Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Qupperneq 5
Oddur Oddsson frá Siglunesi Fæddur 22. jlill 1894. Dáinn 3. mars 1981. Fyrir miðju Norðurlands liggur Siglu- fjörður ásamt nágrannabyggðum, sem honum tilheyra. Sitt hvoru megin innsigl- ingarinnar i þessa lifhöfn Norðurstrand- arinnar gnæfa við himin háreist hamra- fjöll. Siglunesnúpur risbrattur og bringu- breiður yfir lágt Siglunesið sem er austan fjarðarins og skagar til norö- vesturs og myndar öldubrjót fyrir fjarðarmynnið. Að vestanverðu fjarð- arins er Strákafjall, sæbratt og sund- urskorið af giljum og gjám. Noröan undir Strákum er Engidalur, falleg bú- jörö en frekar litil. t landi hennar er Sauðanes (Dala-á) með miklum vita og öðrum mannvirkjum. Inn af landi Engi- dals og vestar er annar dalur miklu stærri. Sameiginlega bera þessir tveir dalir nafnið Úlfsdalir. Þeir hafa lengst af verið einangraöir af samgönguleysi, þar til að Siglufjaröarvegur hinn nýi var lagö- ur um þá, og tengdust þeir þá aðalbyggð- inni með miklum jarðgöngum i gegnum Strákafjall. A Dalabæ i hinum vestari úlfsdal bjó á siðustu öld Þorvaldur Sigfiisson og kona hans Guörún Þorsteinsdöttir skálds, frá Staðarhóli i Siglufirði. Bóndi þessi var oftast nefndur „Þorvaldur riki i Dölum”. Er hann lést um áttrætt var dánarbúið skrifað upp. Kom þá i ljós að hann átti 16 jarðir, auk annarra auðæfa. Að visu átti hann aðeins hluta I sumum þessara jarða, en flestar að ölhi leyti. Þar á meðal voru Engidalur og Dalabær. Máná i Úlfs- dölum átti hann að hálfu. Þessir dalir voru hansriki,sem hann hlaut kenningar- nafn af, enda átti hann þá nær alla. Þessi Dalabæjarhjón voru langafi og langamma Odds Oddssonar frá Siglunesi. Afkomendur þeirra eru fjölmennir á Siglufirði og viðar. Þetta er allt hraust, sjálfstætt manndóms- og mannkostafólk, sannkallaöar hetjur hversdagslifsins. Oddur var fæddur á Engidal 22. júli 1894. Þar bjuggu foreldrar hans á timabilinu 1892-1902, en Quttu þá yfir á Siglunes, sem þau keyptu aö hluta. Faðir Odds var Oddur Jóhannsson bóndi og hákarlaskipstjóri. Hann var tal- inn mikill dugnaðarmaður, vinsæll og vel efnum búinn. Kona hans var Guörún Ingi- björg Siguröardóttir frá Nesi I Flókadal. Þau bjuggu rausnarbúi á Siglunesi. A þessu forna stórbýli var útgerö og landsbúskapur rekinn jöfnum höndum. Islendingaþættir Eru þar góðir landkostir og hlunnindi. Stutt er á fengsæl fiskimið og lendingar- skilyrði sæmileg. En þaö þarf mikla vinnu, árvekni og dugnað til þess aö búa á slikum stað og efnast vel. Oddur Jóhanns- son var siðast skipstjóri á hákarlaskipinu „Samson” frá Siglufirði. 1 mannskaða- veðrinu mikla 14. mai 1922, sem kallaö var krossmessugarðurinn, fórst þetta skip ásamt f jórum öðrum hákarlaskipum og með 55 menn. Kona Odds hafði dáið 7 árum áður eða 17. april 1915. Þau höfðu eignast 8 börn, en aðeins 4 þeirra komist til fullorðinsára. Auk þess höfðu þau aliö upp önnur böm og unglinga og komið þeim einnig til manns. Um þetta leyti voru 3 systkinin ennþá i foöurgarði. Kom það nú f hlut þeirra að taka við jörð og búi. Oddur Oddsson var elstur þeirra og varö þviforsvarsmaöur heimilisins. Þann 7. april 1925 kvæntist hann Sigurlaugu Kristjánsdóttur, f. 18. febrúar 1899. Hún er af þingeyskum ættum, en alin upp á Skagaströnd, og þaðan fluttist hún á Siglunes. Hún var mikil húsmóöir, þrifin, vandvirk og hagsýn og annaðist börn og bú af alúð og dugnaði. Oddur var glaður og hress i framkomu, hrókur alls fagnaðar i góðum félagsskap og mikiö snyrtimenni. Ariö 1926 fluttust þau hjónin til Siglu- fjaröarkaupstaðar. Þar byggði Oddur timburhús handa fjölskyldu sjnni viö Grundargötu 6. Hann stundaöi smiðar sem aðalatvinnu. A sumrin voru smiðir og lagtækir menn eftirsóttir til vinnu sem beykjar á sildarstöövarnar. Oddur var mikiil friskleikamaður og dugnaöur hans var viðurkenndur að hvaöa vinnu sem hann gekk. Arið 1937 fluttu þau hjónin aftur út á Siglunes og hófu búskap að nýju. Reisti Oddur þar ágætt steinsteypu- hús. Bjuggu þau næstu 9 árin á Nesi við landbúnaö og sjóróöra þar til þau fluttu aftur f kaupstaðinn. Vann hann áfram við smiðar, við nýbyggingar áildarverk- smiðju rikisins og annars staðar. Byggði hannþáá ný annaö ibúöarhús handa fjöl- skyldu sinni við Hvanneyrarbraut 51, af miklum myndarskap. Arið 1952 gerðist Oddur vitavörður áSauöanesiog var þar i 4ár,ofteinn sins liðs. Sauðanesvitinn var byggður á Engidal á árunum 1933-1934, en þá jörð átti Oddur, eins og hans langfeður áður. Þessa jörð keypti svo Vitamála- sjóður litlu eftir að Oddur hætti vitavörslu og flutti þaðan árið 1956. Oddur undi þvi d?ki að hafa litið að gera. Þegar fór að hallastá ógæfuhlið fyrir Siglfirðingum, en sildin hvarf og atvinna brást við hana, fluttu fjöldamargir til Reykjavikur og ná- grennis, þar sem nægileg atvinna var fyrir hendi, við hina miklu uppbyggingu og útþenslu byggðanna þar. Fjölskylda Odds var með I þessum þunga útflyt jendastraumi þegar þriðjungur Siglfirðinga hvarf úr heima- byggöum sinum.Enda þóttOddurværiþá kominn yfir sextugt, var kjarkurinn og dugnaöurinn ennþá hinn sami og fyrr. Byggöi hann nú I félagi við Odd son sinn, stórt og vandaöibúöarhús við Noröurbrún 6 i Reykjavik. Smlöar voru áfram hans atvinna, bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Þau Sigurlaug og Oddur eignuðust 4 börn: Oddur Jóhannsson Oddsson, f. 24. mai 1925kvæntur Ragnhildi Stefánsdóttur frá Siglufirði: Guðrún Ingibjörg Odds- dóttir, f. 8. ágúst 1928, gift Ólafi Jónssyni frá Fossi i Hrútafirði: Hrafnhildur Loreley Oddsdóttir, f. 22. júli 1936, gift Ragnari Agústssyni frá Svalbaröi á Vatnsnesi og Sæunn Hafdis Oddsdóttir, f. 16. desember 1940, gift Kjartani Sigur- jónssyni frá Rútsstöðum i Svínadal. Aukþess ólu þau upp dótturdóttur sina, Sigurlaugu Oddnýju Björnsdóttur. Allt er þetta mikiö myndar- og dugnaðarfólk eins og Jþað á kyn til. Þau hjón slitu samvistum fljótlega eftir að þau fhittu til Reykjavikur. Eftir að aldurinn færðist yfir og 5 L

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.