Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 39
Kristján Ingólfsson
fræðslustjóri
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr it sama,
en oröstirr
deyr aldregi,
hveim er sér góöan getr.
(Hávamái).
Allt er i heiminum hverfult og
skilur þar eigi milli hins smæsta
og hins stærsta. Lognbylgja
morgunsins getur oröiö brimalda
aö kvöldi, kviöi haustsins um-
skapast i frjóa von vorsins, sól
getur sortnaö i heiöi. Gleöi og önn
lifsins hljóöna i einni andrá.
Strengir lífsins bresta undan oki
þjáninga, og eftir grúfir dimmur
skuggi. Eitt töfrandi ljósbrot
klýfurþannskugga og lýsir sviöiö
aö nýju — góöur oröstir — minn-
ingin um góöan dreng.
Þeim mun stærri og skærari er
ljóskeilan sem' vissa þess er
sterkari.aö góöur maöur er geng-
inn og unnt er meö sanni aö viö-
hafa orö Hávamála:
,,Sá er sæll,
er sjálfr of á
lof ok vit, meöan lifir,...”
Viö erum ætiö varbúin aö frétta
fráfall ættingja eöa góös vinar,
jafnvel þótt þung veikindi steöji
aö. Svo fór mér, er Elin frænka
min, tilkynnti mér seint aö kvöldi
31. janúar lát manns síns,
Kristjáns Ingólfssonar, sem var
einn minn bezti vinur vanda-
lausra manna. En hann hafði þá
legiö fullar þrjár vikur i Borgar-
sjúkrahúsinu I Reykjavik, fár-
sjúkur.
Jón Kristján lngólfsson var
fæddur á Seyöisfiröi 8. október
1932 og ólst þar upp i systkinahópi
hjá foreldrum sinum. Ungur vann
hann við hvers kyns störf, hélt til
náms i Kennaraskólanum og lauk
kennaraprófi 1954.
I Kennaraskólanum kynntist
hann eftirlifandikonu sinni, Elinu
óskarsdótturfrá Mosvöllum iön-
undarfirði, en hún er einnig kenn-
ari aö mennt. Þau gengu i hjóna-
band 26. desember 1954. Börn
þeirra eruþrjú: Ingileif Steinunn,
háskólanemi, f. i Reykjavik 1955.
Hilner giftÞorsteini Baldurssyni,
handavinnukennara og búa þau i
Reykjavík. Ingólfur, mennta-
skólanemi, f. á Norðfirði 1959 og
islendingaþættir
óskar Grimur, gagnfræöaskóla-
nemi, f. á Eskifiröi 1961.
Alla tiö frá þvi aö Kristján lauk
kennaranámi, starfaöi hann aö
skólamálum: sem kennari, skóla-
stjóri, námsstjóri og fræðslu-
stjóri og vann aö þessum þýöing-
armiklum störfum meö alúö og
dugnaði.
Hann hóf kennsluferil sinn sem
skólastjóri i Vik I Mýrdal, var sið-
an kennari á Bildudal, en lengst
var hann skólastjóri Barna- og
gagnfræðaskólans á Eskifirði.
Eftir langt og giftudrjúgt starf á
Eskifiröi fluttu þau hjón aö Hall-
ormsstaö og kenndu um skeiö viö
Barna- og unglingaskólann þar. A
þeim tima var Kristján skipaöur i
nefnd þá, er vann að samningu
grunnskólalaganna, og vann hann
þar mikið og gott starf.
Ariö 1973 tók Kristján viö starfi
námsstjóra Austurlands og flutti
þá fjölskyldan til Reyöarfjaröar.
Þegar embætti fræðslustjóra var
stofnaö, 1975, var Kristján ráöinn
fyrsti fræöslustjóri Austurlands,
og þvi embætti gegndi hann til
dauðadags. Þaö kom i hans hlut
að móta þaö mikla og vandasama
starf, en auk hinnar faglegu
hliöar fylgja starfinu mikil og
erfiö feröalög og óhóflega langur
vinnutimi.
Jafnframt námsstjóra- og siöan
fræöslustjórastarfinu I stórum
landsfjórðungi og torveldum yfir-
feröar, vann Kristján aö marg-
háttuöum stjórnsýslustörfum i
menntamálaráöuneytinu svo sem
samningu ýmissa reglugeröa,
sem eru framkvæmdaútfærsla á
grunnskólalögunum, og kostaöi
þetta hann mikla vinnu, tima og
ferðalög. En þaö veit ég, aö
margar þessar reglugeröir væru
ööurvisi og óhagstæðari hinum
dreiföu byggöum, ef hans heföi
ekki notið þar viö. Hæfileiki hans
til aö vinna að skipulags- og
stjórnsýslustörfum var ótviræö-
ur, og hann var glöggur aö finna
kjarna hvers máls. 1 hugsun og
eðli var hann lika sannur dreif-
býlismaöur — og þá fyrst og
fremst Austfiröingur — I beztu
merkinguþessorös,en haföi jafnt
til aö bera viösýni og þekkingu
heimsborgarans.
Kristján var einlægur og ötull
félagshyggju- og félagsmálamað-
ur og vann afar þýöingarmikil
störf á hinum ýmsu sviöum fé-
lags- og þjóömála. Vafalaust
munu aörir gera þeim þáttum
betriskil, en ég vilþó nefna nokk-
ur atriði. Hann var einlægur
iþróttaunnandi og stundaði mikiö
iþróttir I æsku og á yngri árum.
Hann tók mikinn þátt i starfeemi
ungmennafélaganna og var um
langt skeiö formaöur Ungmenna-
og iþróttasambands Austuriands.
Hann var einn af aöalhvata-
mönnum aö stofnun Styrktarfé-
lags vangefinna á Austurlandi og
átti sæti i stjórn þess frá byrjun.
Málefni vangefinna og annarra
þroskaheftra lét hann sig miklu
skipta á fleiri sviðum og sem
fræöslustjóri vann hann mikiö og
gott brautryöjendastarf i þeim
efnum.
Kristján átti sæti i þjóöhátlöar-
nefnd Múlaþings 1974, sem undir-
bjó m.a. Eiðahátiö þaö ár. Hann
tók þátt i leikstarfsemi, aöallega
á Eskifirði, og var einn aðal-
hvatamaöur aö stofnun deildar
Norræna félagsins á Reyöarfiröi,
og formaöur frá byrjun. Auk
þessa vann hann mikiö félags-
starf I samtökum kennara.
Á sviði þjóömála lét Kristján
allmikiö aö sér kveöa. Hann var
allróttækur i skoöunum og ein-