn hlaut að sigra að lokum. Þorkell var þekktur maður I sinu heimahéraði og viöar. Ekki einungis vegna mannkosta sinna og drengi- legrar framkomu, heldur einnig vegna þess a s.l. 15-20 ár stundaði hann, sem aðalatvinnu, akstur sérleyfis og hóp- ferða bifreiða, sem hann átti sjálfur. Þá átti hann lika oftast nær minni bif- reið til leiguaksturs, sem hann greip til þegar honum buðust verkefni við hæfi. Hann var vökull og atorkusamur i starfi, ósérlifinn og bóngóður greiða- maður, sem hvers manns vandræði vildi leysa og tókst oft að koma ótrú- lega miklu I verk, enda lagði hann jafnvel nótt við dag, svo að oft voru hvildarstundir hans með ólikindum fáar og stuttar. Þeir munu vera nokkuð margir sem hafa beðið hann að gera sér greiða eða útrétta fyrir sig i ferðum hans til Isa- fjarðar og jafnvel fjarlægari staða. Flestir Bolvíkingar munu tvimæla- laust einhvern tima hafa verið i hópi farþega Þorkels á Öshliðinni, eða ein- hverri annari leið, á hinum misjafn- lega skemmtilegu heiðum á Vest- fjörðum. Þegar hann sat við strýrið voru allir öruggir og kvíðalausir um vegferð sina. Þorkell Erlendur Jónsson var fædd- ur i Bolungavik, 8. júli 1917, og bjó þar til æviloka. Foreldrar hans voru Anna Skarphéðinsdóttir Eliassonar frá Garðsstöðum og Jón Ólafur Jónsson sjómaður Jóhannessonar frá Blá- mýrum i ögurhreppi. Bæði af sterkum stofnum frá Isafjarðardjúpi. Sex ára gamall missti hann föður sinn, sem drukknaði 11. sept. 1923. Móðir hans stóð þá ein uppi með sex börn á framfæri sinu. Elzti sonurinn Hrólfur var tæplega þrettán ára, en það yngsta, Guðrún 5 mánaða. Það segir sig sjálft að á þeim tima var ógjörningur fyrir eignalausa ein- stæða móður, sem ekki átti þak yfir barnahópinn sinn, að ala ein önn fyrir islendingaþættir svo stórri fjölskyldu, þó að hún væri kjarkmikil og ötul dugnaöarkona. Hún varð þvi að láta börnin frá sér, um lengri eða skemmri tima, til þess að geta sjálf unnið utan heimilisins. Hvernig sem þvi hefur verið háttað, þá höguðu atvikin þvi þannig að Þor- kell fylgdi alltaf móður sinni til full- orðins ára og hélt með henni heimili þangað til hann kvæntist 27 ára gamall. Enda var hann henni góður og ástrikur sonur. Hann var bráðger og viljugur til verka og fór snemma að vinna og létta móður sinni róðurinn. Þau fóru saman i kaupavinnu, hún sem kaupakona, hann sem létta drengur eða smali, þar til hann fór að stunda önnur störf er hann óx að aldri og þroska. t Bolungavik var þá vart um önnur störf að ræða en sjósókn eða aðra atvinnu henni tengda. Það kom snemma' i ljós að sjó- mennska hentaði Þorkeli ekki, vegna meðfæddrar sjóveiki, annars hygg ég, að svo hafi verið samið með þeim mæðginum að hann legði ekki fyrir sig sjómennsku, svo að hún þyrfti ekki að sjá á eftir þessum syni sinum i sjóinn, eins og föður hans. Um árabil stundaði hann þó störf sem tengd voru sjósókn og útgerð á meðan linuútgerö var svo til einvörð- ungu stunduð úr verstöövum viö Isa- fjarðardjúp. Þorkell var þá landmað- ur við báta, sem gerðir voru út frá Bolungavik, og oft seinni árin land- formaður. Við að beita linuna, náði hann þeirri, að orð var á gert og heyrt hefégaðfáirmenn eða engir hafi ver- ið jafnokar hans við þau störf, meðan hann var á bezta skeiði ævi sinnar. Enda stundaði hann þessi störf í hjá- verkum fram á siöustu ár og þá i ákvæðisvinnu. Þorkell naut litillar menntunar i æsku svo sem titt var um fátæk ungmenni á þeim árum, auk barna- skólanáms, sem þá mun hafa verið fjórir vetur var hann einn vetur i ung- lingaskóla, annarrar skólagöngu naut hann ekki, nema hvað hann fór á nokk- urra vikna námskeið, til að öðlast meirapróf bifreiðastjóra. Þaö duldist þó engum, sem til þekktu, að hann heföi verið vel fallinn til langskólagöngu. Hefði raunar sómt sér vel hvar i sveit, sem hann hefði haslað sér völl. Hann var meöeigandi I fyrstu fólks- bifreiðinni, sem kom til Bolungavlkur. Bifreiðastjórapróf tók hann 1942 og meirapróf bifreiöastjóra 1948. Arið 1944 hóf hann akstur vörubif- reiðar, sjálfur eignaðist hann fyrstu vörubifreiðina 1946 og eftir það átti hann oftast nær bifreið og oftar en ekki, fleiri en eina. Það má raunar segja að frá þessum tima væn bifreiðastjórn hans aðal- starf til æviloka. Um hinn umtalaða og hættulega Óshliðarveg milli Bolungavikur og Hnifsdals hafa vist fáir farið oftar en hann á bifreið og mest ók hann eftir þessum hættulega vegi, fyrr á árum, meðan vegurinn var nýlagður og ekki búið að sniða af honum þá vankanta, sem á honum voru i upphafi, en nú sjást litil merki um. Það er til marks um hæfni Þorkels sem bifreiðastjóra og þá giftu, sem fylgdi honum i starfi, að aldrei hlekkt- ist honum á svo heitið gæti á þessari leið eða öðrum, hvort heldur sem var i vestfirzkum hriðarbyljum á vetrar- degi né i siðsumarsrigningum og nátt- myrkri. Þorkell var hár maður vexti og grannur, hvikur i hreyfingum og allar stundir lifandi af atorku, dulur um sina hagi, prúður i framgöngu og stilltur vel. Allir báru ósjálfrátt traust til hans Skapmaður mun hann hafa verið, það sýnir dugnaður hans og harðfengi við öll störf. En skapsmun- irnir voru svo vel tamdir að ég hygg aö 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.