Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Qupperneq 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 24. maí 17. tbl. 1980 TÍMAIVIS Gunnar Vigfússon Fæddur 13. október 1902. Dóinn 6. febrúar 1980. Gunnar Vigfússon, fyrrv. skrifstofu- stjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga andaðist i Heykjavik 6. febr. s.l. eftir nokkurra vikna legu á sjúkrahúsi. Hann var fæddur að Flögu i Skaftártungu 13. okt. 1902. For- eldrar hans voru Vigfús Gunnarsson, bóndi á Flögu og kona hans Sigriður Sveinsdóttir Erikssonar, prests 1 Ásum. ®íuggu þau hjón i Flögu yfir 50 ár viö biikla rausn og myndarskap. Gunnar Vigfússon brautskráöist úr Samvinnuskólanum árið 1922 og réöist aö nómiloknu til Kaupfélags Hallgeirseyjar, sem nokkru siðar flutti starfsemi sina til Hvolsvallar og var þá nafni félagsins breytt I Kaupfélag Rangæinga. Gunnar fylgdi kaupfélaginu til Hvolsvallar og var starfsmaöur þess áfram eöa allt til ársins 1936, aö hann fluttist aö Selfossi og hóf störf hjá Kaupfélagi Árnesinga. Varö hann fljótlega skrifstofustjóri þar og gegndi þvi starfi um 40 ára skeiö, en alls vann hann hjá Kaupfélagi Árnesinga « 1/2 ár. Hann kvæntist áriö 1928 fyrri konu sinni, Mariu Brynjólfsdóttur frá Syröi- Vatnahjáleigu I Landeyjum, en missti bana eftir fjögurra ára sambúö frá tveimur kornungum sonum þeirra hjóna, eu þeir eru: Karl Jóhann, búsettur I Heykjavlk. ólst hann upp I Vlk I Mýrdal hjá Agústu Vigfúsdóttur, föstursystur sinni. Hinn sonurinn Sveinn Páll ólst upp I Flögu og er nú bóndi þar. Síðari kona Gunnars Vigfússonar var Oddbjörg Sæmundsdóttir frá Eystri- Garösauka, dáin fyrir fáum árum. Þau voru barnlaus. Þetta er I örstuttu máli frásögn af lífs- blaupi Gunnars Vigfússonar. Heföi þaö sannarlega ekki átt illa við aö rakin væri itarlega ætt hans og uppruni, þvi aö hann var af merkum og góöum ættum kominn, eu fáfræöi min I þeim efnum veldur þvl, a6 ekki veröur meira aö gert. Einnig má lika geta þess, aö hann var 111 jög ættfróbur og viðurkenndur af þeim, sem vit höföu á og þekkingu, aö vera mjög Öruggur í þeirri grein. Veit ég um marga, frá Flögu sem fóru 1 smiöju til hans aö fá upplýs- ingar um ætt slha og uppruna. Og þangaö fóru menn svo sannarlega ekki erindis- leysu. En Gunnar Vigfússon kunni svo sannarlega á fleiru góö skil en ættfræðinni einni saman. Hann var t.d. ágætur tafl- maöur, spilamaöur góöur og stundaði Iþróttir mikiö um árabil. Hann var einnig Urvals skrifstofumaöur, hraövirkur og öruggur, svo aö af bar. Man ég þaö vel fyrr á árum, áöur en nýtlsku skrifstofu- vélar voru komnar til sögunnar, hversu undra fljótur hann var að leggja saman langa og breiöa talnadálka. Þaö var hrein unun aö horfa á þennan mann vinna verk sln. Gunnar Vigfússon átti vandaö bóka- safn og mikiö af góöum bókum, enda áhugasamur um allan fróöleik og fjöl- fróöur um margt, haföi fjölhæfar gáfur og mikinn skýrleika I allri hugsun. Viö Gunnar Vigfússon vorilm samstarfs menn I 40 ár. Þetta er aö vlsu nokkuö langur tlmi, þó ekki svo mjög, þegar litiö ertilbaka. Þannig er llfiö. Hinir „gömlu” góöu dagar” eru kannski ekki eins óra- fjarlægir, þegar á allt er litiö, eins og okkur finnst stundum I fljótu bragöi. AÍlan þennan tlma vann ég undir stjórn Gunnars Vigfússonar, og aldrei, ekki eitt einasta skipti bar skugga á þaö samstarf. Oftþurfti ég til hans aö leita, vegna starfs mlns og fór aldrei bónleiður til búöar. Hann var ætlö hinn sami. Haggaöist aldrei. Vinsamlegur, hjartahlýr og góð- viljaöur. Hann var aldrei svo önnum kaf- inn viö störf sln, aö hann léti það bitna á þeim, sem áttu viö hann erindi, en þeir voru auðvitað margir. Aldrei átti hann I útistööum viö nokkurn mann, þó að vita- skuld heföi hann fulla einurö til aö segja meiningu slna. Aldrei sagöi hann neinum til verka I krafti slns embættis. Honum skeikaöi aldrei I góövild og tillitssemi. Ég er þess fullviss, aö Gunnar Vigfús- son átti engan óvildarmann og er þaö vel af sér vikiö á langri ævi. öllum þeim fjöl- mörgu, sem unnu undir stjórn hans þennan langa tlma, þótti vænt um hann og var hlýtt til hans. Viö, sem unnum undir stjórn hans, konur jafnt og karlar, sátum öll viö sama borö, hvaö þab snerti aö mæta aldrei ööru en góðvild og öruggri af- greiðslu á starfsvandamálum okkar. Þegar ég nú aö lokum kveö vin minn, Gunnar Vigfússon, hinstu kveöju eftir langt samstarf, er mér mikill söknuður I huga, aö hann skuli nú horfinn og einnig mikil þökk til hans, þessa mikla dreng- skaparmanns, sem alla tlö var mér bæöi hugljúfur og góöur. Mér er einnig þökk I huga til forsjónarinnar fyrir aö hafa gefiö mér tækifæri til aö kynnast svona ágætis- manni eins og Gunnar Vigfússon var. Af sliku tækifæri heföi ég svo sannarlega mátt mikið læra, en þaö er önnur saga. Ég óska vini mlnum mikils velfarnaöar á ókunnum leiöum og biö honum bless- unar. Ég trúi þvl, aö slikur maöur, sem Gunnar Vigfússon, hljóti aö eiga góöa heimvon handan móöunnar miklu. Hon- um munu fylgja hugheilar kveöjur og þökk allra þeirra, er kynntust honum. Blessuö sé minning hans. Valdimar Pálsson. + Jafnan setur okkur hljóö þegar viö fréttum andlát frænda og vina. Svo var einnig er ég frétti lát Gunnars frænda

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.