Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 16
Jón H. Björnsson
frá Hrófbergi
F. 27. jamiar 1887
.D. 18. október 1981.
Þegarhringtvar tilmín og mérsagtlát
þessa frænda mins og vinar, komu mér i
hug þessi alkunnu orð:
Þetta eru örlög þin og min, þau eru eins
við alla. öldnum og sjiikum, sem búnir
eru að missa alla heilsu, sjón og mátt, eru
þau örlög góð sem dauðinn veitír en auðn-
ast þá nýja sýn til þeirra ljósheima skap-
ara vors sem lifið oss gaf i upphafi og
tekur aftur, en ef spurt er:
„Hvað er lífið, logi veikur?
þó geti lýst um langan veg.
En er slitnar hjarta strengur
þá loginn helgi slokknar við".
Sjálfsagt má segja með réttu að ekki
verði neinn héraðs brestur þótt óldungur
úr alþýðustétt falli frá. Þó er mér svo
farið að hljóðleiki sækir á hugann og
minningar gera vart við sig frá liðnum
samverudögum og árum og vist er um
það, að gengnu sporin fenna ekki alltaf
strax i kaf þótt timans tönn slétti yfir þau
að lokum.
Jón Hallfreður Björnsson, eins og hann
hét fullu nafni, var fæddur 27. janUar 1887
á Svarfhóli i Geiradal. Foreldrar hans
voru Björn Bjarnason og kona hans Ast-
rfður Jónsddttir. Fátæk munu þau hafa
verið og búið við þróngan kost með fjöl-
skyldu sina. Þvi var það að ráði að bróðir
Björns, Bjarni Bjarnason og kona hans
Blansenflúð Helgadóttir, sem bjuggu þá á
Klukkufelli i Reykhólasveit, tóku litla
drenginn fl jótlega i fóstur og h já þeim ólst
hann upp fram yfir fermingaraldur.
Þessa fósturforeldra sinna minntist Jón
ávallt með virðingu og þökk fyrir ástrfki
og umönnun þeirra öll barnsár sin. En
fljóttdró ský fyrir stílu þvi siðar á ferm-
ingarári létust báðir fósturforeldrar hans.
Þá var að vonum fátt til aö ráða fyrir litt
þroskaðan ungling. A þeim árum var oft-
ast eina Urræðið að f ara i' vist og reyna að
vinna fyrirsér sjálfur eftir getu . Það var
þvi umkomulaus og vinafár unglingur
sem lagði i langa göngu Ut & vegu þess
óráöna sem framundan var. Sjálfur hafði
hann orð á þvf við mig siðar á æfinni að
veganesti það sem fóstra sin hefði veitt
sér.vartrúá hið góða og bænarorð til föð-'
ur lifsins og það veit ég að veganesti það
átti hann til trausts og halds til siðustu
stundar.
Fyrsti verustaður hans á þessari nýju
16
vegferð mun haf a verið á KollabUðum við
Þorskafjörð hjá Kristjáni Sigurðssyni
bónda þar. Traustur góðgerðarmaður
sem öllum reyndist vel. Þvi kynntist ég
mörgum árum siðar af eigin reynslu.
Næstu árin var hann á ymsum stöðum
þar i sveitinni fram yfir tvitugsaldur, en
þá lá leiðin norður i Strandasýslu að
Vatnshorni til Ragnheiðar Magnúsdóttur,
ekkju séra Hans Jónssonar frá Stað i
Staðardal, en er ekkjan fluttist aö Hro'f-
bergi þá fór Jón þangað einnig og var
áfram vinnumaðurhjá henni isamfelld 37
ár. Eftir að Ragnheiður lést, ttíku þau
Halldór Halldórsson og kona hans Svava
Pétursdóttir, sem ölst þar upp frá barns-
aldri, við bUskap. Fyrstu hjuskaparár
þeirra var Jón hjá þeim svo alls uröu árin
42 á 'þessum stað. Þau Hrófbergshjón
minnast lika Jóns heitins sem hins trU-
verðuga þjdns, sem öllsin störf hafði ætið
leyst af hendi hjá þessari fjölskyldu svo
lengi og ekki mun það hafa verið hans
áhugamál að alheimta öll dagiaun að
kveldi 1954. Fór það svo að hann fluttist
aftur suður íGeiradalinn á slóðir þar sem
hann steig sin fyrstu bernsku spor. Kom
hann þá til min og konu minnar Halldóru
Guðjónsdóttur á Ingunnarstöðum og var
hjá okkur i 11 ár, en þá höguðu örlögin þvi
svo, að viö hættum bUskap og fluttum til
Reykjavikurvegna veikinda konu minnar
og fylgdi Jdn okkur þangað og dvaldi hjá
okkur Helgu dóttur minni næstu 5 árin, en
fór jafnan á sumrin heim i sveitina og
norður að Hrtífbergi. Með þessu gat hann
notið sumarsins betur og hitt þar vini sina
sem ávallttókuhonum tveim höndum, en
siðustu árin var hann á Hrófbergi og
þegar heilsa hans fór þverrandi þá dvaldi
hann á sjUkrahUsi Hólmavikur tæp
siðustu 4 árinþá algerlega blindur og far-
inn heilsu.
Ég hef hér i stórum dráttum rakið ævi-
feril hans. Alla sina tið vann hann við hin
venjulegu heimilisstörf eins og gerðust á
hans dögum til sveita, fjárgæslu, heyskap
og yfirleitt öll þau verk sem til féllu og
þurfti að sinna og áreiðanlega er það ekki
ofsagt að ávallt vann hann sér traust og
velvild allra, sem hann áttisamleið með
oghvarerbetri viðurkenning á manngildi
einstaklingsins að leiðarlokum?
Einn rikur eðlisþáttur Jdns var hve
fljótur hann var að læra ljóð, og stökur.
Það hefði verið langur listi ef það væri
komið á blað, en með þessu skemmti hann
oftvinum sinum og kvað þá oft við raust.
Bóknám hans hefur ekki verið tiltækt á
þeim árum fram yfir hin venjulegu fyrir
fermingu þótt hæfileikar væru fyrir
hendi. Nú þegar liður að lokum þessara
fáu minningarorða þá er það jafnan ein af
þeim staðreyndum sem minna oss á við
fráfall hvers og eins að:
Dauðaklukkan enn þá slær
ókunna á landið liggur
leiðin. eins i dag og gær.
Þakkir frá mér og fjólskyldu minni
skulu hérf ramfærðar til þessa vinar mlns
fyrir allar hans kærleiksriku hugsanir og
umhyggju sem iiann bar til okkar og:
Hvort horfum vér ei i hugvana leiðslu
er vinir hverfa oss á braut.
Þá vil ég leyfa mér i nafni þess fram-
liðna að senda öllum vinum hans þakkir
fyrir öll liðnu árin og sérstaklega vill hann
þakka þeim Hrófbergshjtínum Svövu og
Halkióri ásamt fjölskyldu þeirra fyrir
veitta umönnun alla og þá mest er hann
var þrotinn aðlikamskröftum og hjálpina
þurfti mesta.
Þá skulu sendar þakkir og kveðjur til
allra á sjUkrahúsinu á Htílmavik, til
lækna og alls starfsfólks þar fyrir ágæta
hjukrun og hjálp honum veitta og siðast
Framhald á bls. 15
Islendingaþættir