Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 54
Olafur Ingþórsson
f. 26.10 1906
d. 31.12 1976
Ólafur Valdimar Ingþórsson
einsog hann hét fullu nafni fædd-
ist að Óspaksstöðum i Hrútafirði
26. október árið 1906. Foreldrar
hans voru þau hjónin Ingþór
Björnsson og Hallbera Þórðar-
dóttir, sem bjuggu þar á árunum
1901 til 1934. Heimilið var mann-
márgt og ólst Ólafur þar upp i
fjölmennum systkinahópi.
Ariö 1930 kvæntist Ólafur Aðal-
heiði Guðmundsdóttur frá Miö-
hraupi á Snæfellsnesi, og lifir hún
mann sinn. Þau eignuðust tvö
börn, Elinu Hrefnu og Ingþór
Hallbjörn. Þau Ólafur og Aöal-
heiður áttu fyrst heima á óspaks-
stöðum, en árið 1935 fluttust þau
til Reykjavikur og bjuggu þar æ
siðan. Stundaði Ólafur þar fyrst
akstur leigubiia en réðst siðar til
Landssima lslands og vann hjá
honum upp frá þvi. Var ólafur
lengst af verkstjóri vinnuflokks,
sem annaðist iagningu og viðhald
simalina. Ólafur lézt á gamlárs-
dag 1976.
Ólafur var hamhleypa til alira
verka og vinnuglaður svo af bar.
Jafnvel forhertir bókabéusar
fengu áhuga á skurðgreftri væri
Ólafur með i verkinu, þvi að hann
hreif þá nauðuga viljuga meö
kappi sinu og verksviti.
Bezt lét Ólafi að vinna og
skemmta sér undir berum himni.
1 æsku dró hann margan sprett-
harðan laxinn úr Hrútafjarðará,
og lengi fram eftir ævi veiddi
hann i ám og vötnum, þegar færi
gafst. Á seinni árum haföi ólafur
af þvi mikið yndi að fara riðandi
tim fjöll, enda átti hann fjöruga
hesta og ganglipra.
Fyrt á öldum hefði Oiafur
sennilega fengið viðurnefnið
barnakarl, vegna þess hve börn
og unglingar sóttust eftir félags-
skap hans, enda taldi hann aldrei
eftir sér að sinna þeim og miðla
þeim af reynslu sinni og þekk-
ingu. ólafur var glettinn i tilsvör-
um og einlægur, og það kunnu
börnin og unglingarnir vel að
meta. Hann þreyttist aldrei á aö
sýna i verki gildi hinnar þörfu at-
hafnar.
Hallfreður órn Eirlksson
Benedikta Sigvaldadóttir
Fædd 25. júnf 1897.
Dáin 25. desember 1976.
Hjartans amma min.
Nú þegar þú, sem varst og ert
mér svo afar kær, ert horfin frá
þessu jarðneska llfi, er mér eink-
ar ljúft að skrifa nokkur þakkar-
og kveðjuorð til þin. Minningarn-
ar sækja aö hver af annarri og
allar eru þær jafn hugljúfar, þar
ber engan skugga á. Ég minnist
lágvaxinnar konu, sem alltaf var
svo frá á fæti, Hljóðláts fótataks,
vinnusamra handa, sem ávallt
voru reiðubúnar til hjálpar, ef
tök voru á. Ég minnist einnig
augna þinna, erþau horfðu á mig,
svo hlý, svo trygg. Ég minnist
hljóölátra stunda með þér, bæði
sem barn og einnig sem fullorðin
kona. Ég minnist þess, er ég sem
barn dvaldi hjá þér á sumrin,
alira stundanna okkar saman.
Manst þú eftir iítilli stúlku, sem
ailtaf beiö á horninu eftir að
amma hennar kæmi heim úr
vinnunni. Já, ég veit að þú manst
það. Og alitaf komst þú með eitt-
hvað til þess að gleöja litiö barns-
hjarta með. Ég sé okkur fyrir
mér ganga saman heim, hönd i
hönd, svo glaöar og ánægöar. Eöa
þá kvöldin, þegar þú komst og
straukst svo létt en þó svo blítt
yfir vanga minn og bauðst mér
góða nótt, þá var gott að vera til.
Já, þú varst amma, i orðsins
fyllstu merkingu, og eins og þær
gerast beztar, og Guð gef i aö sem
flestir eigi og eignist slika ömmu,
þvi það er dýrgripur i lifi hverrar
manneskju. Ég gæti talið upp ótal
atvik i okkar sambandi, sem er
svo gott að minnast, en þau æt'a
ég að geyma i minningasjóðinum
minum og hann er stór. Og þó að
við höfum alloft sjaldan hitzt
siðustu árin, þá hefur hugur minn
oft dvalið hjá þér, og ég hef beðið
Guö aö styrkja þig i veikindum
þinum. og þó að ég vissi, að þú
yröir sifellt lasnari, þá trúi ég þvi
ekki almennilega enn, að þú sért
farin frá okkur. Samt finnst mér
einkar táknrænt, aö þú skyldir
kveðja þetta lif á sjálfa jóianótt-
ina, fæðingarhátið Frelsarans.
Það átti vel við þig. Lifið heldur
áfram, en gott er að eiga i fórum
sinum falinn fjársjóö, fagrar
minningar um yndislega ömmú,
minningar, sem enginn fær frá
manni tekið, þó aö veraldar-
gengið sé valt. Elsku amma min,
hafðu mlnar hjartanlegustu þakk
ir fyrir alla þina góðsemi i minn
garð svo og fjölskyldu minnar.
Brosiö þitt bjarta og bliöa mun
geymast i vitund minni. Hafðu
góða heimkomu og njóttu sem
bezt samfundanna við horfna ást-
vini þina, sem eflaust biöa þín, og
þeir eru margir, þar af sex börn
þin, sem þú máttir sjá af á öllum
aldri, svo og þrjú tengdabörn,
sem öll hurfu héðan i blóma lifs-
ins. Hittumst heilar á ný. Og að
lokum eins og við enduðum öll
okkar bréf. Guð og góðir englar
verndi þig og blessi.
Þin dótlurdóttir,
Sóley Benna
Islendingaþættir