Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 14
Fáll Jónsson frá Laufskálum Fæddur 8. ágúst 1896 Dáinn 28. október 1981 Að morgni hins 28. október s.l. lézt á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki,Páll Jónsson f.v. bóndi i Brekkukoti eða Laufskálum i Hjaltadal. Hann var fæddur 8. ágúst 1896 i Brekku- koti ytra i Blönduhlið. Foreldrar hans voru Jón ólafsson og Vilhelmina Jóns- dóttir, búandi hjón þar. Höfðu þau komið þangað frá Miklabæ i óslandshliö um vor- ið en bæði voru þau upprunnin úr Svarfaðardal, hún fædd á Klængshóli 1869 hann fæddur i Koti 1864. Þau hjón voru mjög fátæk og á sifelld- um hrakningi milli jarða, ýmist við bú eða i húsmennsku. Arið 1900 fluttust þau i Smiðsgerði og þar dó Vilhelmina önd- verðan vetur 1903. Þá var Páll 7 ára. Fað- ir hans brá búi um vorið og var eftir það 1 húsmennsku á ýmsum stöðum með börn sin, en þau voru einungis tvö, sem upp komist, Páll og Anna, er siðar giftist Steini Sigvaldasyni sjómanni i Hofsós. Páll varö að fara að vinna fyrir sér strax og hann hafði orku til. Unlgingur varð hann smali á Hólum og siðan tók við vinnumennska og lausamennska á ýms- um stöðum. Hann gekk i Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1920. Vorið 1929 hóf hann búskap á Hofi i Hjaltadal og gifti sig um haustið Guðrúnu Gunnlaugsdóttur frá Viöinesi. Þau bjuggu tvö ár á Hofi en fluttust þá I Hóla og voru i húsmennsku þar i gamla bænum til vorsins 1934. Þá fóru þau byggöum að Brekkukoti I sömu sveit og settust I tvibýli á móti Jóhanni Guðmundssyni. Jóhann fluttist árið 1938 gerðu fyrir okkur á námsárum Kristins i Reykjavik og börnin okkar, sem ávallt voru þar velkomin. Einnig fyrir fjölskyld- una alla að austan. Það sýnir vel hugarfar þeirra hjóna og samhug að þau tóku á heimili sitt á Hjallalandi 12, vandalausa, einstæða konu á nlræöisaldri og hjúkruðu henni þar mörg undanfarin ár meðan mögulegt var og mundu henni þannig handtök löngu lið- inna ára. öldruðum föður, eiginkonu, börnum og ástvinum öllum votta ég og fjölskylda min dýpstu samúð. Blessuð sé minning göfugs manns. Rannveig Pálsdóttir. að Hlið og sátu þau Páll eftir það ein jörðina. Eigandi að Brekkukoti var Hartmann Asgrimsson bóndi og kaupmaður i Kolku- ósi, og var eftirgjaldið á þessum árum 10 dilkar. Arið 1944 réðust þau i að kaupa jörðina og var andvirðið greitt út, kr. 20.000.00 en til þess varð Páll auðvitað að taka verulegt lán. Brekkukot var á þessum árum túnlitið ogtalið fremur kostarýrt, en á búskapar- árum sinum tókst þeim Páli og Guðrúnu að breyta jörðinni i góðbýli. Arið 1950 byggðu þau stórt steinhús og fluttu þá jafnframt bæinn ofan úr Asbrekkunni nið- ur á sléttlendið og juku þar ræktun. Nokkrum árum siöar var nafninu breytt og bærinn nefndur Laufskálar. Eftir að Trausti sonur þeirra tók við, hefur hann enn bætt jörðina að húsum og ræktun svo að nú er hún eitthvert bezt set- ið býli á þessum slóðum. Þau hjón eignuðust þrjú börn. Þau eru: Jón Trausti, f. 1931, bóndi i Laufskálum, kvæntur Oldu Konráðsdóttur frá Skálá og eiga þau þrjú börn. Sigurlaug, f. 1934, gift Sighvati Torfasyni frá Hvitadal, Dala- sýslu, barnakennara á Sauðárkróki og eiga þau þrjú börn. Anna f. 1938, gift Ing- ólfi Sveinssyni verkstjóra á Sauðárkróki. Þau eiga einnig þrjú börn. Páll var tæplega meðalmaður á vöxt, skolhærðui;en gránaði með aldrinum, vel farinn i andliti og mátti kallast friður, nefstór nokkuð, þó ekki til lýta. Hann var stakur snyrtimaður i allri umgengi og hógvær til orðs og æðis. Fjarri var það skapi hans að halda sér fram til mann- virðinga. Samt komst hann ekki hjá ýms- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sina, sat m.a. i hreppsnefnd, var deildarfulltrúi i kaupfélaginu og forðagæzlumaður um skeið svo nokkuð sé nefnt. Páll var söngvinn og spilaði laglega á orgel. Aldrei átti hann samt kost á að læra nokkuð til þeirra hluta, en hann söng lengi bassa i kirkjukórnum og hafði gam- an af að taka undir lag með kunningjum i annan tima. Þegar karlakór starfaði um tveggja eða þriggja ára skeið i hreppnum voru æfingar oftast haldnar i Brekkukoti. Ungur átti hann tvöfalda takkaharmon- ikku og lék þá stundum fyrir dansi. Siðar lagði hann af harmonikkuspil en keypti sér orgel og hafði af þvi mikla ánægju. Hann var góður heim að sækja, enda oft gestkvæmt i Brekkukoti og þau hjón sam- valin i gestrisni. Þegar Páll stóö á sjötugu, fluttust þau Guðrún til Sauðárkróks i litla húsið að Kambastig 4. Hafði þá Trausti sonur þeirra tekið við búinu. Páll stundaði litt vinnu eftir það, farsælum starfsdegi var lokið. Arið 1975 fengu þau hjón ibúð i ný- byggðu dvalarheimili aldraðra i Sauðár- túni og bjuggu þau þar siðan. Seinustu ár- in var Páll mjög þrotinn að kröftum en þá nauthann umhyggju barna sinna og konu, sem annaðist hann af einstakri alúð. Með þessum fáum oröum minum vil ég minnast Páls og þakka honum góða kynn- ingu. Þaö má oft marka innri mann af þvi hvernig menn koma fram og gagnvart börnum. Ég kom oft til Palla og Gunnu og sem barn var ég hjá þeim oftar en einu sinni um lengri tima. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt frá Páli styggðaryrði til min. Þvert á móti gaf hann sér tima til aö leika við mig og gera mér til þægðar á ýmsan hátt. A sama hátt var hann börn- um sinum góður og nærgætinn heimilis- faðir. í minningunni um hann ber engan skugga á. Þér, Gunna frænka min, börnunum ykkar og barnabörnum, votta ég innilega samúö mina og bið ykkur allrar blessun- ar. Hjalti Pálsson fráHofi íslendingaþættir 14

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.