Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 41

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 41
Gunnar Guðmundsson frá Reykjum á Reykjaströnd Gunnar Guömundsson frá Reykjum andaðist aö kvöldi 30. júli 1976 og hvarf þar af sjónar- sviöinu göfugmenni sem átti fáa sina lika. Gunnar var fœddur á Herjólfs- stööum i yrtri Laxárdal, þann 27. jUni 1898, sonur hjónanna Guðmundar Guðmundssonar frá Hvammkoti og Ingibjargar Björnsdóttur frá Hrafnagili, sem þar bjuggu þá. Þau njón voru bæöi upprunnin úr Skefilsstaöahreppi og voru bræörabörn, af svonefndri Skiöa- staöaætt 1 Laxárdal, sem er afar fjölmenn oröin og rakin frá hjón- unum Gunnari Guömundssyni og Guörúnu Þorvaldsdóttur á Skiöa- stööum, en þar hafa afkomendur þeirra búiö siöan eöa i um þaö bil tvær aldir. Gunnar var yngstur allmargra barna foreldra sinna, en nokkúr dóu i æsku. Auk Gunn- arskomustá legg, Björn vörubil- stjóri I Reykjavik, sem kvæntist og eignaöist fimm börn, Ingi- björg sem dó ung, ógift og barn- laus, af höfuösjúkdómi, og Jón sem drukknaöi nýkvæntur, en átti eina dóttur. Fátækt var mikil hjá foreldrum Gunnars, enda landlæg á þessum árum. Gunnar var tæpra tveggja ára þegar foreldrar hans fluttu frá Herjólfsstööum aö Ingveldar- stööum á Reykjaströnd, og hófu þar búskap á hluta af jöröinni. Þaöan var svo flutt i Sveinskot, sem var smábýli úr Ingveldar- staöalandi og siöan aftur i gömlu heimasveitina, Laxárdalinn, að litlu býli sem heitir Hrafnagil. Siðustu búskaparárin þar voru ein mestu haröindaár sem komiö hafa á þessari öld. Hrafnagil var ekki heyskaparjörö og þurfti faö- ir Gunnars þvi aö sækja heyskap inn á Laxárdalsheiöi, i landi Skiöastaöa, en þau vinnubrögð uröu eölilega erfiö og ódrjúg, jafnvel þótt aö þeim væri staöiö meö atorkusemi og dugnaöi. Þar sem landkostir jaröarinnar aö Hrafnagili buöu ekki upp á bjart- ar framtiöarhorfur, var ákveöiö aö bregöa búi áriö 1923. Foreldrar Gunnars fluttu þá til Sauöár- króks, þar sem faöir hans andaö- ist fáum árum siöar. Móöir hans fór til Reykjavikur i augnauppskurð og ilentist þar hjá Birni syni sinum og konu hans Evlaliu ólafsdóttur. Þá stóð islendingaþættir Gunnar frammi fyrir þeirri spurningu, sem flestum mætir á lifsleiöinni, sem sé þeirri spurn- ingu, hvernig hann ætti að sjá sér farboröa á timum sem buðu ung- um, ómenntuöum og fátækum mönnum ekki upp á marga mögu- leika. Gunnari fór sem mörgum öörum, á þessum árum, aö hann réöst i vinnumennsku, fór hann til Þorbjarnar bónda á Heiði i Göngusköröum, og mun sú ákvörðun hans hafa reynzt báö- um til hagnaöar, enda voru þeir góöir kunningjar æ siöan. A árum sinum á Ingveldarstööum og i Sveinskoti, haföi Gunnar kynnzt Friðvin Asgrimssyni bónda á Reykjum á Reykjaströnd, þeim manni sem hann mat einna mest allra þeirra manna vandalausra erhannkynntistá ævi sinni. Friö- vin lýsti Gunnari svo, aö hann heföi veriöóvenjulegtkarlmenni i lund, haröfylginn, dugmikill og óvæginn sjálfum sér og öörum, hrjúfur á yfirboröi, en drenglynd- urog hlýr þegar innar var leitaö, óvenju heitur og einlægur trú- maöur. Taldi Gunnar samskipti sin viö þennan mann hafa mótaö sig meira en flest annaö á fyrstu manndómsárunum. Þaö er þvi ekki óliklegt, aö kynni Gunnars af þessum ágæta manni, hafi stuöl- aö aö þvi aö hann fór snemma aö velta fyrir sér fleiri málum en þeim sem beinlinis lutu aö dag- legu lifi. Friövin hefur veriö hon- um á vissan hátt iærifaöir og mannkostir hans hafa náö aö margfaldast f lærisveininum. Um Gunnar mátti segja, aö hann léti sérekkert mannlegt óviökomandi og áhugi hans fyrir öllum marg- breytileika lifsins var mikill og grundvallaður á djúpum skiln- ingi. A Reykjum stundaöi Gunnar jöfnum höndum sjómennsku og bústörf og féll vel hvorttveggja, þær stundir sem hann átti á Reykjum á þessum árum munu hafa veriö honum hugljúfar æ siö- an. Um þetta leyti geröist hann kaupmaöur hjá Siguröi A. Björnssyni á Veöramóti og tókst meö þeim vinátta sem entist meðan báöir liföu. Á þeim sömu timum dó Friövin bóndi á Reykj- um úr lungnabólgu og réöst Gunnar þá um haustiö til ekkju hans og var þar ráösmaöur, haföi hann jafnframt á hendi for- mennsku á sexæringi sem geröur var út frá Reykjum um haustiö. Voriö eftir brá ekkjan búi og fór Gunnar þá aftur til Siguröar bóndaá Veöramóti. Siguröursem siöar fluttist til Reykjavikur, var ötull búsýslu og fjáraflamaður, sveitarhöföingi og karlmenni. Þaö leiddi af sjálfu sér, aö slikur maöur var ekki lengi aö koma auga á þaö mannsefni sem bjó i Gunnari. Siguröurgeröi sér strax grein fyrir þvi aö vinnumanns- starf var allt of takmörkuö lifs- staöa fvrir ungan og gáfaöan mann, taidi hann þvi Gunnar á aö lita hærra og leita sér menntunar, án tillits til erfiöra aöstæöna. Þetta var mikiö drengskarpar- bragö af hendi Siguröar, þar sem hann var meö þessu jafnframt aö svipta bú sitt góöum starfskrafti. A þessum tima voru lýöháskól- arnir mikil menningaruppspretta á Norðurlöndum og ákvaö Gunn- ar meö ráöi Sigurðar, aö ráöast til inngöngu i lýöháskólann á Voss i Noregi. Eftir aö hafa selt fáeinar skepnur sem honum höföu áskotnazt i vinnulaun, sigldi hann svo meö norskum selfangara frá Siglufiröi um haustiö til Noregs — málvana á aörar tungur en islenzku. Voriö eftir var hann kallaöur aö prófboröi viö skóla- slit, til aö veita viötökum verö- launum fyrir hæstu einkunn á prófi i norskum stil. Gunnar

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.