Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 42

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 42
dvaldi viö nám á Voss þrjá vetur, en fdr þá I tækniskólann Skien- fjordens Mekanisk Fagskole i Porsgrunn viö Skienfjöröinn og stundaöi þar raffræöinám næstu þrjá vetur. Eftir aö námi lauk, fluttist Gunnar aftur til tslands og hóf störf i rafmagnsiön hjá ýms- um verktökum i Reykjavlk, starf- aöi hann viö þaö, þar til hann keypti jöröina Reyki á Reykja- strönd áriö 1937 og fluttist þang- aö. Þann 2. ágúst árinu áöur, haföi hann kvænzt Ingibjörgu, dóttur Arna prófasts Þórarins- sonar og lifir hún mann sinn. Kynni Gunnars af þessari jörö sem hann haföi nú fest kaup á, höföu orkaö sterkt á hann allt frá æskuárum, hann haföi aö visu ekki af rniklum eignum aö segja ogti'marnirvoru erfiöir, en Gunn- ar lét ekkert aftra sér og jöröin varð hans. Ef til vill var þaö of- dirfska af honum aö ráöast i þessi kaup, jöröin var nær húsalaus, ræktun litil, búrekstraraöstæöur erfiöar og margt sem þurfti aö bæta og laga. Vinnufólkstimabilið var að liða undir lok og forsendur fyrir sjósókn útvegsbænda brostnar, en sjávarafli haföi löng- um veriö grundvöllur afkomu Reykjabænda. Gunnar hefur ef til vill ekki skiliö tilhlitar þá alla þessa erfiðleika, en hann var þó maöur þeirrar geröar, aö han stæltist viö hverja raun og féll vel inn I hlutverk ein- yrkjubóndans. Færni hans til allra þeirra verka er þvi hlutverki fylgdu var sérstök og þaö var nánast sama hvaö aö höndum bar, hann haföi næga þekkingu og hæfileika til aö mæta þvi og sigraöist á hverjum vanda. Þar sem efni voru litil i upphafi búskapar, þurfti aö vonum meira til aö leggja I fjárfestingu en það sem búiö gaf af sér. Þaö var þvi lengi framan af sem Gunnar starfaöi utan bús og sótti vinnu — jafnvel til Reykja- vikur, fyrstu árin. Eftir aö hann kom frá Noregi þá haföi hann byrjað aö syngja meö Karlakór Reykjavikur og hélt hann þvi áfram þar til hann fluttist aö Reykjum. var hann í Noröurlanda för kórsins 1935 og i Alþingishá- tiöarkórnum 1930. Hefur hann sungiö inn á hljómplötur meö báöum þessum kórum. Eftir aö Gunnar kom aö Reykjum tók hann ýmislegt fyrir, var verk- stjóri viö hreppa og sýsluvegi sveitarinnar, flokksstjóri og túlk- ur viö lagningu þrýstipipu fyrir Rafveitu Sauöárkróks, ennfrem- ur kom hann sér upp smiöju og eignaöist álitlegt safn verkfæra, var hann þvi oft fenginn til smiöa viö byggingar og ýmislegt innan sveitarinnar. Hann smiöaði einn- ig mikiö af skeifum og seldi þær. Er þvi óhætt að segja, aö Gunn- arlagöi gjörva hönd á margt, og þaö var sama hvaö hann fékkst viö, allt bar manninum fagurt vitni. Eitt af þvi sem mun hafa staðið einna mest i vegi fyrir þvi, aö Gunnar nyti fjárhagslegrar vel- gengni var þaö, að einmitt á þeim árum þegar hann haföi þokaö fjárstofninum i þaö horf, aö hann heföi átt aö geta staöiö undir rekstrinum, þá skall mæðuveiki- fáriö yfir. Gunnar gat ekki samgangna vegna snúið yfir i mjólkurfram- leiöslu, eins og velflestir bændur geröu þá. Að lokum flutti hann frá Reykjum inn á Sauðárkrók. Þar bjó hann siðustu árin I húsinu Borgarey ásamt konu sinni. Arin á Reykjum höfðu veriö ánægjuleg og veitt honum rika gleði, hann haföi aldrei látiö nein áföll á sig fá og alltaf verið stefnu sinni trúr. Þótt aö hann væri flutt- ur á Sauðárkrók, þá var hugur hans aldrei fjarri Reykjum — jöröinni sem hann unr.i svo heitt. Eg kynntist Gúnnari og Ingi- björgu konu hans, þegar ég dvaldist hjá þeim sem leigjandi meöan ég var i iönskólanum á Sauöárkróki. Þau hjónin, Arni sonur þeirra og fjölskylda hans, sýndu mér bráöókunnum mann- inum þvilikan vinarhug, aö þaö mun mér aldrei úr minni liöa. Þær stundir sem ég dvaldi hjá þessu ágæta fólki veröa mér þær hugljúfustu rninningar sem hjart- aö getur átt. Sonur Gunnars og Ingibjargar, Ami, býr á Sauöárkróki og er fiskmatsmaöur þar, kvæntur er hann Elisabetu Beck Svavars- dóttur og eiga þau sex börn, átti Arni barn fyrir sem er dóttir og búsett i Eyjafiröi. Stjúpsyni sinum Gisla Geir Hafliöasyni gekk Gunnar i fööur- staö i hvivetna, en Gisli er nú raf- virk jameistari i Reykjavik, kvæntur ölöfu Jónsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Áöur en Gunnar kvæntist Ingibjörgu, eignaðist hann son, Helga Guömund, sem nú er forstööumaöur vinnuhælis- ins aö Litla—Hrauni. Gunnar lézt aökvöldi 30. júli 1976. Þegar sýnt var aö hverju fór, komu synir hans Gisliog Helgi norður — til aö kveöja hann hinztu kveöju. Skömmu áöur haföi Jón Niels, sonur Gisla, komiö sömu erinda. Hann haföi komiö til aö kveöja afa sinn — sem honum þótti svo undur vænt um. Aö siðustu vil ég láta i ljós min- ar persónulegu hugsanir i sam- bandi viö Gunnar Guömundsson. Þaö skeöur oft i lifi manns, aö hugurinn hrekkur upp við eitt- hvaö sem er svo fjarlægt, svo óskiljanlegt og óhugsandi, aö þaö finnast engin svör viö þvi. Þaö er eins og hjól timans stöövist eitt andartak og allt sköpunarverkiö standi öfugt fyrir sjónum manns. Sú tilfinning sem kallar fram slik Eg man þá stuttu daga — þær stundir er viö sátum og stilltum okkar sálir á æðri vonarsviö, svo lengi þannig unaö i yndiog ró viðgátum og andar beggja trúðu á kærleika og frið. En nú ert þú mér horfinn til himinblárra sala og hörpusláttur engla þér blfður fagnar þar, við munum ekki framar um fegurð lifsins tala og fullur trega leitar minn hugur þess sem var. Ég hlustaði á orð þin sem áttu i' kjarna sinum þann ægisterka sannieik sem bindur gleöi og sorg, þú kveiktir skilning djúpan i dulum huga minum og dreifðir björtu ljósi um myrka hjartaborg. Þú hlúöir að þvi smáa og baðst með blfðum rómi um blessun fyrir alla og varðir hverja sátt, sú auðlegð sem þú geymdir i andans ljúfa hljómi var ávöxtur sem bar þér með réttu á allan hátt. Þín hugsun þræddi brautir sem leiddu ljós i anda og leiðsögn þin og viti var jafnan birta sú, þótt lifs sé vegur allur — þá eftir merkin standa um ævi sem var fögur og byggð á sterkri trú. Þótt timinn væri stuttur — þá er svo margs aö minnast og mynd þin verður alltaf i huga minum skir, þvi betri manni er ekki neinn kostur á aðkynnast, að kveðja þig er erfitt og tregi i' huga býr. Svo einlæg gleði rikti I brjóstum okkar beggja, þar bjuggu lifsins straumar við önnurkjörenskort, og mér er heilög skylda á leiði þitt að leggja það ljóð sem þó mun aldrei til hlitar verða ort. Rúnar Kristjánsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.