Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 3
Magnús Helgason bóndi Héraðsdal F. 21/12 1896 d. 31/12 1979 Magniis Helgason fyrrum bóndi i Hér- aösdal, Lýtingsstaöahreppi, Skagafiröi varö bráökvaddur á gamlársdag s.l. er hann var aö koma úr innkaupaférö fyrir heimili sitt fyrir áramótin. Magnús var fæddur á Anastööum i Lýtingsstaöahreppi 21/12 1896 og var þvi rúmlega 83 ára aö aldri. Móöir hans var Margrét Sigurðar- dóttir, bónda aö Asmúla á Landi i Rang- árvallasýslu, en faöir Magnúsar var eiginmaöur hennar Helgi Björnsson, bóndi á Anastöðum. Foreldrar Magnúsar voru af miklu kjarnakyni og orölögö fyrir þrek, dugnaö og snyrtimennsku, enda þurftu þau mikiö á þviaö halda, þvi þau áttu saman 9 börn og auk þess átti Helgi 2 börn af fyrra hjónabandi sem ólust upp meö þeim Ana- staöa-systkinum. Þessum stóra barna- hópi komu þau hjón svo vel til manns aö þau systkini eru orölögð fyrir verkhæfni og dugnaö, svo segja má aö þeim hafi „kippt i kynið”. Ég kynntist Magnúsi ekkert fyrr en hann var hálffertugur aö aldri og var aldrei I nágrenni viö hann. Ég minnist hans samt alltfrá þvi ég var á barnsaldri, þvi hann var mikið á feröinni vegna ým- issa trúnaðarstarfa sem honum voru fal- in, þá ungur bóndi i' Héraösdal. Magnús byrjaöi búskap i Kolgröf 1918,. þá 22 ára. Sama ár mun hann hafa gifst eftirlifandi konu sinni Jóninu, en hún var dóttir Guðmundar Sveinssonar og konu hans Sæunnar Eiriksdóttur sem bjuggu I Héraösdal frá 1912 til 1919. Þaö mun hafa verið heillaspor fyrir Magnús, þvi Jónina er mikil mannkosta kona, prýöislega vel greind og skipaði sinn sess meö mikilli prýði, en hún var formaöur Kvenfélags Lýtingsstaðahrqips hátt á annan áratug. Ariö 1922 fluttu þau hjón aö Héraösdal og bjuggu þar samfellt til ársins 1976 aö þau fluttu til Sauöárkróks og hafa búiö þar sfðan. Arin sem þau bjuggu i Héraös- dal höföu þau lengst af nokkuö stórt bú. Þó jöröin geti ekki talist til stórbýla, var hún og er notadrjúg, enda bætti Magnús hana mikiö, túniö var stækkaö og aukiö, og öll hús bæði ibúöarhús og peningshús byggði hann á jöröinni. Magnús var mikill og góöur bóndi og bjó lengst af viö góö efni, hann var sannkallaður „sveitar- stólpi.” En þrátt fyrir aö Magnúsi búnaöist vel og bætti jöröina og búpening, er hann íslendingaþættir þekktari meðal almennings fyrir annaö. Hann sat um 40 ár I hreppsnefnd Lýtings- staðahrepps. Fjallskilastjóri var hann um áratugaskeiö og fjallkóngur fyrir Vest- flokk á sama timabili, auk þess var hann I ótal ráðum og nefndum fyrir sitt sveitar- félag, og ég held aö á þessum langa félagsmálaferli Magnúsar I Héraösdal hafi fá mál fyrir Lýtingsstaöahrepp verið afgreidd svo að Magnús hafi ekki veriö meö I ráöum. Magnús var búin að vinna meö mörgum hreppsnefndarmönnum og ég held aö þaö sé samhljóða álit þeirra allra að hann hafi ávallt veriö tillögu- góöur og samvinnuþýöur og hafi ávallt gert sterkari kröfur til sin en annarra, enda var hann óvenjulegur vinnuþjarkur, góður reikningsmaöur og ágætur skrifari. En hann þoldi illa ef þeir sem meö hon- um störfuöu stóðu sig slaklega. Mér er sérstaklega minnisstætt er ég var meö honum ásamt fleiri góðum mönnum, aö jafna niöur útsvörin, fyrir rúmum 20 árum siðan, ég var nýliöi i hreppsnefnd- inni og stóð m ig illa (þá voru ekki tölvurn- ar). Magnús tók fljótt eftir þessu og þótti þettaalveg ófært,og þessu yröi aö breyta, til þess aö ég næöi sæmilegum vinnuaf- köstum. Siöan kallar hann á mig segist veröa aö kenna mér þetta. „Ja, þaö er nú bara aö þér takist þaö”, segi ég. „Þaö þykir mér nú hart”, segir Magnús. Siöan byrjaöi kennslan og vann ég meö honum eitt kvöld, og varö árangurinn svo góöur, að þaö mátti heita aö ég væri hrepps- nefndarfær eftir þessa kennslustund, og siðanhef ég alltaf haidiö aö Magnús hafi veriö frábær kennari. En hvaö sem um þaö má segja, held ég aö Magnús hafi verið þeirrar gerðar aö vilja virkja það afl I vinnufélaganum sem i honum byggi svo hægt væri að ná góðum afköstum. Eins og fyrr segir var Magnús fjall- skilaforingi og gangnastjóri um áratuga- skeið, og get ég varla hugsaö mér glæsi- legri menn I þaö starf en hann. Ég man hann vel, þegar ég var 14 ára, þá fór ég fyrsti Suöur-fjalla-göngur (Vestflokk), þá var Magnús gangnastjóri, ég man hvaö mér fannst hann mildur á svipinn þessi silfurhærði, heröabreiöi maður, flestum mönnum meiri á velli, klæddur i regn- stakk með „alpahúfu” á höföi. Hann var meö tvo hesta til reiðar „stólpagripi”, og fór hratt yfir, var i fararbroddi frá Hraunlæk upp aö Skiptabakka, þar var stoppað og drukkinn „landi”. Þá var landaöldin Ihvað mestum blóma, en mis- jafn aö gæöum, ég stóö i hringnum og landaglasið kom aö mér. Þá kallar Magnús: „Þú drekkur þetta ekki Jói, þér getur oöiö ilit. Ég gef þér svartadauða”. Svona var Magnús. Hann var svo barn- góður og hugulssamur viö unglinga sem með honum voru i þessum fjallaferðum. Ég kynntist Magnúsi við margvisleg tækifæri, en mér fannst hann hvergi njóta sin eins vel og uppi á fjöllum i hópi vastkrasveina. Þá fannst manni hann all- ur stækka og riddaramennskan sem var svosnar þáttur i farihans, aldrei njóta sln betur. Héraösdalur stendur á bökkum Héraös- vatna. Þaö hefur sjálfsagt bæöi kosti og ókosti iförmeð sér. Fyrrá árum var fariö yfir Héraösvötnin úr Dalsplássinu og var þaö oft á tiðum fjölfarin leiö. A þessum árum fóru fáir yfir „vötnin” nema að fá fylgdarmann, gat þaö oft á tiðum veriö háskaför ef „vötnin” voru I vexti eöa runnu i „krapastokk”. Ef vantaöi fylgdarmann var ávallt hringt i Magnús I Héraðsdal eða nágranna hans Vilhelm I Laugardal og brugðust þeir ávallt vel við, hvernig sem á stóð, og er þaö öruggt aö þeir hafa oft lagt sig I lifshættu til aö greiða för manna, og svo mikiö lán var yfir þeim aö aldrei varö slys, þó oft kæm- ust þeir i krappan dans. Þaö var mikill gestagangur I Héraösdal enda hjónin annáluö fyrir gesfrisni og greiðasemi. Magnús var aila tiö eldheitur framsóknarmaður, enda 1 samræmi viö eðli hans oguppruna. öll störf sem honum voru falin, vann hann af trúmennsku og skyldurækni, og allt hans handbragö á 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.