Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 25

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 25
Bj örn O. Pétursson forstjóri Fæddur 1.10. 1916 Dáinn 16.02. 1977 ,,En til þess veit eilífðin alein rök”. <E. Ben.) Björn Oli Pétursson var fæddur aö Hallgilsstööum á Langanesi. Þar biuggu foreldrar hans, Sig- riður Fri&riksdóttir og Pétur Methúsalemsson. Sigriður var orðlögð fyrir rausn og myndar- skap, var hún ekkert siður forsjá heimilisins en húsbóndinn. Hann aftur á móti var listrænn t.d. var hann organisti i Sauðaneskirkju og kenndi mörgum unglingum á hljóðfæri. I litla bænum undi margur við söng, en húsbóndinn lék undir á hljóðfæri sitt. Var þá stundum gestkvæmt. Þegar ég minnist þess, dettur mér i hug visuorö E. Ben.: „Gleðin er heil- ust og dýpst viö það smáa.” Ariö 1922 var þeim hjónum sagt upp jarönæðinu. Var þá brugöið á þaö ráö aö flytjasttil Vestmanna- eyja, en þaðan var Sigriöur sttuö. Ekki var dvölin löng þar, þvl Pét- ur gat alls ekki hugsaö sér aö sétjast þar aö. Neyddist þvi fjöl- skyldan til aö flytjast áriö eftir noröur á Langanesströnd I al- gjöra óvissu og var í fyrstu dreifö .meöal vina og venzlafólks. Varö þaö aö ráöi, aö keypt var spilda, 3 hektarar úr landi Saurbæjar og hafin bygging nýbýlis, er hlaut nafniö Hafnir. Landi þessu fygldi hagaganga fyrir 30 kindur eina kú og hest og uppsátur fyrir bát. Augljóst var, aö ekki var hægt aö reka búskap meöþessum bústofni enda i upphafi reiknað meö aö draga björg I bú meö sjósókn. Aö Höfnum sameinaöist svo fjöl- skyldan smátt og smátt eftir þvi sem ástæöur leyföu. Bjöm taldi þaö hafa veriö misráðið hjá for- eldrum sinum aö setjast ekki heldur aö á Bakkafiröi eöa Þórs- höfn, vegna þess hvaö lending og önnur aöstaöa var slæm á Höfn- um og erfiöleikar á aö koma frá sér sjávarafla. Unglingsárin vann Björn al- menn störf sem til féllu, svo sem vegavinnu, sjóróöra, fiskverkun o.fl. Um 1930 keyptu bræöumir trillubát sem þeir geröu út frá Höfnum. Má þá segja aö þá hafi heimilið farið aö rétta úr kútnum. Þessi systkinahópur á Höfnum vakti snemma athygli. Hann hef- ur heldur ekki brugðizt vonum manna, bræöumir allir kunnir hæfileikamenn, hver á sinu sviöi og þaö er mál manna, aö systurn- ar gefi þeim ekkert eftir. Systkinin i aldursröö: Marinó, heildsali i Reykjavik, Elin, hús- móöir iLaxárdal i Þistilfiröi, Val- geröur húsmóöir i Keflavik, Odd- geirsmiður og uppfinningamaður i Keflavik, Björn Óli fram- kvæmdastjóri i Reykjavik, Agúst húsgagnasmiöameistari og dæg- urlagahöfundur i Kópavogi og Garöar en hann dó I bernsku. Atján ára fór Björn i Eiöaskóla og var þar tvo vetur og aöra tvo i Samvinnuskólanum, en stundaöi sjó á sumrin frá Höfnum. Hann réðst til Kf. Austfjaröa, Seyöis- firöi árið 1939. Eftir ár, sagöi hann upp starfi sinu þar, keypti litinn mótorbát og var sjáHur for- maöur. Hann seidi bátinn um haustiö og tók aö sér barna- kennslu á Skálum á Langanesi. Um þetta leyti kynntist hann Þuriöi, dóttur hjónanna Guö- mundar Vilhjálmss. fyrrv. kaup- fél.stj. og oddvita m.fl., og Her- borgar Friöriksdóttur, Syðra- Lóni. Þar var , og er enn rómaö fyrirmyndaheimili. Aftur lá leiö Björns til Seyöis- fjaröari hans fyrra starf, og þar - gengu þau Þuriður i hjónaband 9. ágúst 1941. Það ár sagði þáverandi kaupfé- lagsstj., Jón Gunnarsson, upp starfi sinu. Karl Finnbogason skólastjóri fór þess þá á leit við Björn aö hann tæki aö sér fram- kvæmdastjórastarfið. Sýnir það glöggt tiltrú þá, sem hinn viöur- kenndi skólafrömuður bar til Björns Péturss.. Björn hafnaöi þessum tilmælum, þvi hjónin höföu þá ákveðið að flytjast frá Seyðisfirði Arið 1942 bauðst Birni fram- kvæmdastjórastarf við verzlun i Keflavik. Tók hann þvi boöi. 1945 var stofnað Kf. Suðurnesja, Keflavik og varð Björn fyrsti framkvæmdastjóri þess og gegndi þvi starfi til 1949. A þess- um árum réöst Björn i útgerö, en þar skiptust á skin og skúrir, eins og oft vill veröa, og endaði meö þvi aö hjónin misstu allt sitt. Það gefur auga leiö, aö þetta hefur verið mikil reynsla fyrir hjónin, ekki sizt konuna með barnahóp- inn unga. Þaö er alkunna aö jafnvel af- buröakona týnist stundum gjör- samlega almenningi vegna þess hvaö störf hennar eru hljóölát. Oft vill lfka eiginkonan gleymast þegar mannsins er getiö, en hver er þaö annar en konan, sem stendur aö baki manns sins? Er þaö ekki eiginkonan, sem oft hef- ur úrslitaáhrif á þaö, hvort eigin- manninum nýtast hæfileikar sin- ir, jafnvel hvort maöurinn veröur aö manni eöa ekki? Er þaö ekki fyrstog fremst konan sem skapar heimiUö og elur upp börnin? Oft viU veröa aö sunduriyndi gerir vart viö sig milli hjóna þeg- ar mest á bjátar. 1 þessu tUfelU var þvi öfugt fariö, aldrei stóftu þau hjón nær hvort öftru ea einmitt þá, og sýnir það bezt hvaft i þeim bjó. Þaö eru sigild sannindi aft á- reynsla og andstreymi eru tvær meginundirstööur mannlegs þroska og kannski nær enginn fullum þroska án þess aö veröa fyrir alvarlegum áföllum. Þeir sem ekki brotna, vaxa viö þau. Hannes Hafstein talar um storm- inn, sem „gráfeysknu kvistina bugar og brýtur, og bjarkirnar treystir um leiö og þú þýtur”, E. Ben: „mótlæti mannviUö skap- ar.” Björn fluttist meö fjölskyldu slna til Reykjavikur áriö 1955. Þar sinnti hann ýmsum verzlun- arstörfum, aöallega fasteigna- sölu, þar til hann stofnaði heild- sölufyrirtækiö Björn Pétursson h.f. og tizkuverzlunina Karnabæ islendingaþættir 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.