Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 51

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 51
Guðrún Aðalsteinsdóttir Fædd 8/10 1924 Dáin 3/1 1977 Aöfaranótt mánudagsins 3. jan. s.l., lézt á Landspitalanum, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Reyni hvammi 12,Kópavogi, eftir erfiða sjúkdómslegu: Fráfall Gigiar, en svo var hún jafnan nefnd, langt um aldur fram, er þungt áfall fyrir f jölskyldu hennar og vini og öllum varö hún harmdauði sökum mannkosta, sem voru óvenju- miklir. Gigi var fædd að Hamraendum i Mið-dölum þann 8, okt. 1924. Á fyrsta ári fluttist hún með for- eldrum sinum og eldri systkinum að Brautarholti i Dölum og þar ólst hún upp, þriðja elzt i hópi sjö systkina. Foreldrar Gigíar lifa enn bæði i hárri elli, en þau eru Aðalsteinn Baldvinsson og Ingi- leif Bjömsdóttir, nú búsett i Kópavogi, en þangað fluttu þau fyrir nokkrum árum er þau brugðu búi I Brautarholti vestur. Gigi stundaði skóla heima, en veturinn 1943-1944 var hún i Kvennaskólanum á Blönduósi. Einn vetur 1947-1948, vann hún i Sviþjóö, en eftir heimkomuna sneri hún sér að afgreiðslu- störfúm, þó aö mestu á vetrum, en dváldi heima við ýmis störf á sumrum. Um var aö ræða heysk ap, verzlunarstörf svo og simayörzlu, en i Brautarholti hafði Aðalsteinn með búskapnum umsjón landssimastöðvar og verztlunarrekstur. Hefur mér verip tjáð, aö mikill myndar- bra^ur hafi verið á heimili þeirra hjóua Aöalsteins og Ingileifar, oft gaman varað spjalla um að nýju, enda er Guðmundur bæði hug- kvæmur og minnugur þótt aldur- inn séorðinn allhár. — En hanná erfitt um allar hreyfingar vegna þessað máttur hans i fótum hefur þorrið mjög, hann hleypur ekki lengur um Hælisheiði i fjársmöl- un eins og fyrr, en þar átti hann mörg sporin á yngri árum. A Hæli var jafnan margt sauðfjár, sem ekki mátti vera gæzlulaust. Nú er Guðmundur á heilsu- gæzlustöðinni i Borgarnesi, gam- ansamur og hress i anda. Ég árna honum alls góðs á ævikvöldinu og. þakka honum það allt sem við höfum átt saman að sælda. Jón ívarsson ma.rgti heimiliogí ýmsu sýslazt. Þau af systkinum Gigfar, sem ég kynntist, svo og hún sjálf, báru þe.ss ljósan vott, að þau voru alin up;p á góðu heimili og voru gjörvi- leigt og dugandi fólk. Þann 4. júli 1953, gekk Gigi að e.iga eftirlifandi mann sinn, Sigfús Jónsson frá Neðri-Miöbæ i Norðfirði, þá kaupfélagsstjóri á Þórshöfn Langanesi, en þangað hföðu þau flutt árið áður. A Þórs höfn bjuggu þau hjón i 4 ár, eöa fram eftir árinu 1955, er þau fluttu búferlum til Reykjavikur. Arið 1958 höfðu þau lokið byggingu húsnæðis i Holtagerði 12, Kópa- vogi og fluttu þangað og síðar að Reynihvammi 12 þar i bæ. Frá þvi að þau hjón fluttu til Reykjavikur, starfaði Sigfús, og starfar enn, i Innflutningsdeild S.l.S. i Reykjavik. Þeim hjónum varð þriggja barna auðiö, en þau eru: Aðalsteinn f. 1953. Stundar sál- fræðinám i H.í. Rikarður f. 1955. Leggur stund á læknisfræði viö H.I., og Ingileif f. 1958, nemandi i 5. bekk M.R. öll eru ungmenni þessi vel gerð og verður lifshlaup þeirra von- andi jafn farsælt hér eftir sem hingað til. Auk framangreindra barna þeirra hjóna ólu þau upp kjörson Sigfúsar, Jón Karl f. 1951. Sá er þessar linur ritar, kynnt- istGigifyrsthaustið 1956, erhann kom til Reykjavíkur og bjó þá á Nýja-Garði aðeins stuttan spöl frá heimili þeirra Fúsa og Gigiar, ogþangað lágu oftleiðir og ávallt jafn gott þar að koma. Veturinn 1957-58 var ég svo i fæði á heimili þeirra. Myndarskapur húsfreyj- unnar var einstakur, viðurgern- ingur mikill og góður, svo sjald- gæft verður talið. Mataræði var « mjög fjölbreytilegt og minnist ég einkum haustmatar, sláturs, súr- matar o.fl. af þvi góðgæti, allt með einstökum ágætum gert og vel og rikulega á borð boriö. Þarna kom tvennttil. 1 fyrsta lagi var Sigfús mikill heimilisfaðir, sá um aðdrætti alla og minnti mig oft á forsjálan og góðan búhöld á stóru sveitaheimili. Svo var hús- freyjan frábærlega dugleg og vel verki farin, hvort sem um matar- gerð var að ræða, eöa annaö, er að heimilishaldi laut. Guðrún Aðalsteinsdóttir var stórgreindkona, frið sýnum, prúö I framgöngu og kurteis i orðsins beztu merkingu. Ávallt lagði hún gott til mála og aldrei heyrði ég hana leggja nokkurfi manneskju illt til. Hafði ég af þvi ánægju og þroska að ræða við hana frá fyrstu tið. Slikum er ómetanlegt aö kynnast. Að leiðarlokum þakka ég og min fjölskylda Gigi vináttu og ávallt ánægjulegar samveru- stundir, sem hefðu þó mátt vera fleiri siðari árin. Það er sárt að sjá á bak góöri konu og elskulegri móður, en auðfundið var hversu náið og ein- lægt samband bamanna var viö hana. Sigfús frændi minn og vinur sér i börnum sinum velflesta eðlis- kosti konu sinnar, og mun það veita honum huggun harmi gegn. Égbið æöri máttarvöld að veita þeim öllum styrk, eiginmannin- um, börnunum, öldruðum for- eldrum, systkinum og fjölda vina. Trúin á annað og betra lif handan þessa táradals mun og létta þrautir og vist er um það, að Gigi á nú betri tið i nýjum tilveru- stað. Blessuð sé minning hennar. Höfn I Hornafirði 10. jan. 1977 Friðjón Guðröðarson t islendingaþættir 51

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.