Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Qupperneq 64

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Qupperneq 64
Attræður Magnús Helgason bóndi í Héraðsdal Hann er fæddur aB Anastööum I LýtingsstaBahreppi 21. desember 1896. Fóreldrar hans voru: Helgi Björnsson og seinni kona hans Margrét SigurBar- dóttir. Helgi Björnsson var af skag- firzkum ættum, en Margrét SigurBar- dóttir var af Bergsætt á SuBurlandi en fluttist norBur i SkagafjörB um 1890. Magnús ólst upp i stórum systkina- hópi og fór snemma aB vinna utan heimilis. Tiu ára gamall fór hann til Erlendar Helgasonar hálfbróBur sins, sem þá var bóndi á ÞorljótsstöBum i Vesturdal og var þar smali í tvö sum- ur. Magnús var bráBþroska og snemma þótti hann duglegur til allrar vinnu. Eftir fermingu, veturinn 1912, var Magnús i GoBdölum og hirti þar 200 fjár á beitarhúsum og var þaB vegna þess aB lausamaBur þar veiktist og lái sjúkrahúsi allan veturinn. SiBan hefur hann hirt búfé á hverjum vetri og veriB i heyjum þangaB til i vetur og er þó heilsugóBur ennþá og hefur aldrei veikzt af lungnabólgu. Tvitugur aB aldri áriö 1916 hóf Magnús búskap i Koigröf á EfribyggB á móti föBur sinum, en var ekki skrif- aöur fyrir jöröinni fyrr en 1918, aö faö- ir hans fluttist aö Reykjum i Tungu- sveit. Þessi tvö ár bjó Magnús meö ráöskonu, sem var systir hans, en sumariö 1918 réBi hann til sin kaupa- konu, liklega i 10 vikur og hún er hjá honum ennþá, enda gengu þau i hjóna- band áriö eftir. Kona Magnúsar er Jónina Guömundsdóttir Sveinss. og konu hans Sæunnar Eiriksdóttur. Ariö 1922 fluttu þau hjón aö Héröasdal, keyptu fyrst hálfa jöröina og hinn helminginn nokkrum árum siöar og bjuggu þartil 1976 aö þau seldu jörö og bú og fluttu til SauBárkróks. Héraös- dalur er góö jörö, metin á 40 hundruö aB fornu mati og 60 hundruö meB hjá- leigum, Stapa og ölduhrygg i Svartár- dal. Frændur og forfeöur Jóninu höföu átt jöröina og búiö þar siöan 1824 og þar var oft tvi- og þribýli. Magnús Helgason er vænn á velli, heröabreiöur og beinn i baki, hraust- menni til llkama og sálar, sviphýr og glaölyndur. Hann er mjög snöggur upp á lagiö, en þaö hefur aldrei gert honum til því lund hans er svo létt, að geö- brigði gufa upp á svipstundu eins og dögg fyrir sólu. Magnús i Héraðsdal hefur nú verið 64 bóndi I 60 ár og er þaö fágætt aö bú- skapartimi sé svo langur. Allan þenn- an tima hefur hann unnið sjálfurað búi sinu i sveita sins andlitis og gert um- bætur á jörö sinni, með ræktun og byggingum.svosem þörfvará. Þegar Magnús fluttist aö Héraðsdal var þar viöáttumikill torfbær aö falli kominn. Arið eftir fór hann aö byggja upp bæ- inn úr þvi byggingarefni, sem þá var tiltækt og næstu árin endurbyggöi hann öll útihús. Ariö 1937 hófst svo önnur umferö. Þá byggöi Magnús ibúöarhús úr steinsteypu og siöar úti- hús og lauk meö þvi, aö hann haföi bygtt öll hús á jöröinni tvisvar. A fyrstu búskaparárum sinum var Magnús kvaddur til opinberra starfa fyrir sveit sina. Ariö 1920 var hann kosinn I stjórn Fóðurbirgðafélags, sem þá var stofnaö, ásamt góöbóndanum Sveini Stefánssyni á Tunguhálsi. Þeir unnu saman i stjórn þessa félags og viö forðagæzlu áratug eða lengur og voru virtir vel I þeim störfum, vegna þess aö þeir voru svo góðir bændur, en góðir bændur voru þeir kallaðir, sem alltaf áttu nóg hey handa búfé sinu, enda litiö á annaö treysta á þeirri tiö. Arið 1931 var Magnús kosinn i hreppsnefnd Lýtingsstaöahrepps og átti sæti i henni til 1966 aö hann hætti öllum opinberum störfum sjötugur aö aldri. Fjallskilastjóri varhann frá 1933 til 1966 og gangnastjóri Vestflokks frá 1926 til 1959. Vestflokkur er gangna- mannaflokkur, sem leitar upp meö Jökulsá- Vestari aö Hofsjökli og vestur meö aö Ströngukvisl og siðan niöur aö Stafnsrétt. Of' eru veöur válynd I göngum á haustdögum og þaö hefur Magnús i Héraðsdal fengiö að reyna I áratuga starfi og mætti nefna til dæm- is haustiö 1929, þegar stórhriö geröi viö Hofsjökul og helminginn af gangna- mönnum vantaöi i Afangaflá viö Ströngukvisl. Þeirriðu ofan I byggöen fjórir lágu úti. Oftar hefur Magnús lent Iharöræöum á fjöllum, en þaö er hans háttur aö snúast gegn hverjum vanda skynsamlega eftir rólega yfirvegun. Mörgum fleiri trúnaöarstörfum hef- ur Magnús gegnt, var lengi i stjórn búnaðarfélags, I skólanefnd, i kjör- stjórn, fulltrúi á aðalfundum Kaup- félags Skagf. og ekki skal þess ógetiö aö hann var lengi I sóknarnefnd Reykjasóknar og skildi vel viö sóknar- kirkju sina. A siöastliönu sumri var endursmiöi Reykjakirkju lokiö, sem kostaðinokkrar miiljónir. Þá gáfu þau Héraösdalshjón 150 þúsund kr. auk annars til kirkjunnar. Svo sem aö likum lætur er Magnús búinn aö sitja marga fundi, þar sem félagsmál hafa verið rædd og ákvaröanir teknar. Hann var stundum seinn til aö taka ákvöröun, þvi þaö var hans háttur aö skoöa málin frá sem flestum hliöum, en afstaöa hans var alltaf vitræn. Aö ööru leyti haföi hann góöa hæfileika til aö gegna opinberum störfum, skrifaöi góöa hönd og var ágætur reikningsmaöur. Reiknings- gáfa hans er eöiislæg. Hann var ekki I skóla eftir fermingu og skólaganga hans i barnaskóla var stutt, en kenn- arar voru góöir. Magnús er mjög samningalipur en lætur þó ekki á sig halla i samningum Hann er diplomat og hefði sómt sér vel aö vera diplomat fyrir stórveldi. Hann sá um ýmis verkefni fyrir hreppsnefnd meö hagsýni og dugnaði, svo sem aö leggja sauöfjárveikivarnagirðingu yf- ir Stóra-Vatnsskarö á þeirri tiö og einnig sá hann um byggingu Mælifells- réttar árið 1955. Réttin er mikiö mann- virki og kostaöi rúm 300 þúsund kr., sem var þá allmikiö fé, en Magnús komst hjá því aö taka lán. Eins og áöur er sagt var Magnús Framhald á bls. 63 Islendingaþættir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.