Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 23

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 23
sýslumanni til þess að afla fisk handa heimili móður sinnar. Þar fór hann einnig á sjó með Einari skáldi Benediktssyni. Frá þessum ferðum i Héðins- höfða kunni hann margt ævin- týralegt að segja og gat gefið for- vitnilegar lýsingar af ánægjuleg- um kynnum sinum við hina frægu feðga, Benedikt og Einar. Og skaparinn hélt áfram að gleðja Arna langa ævi meö fiski- láni. Eftir að hann fór sjálfur að búa fór hann lika út á Tjörnes ár eftir ár og fékk sér nokkra róðra með mági sinum Árna Sörenssyni á Kvislarhóli. Báðir voru þeii af- burða handfærismenn og sifellt að reyna með sér i fullri alvöru. Voru beztu vinir. Gerðu hins veg- ar grin hvor að öðrum til þess að skemmta mér, þegar ég heyrði á. Venjulega gaf Arni i Skógum fisklausum grönnum sinum, þeg- ar hann fór þessar ferðir. Seint á ævi sinni fór Árni árlega i róður með ungum manni á Húsavik, Gesti Halldórssyni i Jörva. Siðast siöla sumars árið sem Árni varð 89 ára, og voru þeir þá á vélbáti. Hrepptu vont veour á útsiglingunni og Arni varö sjó- veikur, seldi upp og leiö illa, enda eitthvað blautur af ágjöf og kald- ur. Gestur bauðst til að snúa aftur, en Arni bað hann blessaöan að gera það ekki. Héldu þeir svo áfram á mið. Lét Gestur Arna vera við stýrið meðan han'n lagöi — og dró Arni sagðist þá hafa orðið að heröa talsvert aö sér. En með þvi að nota sig þannig hefði Gestur bjargað sér frá óbærilegri niður- lægingu. Þeir fengu svo mikinn afla að Arni gat fefið mörgum i soöiö. Þetta var seinasta sjóferðin, - og ,,þótt ýmsum mál til komið”, sagði Arni brosandi við mig. Arni var alla tið i miklum metum hjá Sigurjóni á Laxamýri, sonum hans, Agli og Jóhannesi og börn- um þeirra. Oft var hann fenginn þar til verka, þegar hraustmenna þurfti með. Hann var i fjölda ára sjálfsagður maður við að setja niður laxakistur og taka þær upp. Haft var á orði, að hann skylfi aldrei af kulda við þann vaðal, þótt flestir aðrir gerðu það. Sorglegt manntjón varö 1914 i sambandi við þessi störf. Arni lenti i miklum lifsháska, en bjargaði sér meö snarræði, fimi og harðneskju. Hann var einn þeirra manna sem vex ásmegin á hættustundum. VU Ekki hefi ég heyrt þess getið, að Arni i Skógum hafi á ungum aldri verið gefinn fyrir góðhesta eða haft mikinn áhuga á gæðing- um. Auðvitað vildi hann aö hestar kæmust úr sporunum. En um fer- tugt eignaðist hann af nokkurri tilviljun fágætan reiðhest og varð gagntekinn af samskiptum við hann. Sýnir þetta hve Árni var að eðlisfari ákaflega meðtækilegur fyrir lifsfögnuð, — og að skapar- inn átti lika þessa leið að huga hans og hjarta. (Sjá skrif um Skóga-Grána i bók Asgeirs frá Gottorp: Horfnir góðhestar II bls. 352-357). VIII „öllu þvi, sem Islands byggöir eiga að fornu og nýju gott unni hann, — feðra táp og tryggðir taldi hann vorar beztu dyggöir, en — út ef dæju — ólánsvott”. Þannig kvað Grimur Thomsen við andlát góðs Islendings. Þetta mætti letra á leiði Arna Sigur- pálssonar. En hann var bjartsýnn á að beztu dyggðirnar, tápiö og trýggðirnar, mundu lifa i fari Is- lendinga og endurfæðast. Og hann hvatti æskuna til afreka, hvenær sem hann fann sig fá tækifæri til. Hann sagði af sér grenjaskyttu- starfinu, þegar hann var 66 ára og hafði gegnt þvi rúmlega hálfa öld. Hann vildi ekki halda þvi fyrir yngri manni. Arni hafði alls unnið rúmlega 600 melrakka og var enn i miklu fjöri. Gekk alllengi eftir þetta til rjúpna og skaut ekki feilt. Þegar hann var 81 árs gamall, voru ungir menn að skjóta I mark með riffli rétt viö heimili hans. Höfðu þeir fyrir skotmark gos- drykkjarflösku. Skutu á alllöngu færi og hittu ekki. Arni var áhorfandi og brosti að þeim. Buöu þeir honum þá að skjóta og sýna hvaö hann gæti. Ar.ni þáði boðið, tók við rifflinum og skaut stútinn af flöskunni. — Tilviljun! sögu piltarnir. Sjóttu aftur, gamli minn! — Nei, svaraöi Arni. Ég er svo oft búinn að skjóta með sæmileg- um árangri um dagana. Nú er ykkar að hitta. IX Ef til vill spyr nú einhver, þeg- ar hér er komið. Hafði Arni i Skógum ekki einhvern veikleika? Jú, auövitaö hefir hann ekki verið laus við veikleika. Þekkir nokkur gallalausan mann? En veikleikar Arna, — hins mikla lifsþróttarmanns — sneru ekki að mér þannig, aö ég sjái nokkra ástæðu til þess aö ræða um þá. An efa hafa ástvinir hans haft kynni af þeim, ekki sízt i hárri elli hans. Sennilega hefir hin tryggðarika dóttir elskaö hann ennþá heitar en ella fyrir þá. Kærleiksbrjóstið nærist á því að styöja og fyrirgefa, eöa ala með sér tilfinningu um, að það sé gert. Liklega hafa dóttursynirnir unnað afa sinum meir en annars, af þvi aö þeir fengu aðstöðu til aö liðsinna honum við að láta eftir einþykkni sinni og fara sinu fram. Eg ræði um mannkosti hans og yfirburði, sem voru umhverfi hans mikilsverðir og eru til þess fallnir að auka bjartsýni og trú á manngildi, — og er ástæða til að minnst með sárum söknuð viö fráfall hans. Það, sem er til fyrir- myndar á að lifa i minningum. Harmur eftir fyrirmyndar- mann er hollur, af þvi að hann er þroskandi og mannbætandi. X. Grimur Thomsen segir i þýddu kvæði: „Guðir oss geta ei hnoss gefið mærra mönnum kærra en hluta að bera hærra.” Arni i Skógum haföi guðahylli. Máttarvöld himnanna gáfu hon- um þaö, sem mönnum er kærast, sigursæld á þeim völlum, sem hann haslaði sér i lifsbaráttunni. Lágkúra var eðli hans fjarri. Hann var lika svo heppinn aö vera fæddur og uppalinn i sveit, sem ól framtiöardrauma um miklar umbætur. Á aðra hlið hans var rómantfk fólks á stórbýlinu Laxamýri. A hina hliðina Hvera- vellir og hugsjónamenning fólks- ins þar, sem stóð fyrir rekstri Garðræktarfélags Reykhverf- inga. Arni Jónsson á Þverá var sama megin meö fjárrækt sina og fé- lagsmálaskörungsskap. Harðræði vetrarveöráttunnar stæltu taugar Arna i Skógum, en hin geislarika vor.öld norðursins ljómaði upp hugskot hans. Það var gaman að heyra frá- sagnir Arna af góðviðrismorgn- unum, þegar hann lá á grenjum. Sólin hækkaði og rökkva nætur- innar létti. Fuglar heiðarinnar vöknuöu og hófu söngva sína. Blómi jaröarinnar breiddi krónur sinar móti sól. Næturdöggin eyddist og angan jarðarinnar steig með henni að vitum. Arni sjálfur fann ekki betur en hann yrði óaðgreinanlegur hluti af un- aðslegri samstillingu voraldar norðursins. Þetta var dýrleg upp- lifun, sem höfðaði til innsta eðlis og efldi það. Reykjahverfið, —sveit Arna, — er byggð, sem nútiöin hefir eins og afhent töfrasprota. Þar er kominn vegur vel gerður eftir endilangri byggðinni. Hon- um er alltaf haldiö akfærum til Húsavikur vegna flutninga Kisil- iðjunnar i Mývatnssveit. Skarða- háls með sina mörgu dauðadóma Islendingaþættir 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.