Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 15
 EZ E NG Þorsteinn Jóhannesson bifreiðastjóri Þorsteinn Jóhannesson bifreiðastjóri andaðist aðfaranótt föstudagsins 13. nóv- ember, eftir langa baráttu við þann sjúk- dóm, sem sigraði að lokum. Þannig er lif- ið, eitthvað sigrar það jarðneska að lok- um, en við getum glaðst yfir að það sem virðist dauði, er i raun upphaf annars og betra lifsog oft lausn frá þungri baráttu. Otför Þorsteins var gerð 19. nóvember. Þeir sem fæddust rétt fyrir og upp úr seinustu aldamótum, eru nú óðum að kveðja okkur að sinni, enda aldurinn orð- inn hár. Þorsteinnfæddist að Hvassafelli i Norðurárdal 1. mai 1901, og var þvi rúm- lega áttræður, er hann lést. Hann og hans kynslóð hafa borið hitann og þungann af uppbyggingu lands okkar, frá kotbýlalifs- kjörum yfir i það allsnægta- og velferðar- þjóðfélag, sem við lifum i nú i dag. Þessi kynslóð lifði stórstigari breytingar á at- vinnuháttum, og meiri breytinguar á llfs- kjörum til batnaðar, en allar aðrar kyn- slóðir á Islandi áður samanlagt. Hún þekkti vissulega fyrst og fremst vinnu, sem oft nálgaðist þrældóm, en gerði stærstar kröfur til sjálfrar sin. Hún getur litið yfir farinn veg með fullvissu um, að stritið hefur borið rikulegan ávöxt. Þorsteinn ólst upp i Borgarfirði. Hann stundaði þar algeng bústörf frá barns- aldri fram á þritugsaldur, en þá breytti hann til og stundaði sjósókn i nokkur ár, bæði frá Siglufirði og Suðurnesjum. Um 1930 hóf Þorsteinn akstur leigubif- reiða i Reykjavik, og stundaði það starf i 27 ár, en gerðist þá starfsmaður hjá hreinsunardeild Reykjavikurborgar, lengst af sem bifreiðastjóri, þar til sum- arið 1974, að hann varð að hætta vinnu vegna heilsubrests. Þorsteinn var tvikvæntur. Fyrri konu sinni, Guðlaugu Þorláksdóttur kvæntist hann árið 1930. Þau eignuðust tvö börn, Hrefnu Svövu og Ragnar Hilmar. Guð- laug lést árið 1946. Siðari eftirlifandi konu sinni, Guðriði Þeir sem skrifa minningar- eða af- mælisgreinar i ís- lendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrit- uðum handritum. Sæmundsdóttur, kvæntist Þorsteinn árið 1947, og gekk um leið i föðurstað dóttur hennar frá fyrra hjónabandi, Sigriði Theodóru Guðmundsdóttur. Þeim Guðriði varð ekki barna auðið. Barnabörn Þor- steins og Guðriðar eru nú 10, og barna- barnabörn orðin sjö. Þeim sem kynntust Þorsteini* duldist ekki að þar fór góður, réttsýnn og traustur maður. Hann var rólegur að eðlisfari, gekk ekki á hlut neins/en var jafnframt fastur fyrir er þvi var að skipta. Hann á- vann sér traust og vináttu þeirra, sem kynntust honum og gilti einu, hvort um var að ræða samstarfsmenn eða úr fjöl- skylduhópi. Hann var alls staðar og á- vallt velkominn, hvar og hvenær sem hann kom. Þorsteinn átti ýmis áhugamál sem hann stundaði þegar færi gafst. Bridge-spilari var hann með ágætum og þau Guðriður tóku þátt i fjölmörgum bridge-keppnum sér og öðrum til ánægju, auk þess sem þau spiluðu reglulega við áhugasama vini heima. Stangaveiði var annað áhugamál, bæði lax- og silungsveiði/sem þau hjónin stund- uðu hvert sumar, uns heilsan bilaði. Margar ógleymanlegar stundir á fjöl- skylda min úr slikum veiðiferðum og úti- legum, enda var Þorsteinn i senn fiskinn og góður, hjálpfús og skemmtilegur veiði- og ferðafélagi sem gladdist jafnt yfir vel- gengnifélagasinnasem eigin. Ekki spillti fyrir á slikum ferðalögum og öðrum hve reyndur og ráðagóður bilstjóri hann var, þegar farið var um hin stórbrotnu öræfi landsins og undantekningarlaust var komið heilu og höldnu til baka heim. Þorsteinn var barngóður maður enda i miklu uppáhaldi hjá barnabörnum og barnabarnabörnum. Þorsteinn þurfti ekki aðkaupa sér hylli barnanna með gjöfum, hans hljóðláta hlýja viðmót og kærleikur nægði jafnt börnunum sem okkur hinum. ,,A ég þá bara tvo afa?” sagði ein þriggja ára er hún heyrði að Steini afi væri dáinn. Það myndaðist eitthvað tóm i barnshug- anum við fréttina. Þorsteinn kenndi sér þess meins er sigraði aðlokum, fyrst sumarið 1974. Bar- áttan stóð þvi i rúm 7 ár. Hann varð fljót- lega að hætta vinnu, og dvaldist öðru hverju i sjúkrahúsum til lækninga og hressingar^sem oftast færðu honum betri liðan um sinn, misjafnlega lengi. Byrði sina bar hann með æðruleysi. Honum var löngu orðið ljdst, að hverju stefndi og var tilbúinn að mæta kallinu fyrir nokkrum árum. Hann var afar þakklátur fyrir allt, sem aðrir gerðu tilað styttahonum stund- irnar, jafnvel aðeins það að sjá andlit gladdi hann. Hann fór sáttur við allt og alla, kveið engu og hvfkiin var vel þegin. Nú þegar leiðir skiljast að sinni, er okk- ur efst ihuga þakklæti fyrir samfylgdina, og það sem hann var okkur, börnum okk- arogbarnabörnum. Við samfögnum hon- um með að erfiður hjalli er að baki, full- viss um að hittast á ný þegar réttur timi kemur. Sigurður Gunnarsson. Jón H. Björnsson ^ þá sérstöku samúð þess viö jarðarför hans. Því skal minnst að sérhvert vinar orð vermir sem vorsólar ljós. Sérhver greiði og góðvild er gæiúnnar rós. Þann 18. oktober lésthann og jarðarför hans fór fram laugardaginn 24. sama mánaðar að Stað i Staðardal að mörgum viðstöddum i fegursta veðri, táknrænt fyrir ævi hins látna, þar sem haustsólin braust fram úrskýjahulunni mild og björt og minnti mig á orð sem sögð hafa verið á öðrum stað: Hæstur Drottinn himnum á heyr þá bæn og virtu. Lofaðu mér að leggja frá landi í sólarbirtu.” Að lokum þetta: Verndi þig Guð minn um veröld alla veiti þér skjól um heima alia Gefi þér frið frá himins sölum hátign og ró um eilifð aila. Sigurbjörn Jónsson 15 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.