Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 3
Guðbjörn Sigurjónsson frá Króki - Safamýri 93, Reykjavík fæddur 17.9 1896 dáinn 20.11 1981. 28. nóvember verður Guðbjörn Sigur- jónsson jarðsunginn frá Selfosskirkju. Kynni okkar voru ekki löng aðeins einn áratugur, það er ekki mikið af heilli mannsæfien það varánægjulegur timi og lærdómsrikur, svo heilsteypt og fordóma- laust voru þau bæði gagnvart lifinu. Ég var þá við nám i þjóðbiíningasaum hjá konu hans Margréti Gissurardóttur einni affærustu saumakonum okkar islendinga á þvi' sviði. Guðbjörn var fæddur i Sölvaholti i Hrunamannahreppi jarðskjálftaarið mikla. Þá höfðu bæjarhús viða hrunið, fólk og fénaður oröiö undir og látið lifið. Mannfólkið hafðist þvi við að mestu i tjöldum um nætur. Foreldrar Guðbjörns Sigurjón Steinþórsson og Þorbjörg Einarsdóttir höfðu verið á prestsetrinu Stóra-Hrauni þar sem að Sigurjón var ráðsmaður hjá prestinum ólafi Helgasyni er skipaður hafði verið kennari heyrnar- daufra og mállausra 20.8. 1891. , Jarðskjálftarnir uröu meðal annars til þess að miklum óhug sló á fólk og það var hvergióhultinnan dyra. Þorbjörg Einars- dóttir flúði þvi heim til foreldra sinna að Sölvaholti og ól þarfyrsta bam sitt i tjaldi á þessum köldu haustdögum. Það var drengur og hlaut hann nafnið Guðbjörn eftir hjónunum Guörúnu og Ambirni sem höfðu búið á bænum Selfossi og látiö bæði lifið þegarað bæjarhúsin hrundu yfir þau. Vorið eftir flutti Guðbjörn með foreldr- um sinum að Lambastöðum og siðar að Króki i Hraungerðishreppi þar sem hann ólst upp við ástriki foreldra sinna og systur.erbarnafniö Sigrún en er nú látin. Guöbjörn naut aðeins farskóla kennslu i æsku.Hann var viljugur og verkhagur og kom það sér vel síðar á æfinni. 17.7. 1920 gekk hann að eiga Margréti Ingibjörgu Gissurardóttur frá Byggðarhorni i Sand- vikurhrepp.Gunnarssonar og Ingibjargar Sigfurðardóttur frá Langholti i Hraun- gerðishrepp. Ingibjörg og Gissur eignuð- ust 16 börn sem öli komust til manns. Guðbjörn flutti brúði sina heim að Króki, þar sem að þau bjuggu fyrstu árin og þar fæddist fyrsta barn þeirra. Siðar fluttu þau að Jdrvik i Flóa en eftir 5 ára veru þar yfirgáfu þau sveitina og settust að á Selfossi, þar sem mikið lifs- starf iiggur eftir Guðbjörn. 1 félagi við múrarameistara lagði hann fyrir þá iön og má segja að þó svo að hann vantaöi islendingaþættir skólagönguna skortiekkert á hæfni, verk- lægni eöa vandvirkni hans i' starfi. Sem dæmi má nefna að honum var faliö múr- verk við kirkjuna á Selfossi, sem ekki var vandalaust starf. ótaldar byggingar á Selfossi og út um nærliggjandi sveitir bera vitni um handbragð Guðbjörns. Er þó ótalið hús þaö er hann byggði yfir fjöl- skyldu sina og ber nafnið Ásheimar og er nú notað af Selfossbúum fyrir dagvistun barna, megi andi glaðværðar rikja þar um ókomin ár. Guðbjörn hafði góða söngrödd og starf- aði alla tíð i kirkjukórnum á Selfossi. A heimili þeirra var oft glatt á hjalla, þau voru bæði gestrisin, en umfram allt góöar og hjálpsamar manneksjum sem máttu ekkert aumt sjá. Tvær litlar telpur tóku þau I fóstur og ólu upp sem sín börn til fullorðins ára, þær eru Ragna Pálsdóttir og Guðnln Guðmundsdóttir. Sjálf eignuð- ust þau tvö börn Margréti Sigrúnu fædda 28.12. 1921. HUn var gift Karli Þorsteinssyni er and- aðist fyrir tæpum mánuði og er þvi þung- ur harmur hjá fjölskyldunum er tveir ást- vinirfalla frá á svo skömmum tima. Þau áttu fjórar dætur. Sonur Guðbjörns og Margrétar heitir Sigurjón fæddur 30.6. 1937. Kona hans er Gunnlaug Jónsdóttir þau eiga þrjú börn. Á sjöunda áratugnum bauðst Guöbirni fóst vinna sem iaugum aldamótakynslóð- arinnar veitti heimilinu örugga afkomu. Þetta var hjá Mjólkursamsölunni i Reykjavik og átti hann að annast viðhald og viðgerðir. Þau kvöddu þvi Asheima og Selfœsbúa meö söknuði og settust að i Safamýri 93, þar sem eftirlifandi kona hans býr nú. Guðbjörn var vel látinnistarfi og hélt þvi svo lengi sem aldurinn leyföi. Vinnuþrek- ið var þó ekki búiö og hann fékk starf hjá Jóni Sveinssyni i Stálvik. Margrét kona hans var sem hann og hefur haldið vinnuþreki fram á þennan dag. 82ja ára varð hann þó aö láta undan siga vegna lasleika, sem aö ágeröist og siöustu mánuðina hefur hann legiö þungt haldinn á Landakotsspitala. Hann andaö- ist 20.11. Við hjónin vottum Margréti, börnum þeirra og ástvinum öllum innilega samúð og biöjum guö að blessa þeim minninguna um mætan mann. Hulda Pétursdóttir, Ctkoti. rs t I dag er til moldar borinn frá Selfoss- kirkju Guöbjörn Sigurjónsson Safamýri 93 i' Reykjavik. Þótt leiðir okkar Guöbjörns hafi ekki legið saman fyrr en fyrirfáum árum, var maöurinn slikur og vinátta hans i minn garö svo mikil aö ég get ekki látið hjá llða aö minnast hans og heimDis hans nokkr- um orðum þegar leiðir skilja. Guðbjörn fæddist 17. september 1896 I tjaldi liti á túni á bænum Sölvholti viö Sel- foss. Jarðskjálftarnir miklu á Suðurlandi höfðu þá nýgengiö yfir og fólk þoröi ekki að vera innan dyra. I jarðskjáiftunum létust hjóniná bænum Selfossi og Guðrún og Arnbjörn þegar þau urðu undir bað- stofuþekjunni þegar hún hrundi og var Guðbjörn látinn heita eftir þeim. Guðbjörn var sonur hjónanna Sigurjóns Steinþórssonar og Þorbjargar Einars- dóttur. Auk Guðbjörns eignuðust þaueina dóttur sem nú er látin. Sigurjón og Þor- björg bjuggu lengst af i Króki i Hraun- gerðishreppi, þar ólst Guöbjörn upp og þar hóf hann sinn búskap. 17. júli 1921 kvæntist Guðbjörn eftirlif- andi konu sinni Margréti Ingibjörgu Gissurardóttur frá Byggðarhorni i Sand- vfkurhreppi f. 26. júli 1897, dóttir hjón- anna þar Gissurar Gunnarssonar og Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Þau Margrét og Guðbjörn hófu sinn búskap á Króki en 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.