Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 9
eiga þau 4 börn. Jónatan fæddur 1. júni 1928 framkvæmdastjóri i Bolungarvik, kvæntur Höllu Pálinu Kristjánsdóttur verkamannsá Isafirði Magnússonar, eiga þau 5 börn. Guðmundur Páll fæddur 21. desember 1929 verkstjóri frystihússins i Bolungarvik, kvæntur Kristinu Marseli- usddtturskipasmiðs á Isafirði Bernharðs- sonar, eiga þau 5 börn. Jón Friðgeir fædd- ur 16. júli 1931, byggingarmeistari i Bol- ungarvik, kvæntur Ásgerði Hauksdóttur prentara Einarssonar i Reykjavik. As- gerður dó 3. júli 1972, eiga þau 3 börn. Kvæntur Margréti Kristjánsdóttur iæknis i Rvik Þorvarðssonar, eiga 1 son. Pétur Guðni fæddur 20. ágúst 1937, bifreiðar- stjóri i Bolungarvik, kvæntur Helgu Aspe- lund, dóttúr Harald Aspelund bókara á tsafirði, eiga þau 3 börn. Helga átti dóttur áður og Pétur 2 börn. Auk þess ólst að mestu leyti upp á heimili þeirra Halldóra Pálina Halldórsdóttir, fædd 27. janúar 1929, gift Isleifi bifreiðarstjóra Magnús- syni sjómanns i Bolungarvik Einarsson- ar, eiga 2 dætur. Barnabarnabörn þeirra hjóna eru 22. Eins og áður er sagt hófu þau hjónin sinn búskap i Hnifsdal, strax þá urðu mik- il umsvif hjá þeim og var svo alla tið. Arið 1920 taka þau systur Einars, Guð- rúnu móður mina til sin. Þau vildu að hún nyti skólagöngu allan veturinn, en um það var ekki að ræða i sveitinni. Vera hennar á heimilinu varð lengri en upphafiega var ætlað, þvi faðir þeirra systkina drukknaði þennan vetur, og dvaldi hún þvi áfram á heimili þeirra til fullorðins ára. Hún hefur sagt mér, að þar hafi hún lært sin fyrstu oghaldbestu störf, þvi Elisabet var strax ákaflega reglusöm og myndarleg hús- móðir og á þessari stundu þakkar hún henni allt frá fyrstu tið. Þeirra sambúð varð löng og man ég ekki eftir að skuggi félli á þeirra vináttu. Á þessum árum þeirra i Hnifsdal kom til þeirra Hrólfur Einarsson og var hann hjá þeim um margra ára skeið. Til Bolungarvikur flytja þau 1925. Þá strax flytur til þeirra Hildur móðir Elisa- betar, sem þá var orðin ekkja og með henni Kristjana dóttir hennar. Hildur var á heimilinu þar til hún dó, og Kristjana þar til hún varð sjúklingur og fór á sjúkraskýlið. Siðustu ár Halldóru ömmu minnar, móður Einars, annaðist Elisabet um hana og eftir lát hennar varð Kristján E. Krist- jánsson, sem búið hafði með ömmu, heimilisfastur hjá þeim hjónum, og með honum fluttu einnig Halldóra Pálina bróðurdóttir Kristjáns, er hún áður nefnd og Una H. Halldórsdóttir dóttir Guðrúnar systur Einars og var hún þar, i nokkur ár, en mikill vinskapur hefur alla tið haldist milli Unu og þessa fólks. Gisli bróðir Elisabetar og Guðjón bróðir Kristjáns voru heimilisfastir þar um árabil og i mörg sumur dvaldist Valgerður Hrólfs- dóttir systurdóttir Elisabetar þar. Af ■ I I M M M Engilbert Jónsson byggingafulltrúi fæddur 25. júni 1906, dáinn 25. okt. 1981. Hinn 31. okt. fór fram útför hans frá Grindavikur-kirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. Engilbert var fæddur að Sunnuhvoli i Þorkötlustaðar-hverfi i Grindavik. Hann var sonur þeirra sæmdarhjóna Gróu Eiriksdóttur og Jóns Engilbertssonar trésmiðameistara. Hann ólst upp i for- eldrahúsum, var næst elstur af sex syst- kinum, hin eru öll á li'fi. Eftir fermingu fór hann að vinna við sjóróðra og vegavinnu og öll almenn störf er þá tiðkuðust. Hann ólst upp á þeim tim- um, sem litið var um skólagöngu, nema barnaskólanám. Engilbert kvæntist 5. des. 1931 eftirlifandi eiginkonu sinni Jóhönnu Einarsdóttur frá Reykjadal I Hrunamannahreppi og hefðu þau átt 50 ára hjúskaparafmæli núna á þessu ári hefði hann lifað. Milli þeirra rikti alltaf ástúð og gagnkvæm virðing. Þau byggðu sér hús i' Grindavik sem þau skiröu Amarhvol, þau byggðu það úti Nesi sem kallað er, ég hygg að það hafi verið draumur Engilberts að sjá þar risa byggingar og blómlega útgerö, en það varð nú ekki þvi uppúr 1940 lagðist trillu- og smábáta útgerð aö mestu niður i Grindavik, bátarnir stækkuðu og útgerð og athafnalif fluttist yfir i Járnstaöa- hverfi, flutti þá Engilbert hús sitt og þessu má sjá að ætið var fjölmennt i kringum þau. Mig langar að minnast Betu minnar eins og ég kallaði hana ævinlega, eins og ég man hana best. Þá var hún glöð og kát og stjórnaði sinu stóra og myndarlega heimili með skörungsskap. Sá siður hélst lengi frameftir að skrif- stofu- og verslunarfólk kæmi tvisvar i kaffi ,,yfir”. Beta min naut þess að hafa fólk I kringum sig og taka á móti gestum hvort heldur var til lengri eða skemmri tima. Alltaf var nóg pláss i Einarshúsi, en svo var heimili þeirra kallað. Ein er sú minning sem ég aldrei gleymi, en það eru jólaboðin, þá var ættingjum og vinum boðið heim, gengið i kringum jólatré, far- ið i leiki,notið góðgætis fram á kvöld. Beta min var mikil félagsmanneskja og tók virkan þátt i félagsstarfi staðarins. Oft þurfti hún að vera að heiman, en aldr- ei kom það niður á heimilinu, hún hafði alltaf góðar stúlkur sér til hjálpar, en þá kom vel i ljós stjórnsemi hennar og skipu- lagshæfileikar sem voru henni rikulega i blóð bornir. Ég hefi hugsað um það sem fullorðin hversu dýrmætur timi það hlýtur að hafa verið fyrir þau hjónin en það voru kvöldgöngur þeirra, en þann sið höfðu þau árið um kring meðan heilsan leyfði. Af þvi sem áður er sagt má sjá að þetta hefur næstum verið eini timinn sem þau voru tvö saman. Sjaldan mun hafa verið mess- að svo i Hólskirkju, að þau væru ekki þar og þeim sið héldu þau einnig meðan heils- an leyfði. Að leiðarlokum er mér efst i huga hversu gott mér þótti alltaf að koma i Ein- arshús og þá gjarnan hlaupa i fang Elisa- betar og finna þá miklu hlýju sem frá þér streymdi. Elsku frændi minn, Guðrún systir þin og við hjónin sendum þér og þinu fólki sam- úðarkveðjur við fráfall lifsförunautar þins. Kristin Sigurðardóttir, íslendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.