Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 53
MINNING
Guðlaugur M. Einarsson
hæs taré ttar lögmaður
F. 13. jan. 1921
D. 16. febr. 1977.
011 erum viö ein stór hljómsveit
1 þessu hrollkalda landi. Hver
leikur meö þeim þrótti sem hon-
um býríbrjósti. Sumir eiga fagra
hljóma en aörir miöur fallega,
allur fjöldinn fylgir hljómfallinu
átakalítiö og tilbreytingalaust.
Ofar öllu ööru er stjórnandinn
mikli, ósýnilegur, og óábyrgur,
en þó ræöur hann hvenær leikur
hefst og hvenær honum skallokiö.
Nú hefur eitt hljóöfæriö hætt
leiknum og veriö lagt í öskjuna.
Viö færumst nær og strengirnir
hljóma áfram eins og leikiö sé á
þá. Guölaugur Einarsson átti
tæran og þróttmikinn hljóm, sem
einstaka sinnum gatveriö dálltiö
hrjúfur og hvellandi, en þannig
lék hann, að eftir var tekiö.
Ég minnist hve glatt hann lék
er viö hittumst fyrir fjörutíu ár-
um á heimili foreldra hans, hann
elztur i stórum systkinahópi.
Faöirinn.Einar Kristjánsson, var
virtur byggingameistari, en
móöirin, Guörún Guölaugsdóttir,
bæjarfulltrúi, mikil mælskukona,
stórlát en örlát og gestrisin. Var
þar oft glatt á hjalla þegar skóla-
piltar hópuöust þangaö heim.
Húsfreyjan stóö viö eldavélina og
bakaöi lummur handa gestunum,
en þær hurfu um leiö og þær komu
af pönnunni. Vandamál líöandi
stundar voru rædd af kappi,
æskulýöurinn var ekki eins og
hann átti aö vera, vandamálin
blöstu viö, en þó var fjallaö um
þau á gamansaman hátt eins og
vera ber.
Guölaugur sem erföi skaplyndi
móöur sinnar, varö brátt einn
hressilegasti bekkjarfélaginn,
kappsfullur i ræðustól, oft stór-
yrtur en oft hnyttinn um leiö, bar-
áttumaður meö stórt og gjöfult
hjarta. 1 hópi skólafélaga var
hann hrókur alls fagnaöar og oft
tókst honum aö breyta gráum
hversdagsleikanum 1 iöandi fjör
oggázka. Einna hæst reis hann er
hann brá sér i gervi einkaritarans
á sviðinu 1 Iönó forðum daga. Þar
birtist hann sem hjólbeinóttur,
nákvæmur og sérvitur karlfausk-
ur. Þeim sem sáu þessa sýningu
er enn hlátur 1 hug.
Islendingaþættir
Aö loknu stúdentsprófi hóf hann
laganám viö háskólann, fræöilegt
en samt þaö frjálslegt aö nem-
endur gátu sinnt öörum hugöar-
efnum. Undir lokin sveif fyrir
augum hans mynd föngulegrar
stúlku.
Aö loknu embættisprófi geröist
hann blaðamaður við dagblaöiö
Visi en slöar varö hann bæjar-
stjóri á Akranesi i fjögur ár. Var
hann athafnasamur i verki og
skeleggur talsmaöur fyrir sinn
málstaö. Slöan sneri hann til
Reykjavikur og setti á stofn lög-
fræðistofu, sem hann rak i nær
þrjá áratugi. I starfi slnu kom
hann viöa viö, en var aö ýmsu
leyti frábrugöinn öörum starfs-
bræörum sinum, en þeir f jalla um
málefni kalt og rólega og klappa á
öxl skjólstæöingsins þegar illa
gengur. Guölaugur var sem fyrr
tilfinninganæmur baráttumaö-
ur, sem geröi mál umbjóöend-
anna aö sinu máli og varöi þá oft
aö miklu kappi og átti erfitt meö
aö sætta sig viö aö þeir biðu lægri
hlut. Reyndiþetta stundum meira
á hann en góöu hófi gegndi.
Guölaugur eignaöist tvær eigin-
konur um ævina, fimm börn og tiu
barnabörn. Haföi hann yndi af
fögrum konum, mannvænlegum
börnum og elskulegum barna-
börnum. Vinmargur var hann og
kunnu vinir hans vel aö nota hans
stóra og gjöfula hjarta, trygga og
falslausa vináttu, sem aldrei bar
skugga á. Hann átti göfuga
hljóma.
Fyrir nokkrum árum uröum
viö, vinir hans, áskynja, að einn
strengur hans var brostinn, en
hann hlifði sér ekki og brauzt
áfram eins og ekkert væri aö. Sfö-
ar biluðu fleiri og loks var aöeins
einn eftir, en af honum enduróm-
uöu gömul stef frá æskuárunum
góöu.
Nú hefur stjórnandinn mikli
látiö hann hætta leiknum og boöiö
honum tilfundar viösig og.veit ég
aö Guölaugur kveiö þvi ekki, þvi
góöur kærleikur var þeim á milli.
Nú i dag þegar Guölaugur hef-
ur sig til flugs úr þessari jarö-
nesku veröld, frá borginni meö
húsum og strætum, frá skógar-
hrfslunni i Borgarfiröi, frá vinum
og ættingjum, hópumst viö vinir
hans, sem enn eru hér eftir, aö
farkostinum og veifum til hans og
óskum honun góörar feröar og
þökkum samveruna, vináttuna og
allar gleöistundirnar. Hljómnum
hans gleymum viö aldrei.
Ólafur Pálsson.