Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 10
Stefanía Sigurbjörg Kristj ánsdóttir 16.11.1893—1.11.1981 Húsmóöir og verkakona er fallin i valinn eftir langan starfsdag. Hún andaöist aöfaranótt 1.11. eftir þunga legu á Landspitalanum og langvarandi veik- indi i heimahúsum. Stefania var fædd á Leifsstöðum i Vopnafiröi, en þar var móöir hennar vinnukona. Hún hét Signý Sigurlaug Daviðsdóttir frá Höfn á Strönd, Sigmundssonar af Tjörnesi og Guörúnar Jónsdóttur. Faöir hennar var Gunnar Kristján Jakobsson, Sveinssonar á Djúpalæk og konu hans Hólmfriðar heimili þangaö, fór aö vinna viö bygging- ar og aflaöi sér réttinda sem byggingar- meistari, og kom sér upp trésmiöaverk- stæöi, einnig var hann byggingarfulltrúi í Grindavík i 30 ár, eöa meöan kraftar hans entust. Jóhanna og Engilbert eignuöust tvær dætur, Gróu gift Oddi Armanni Pálssyni flugvélstjóra og búa þau í Kópavogi, og Margréti gifta Siguröi Gunnari Ólafssyni byggingarmeistara og búa þau i Grinda- vik. Engilbert var vel gefinn, fróöur og ræö- inn, fylgdist vel meö málefnum þjóðar- innar hverju sinni, og haföi slöar ákveönar skoöanir á mönnum og málefn- um, meöal fjölmörgu' áhugamála hans var að i' Grindavik risi heimili fyrir aldraöa, svoaögamla fólkið þyrfti ekki aö hrekjast burt frá átthögum sinum. En þegar ég lit til baka yfir farinn veg og minnist Engilberts, er mér efst i huga hlýleikinn og pruðmennskan sem maöur mætti i fari hans. Hann fetaði I fótspor fööur sins, var bindindismaöur alla ævi, heilsuhraustur var hann þar til um siö- ustu áramót, þá veiktist hann og lá á sjúkrahúsum eftir þaö, oftast þungt hald- inn. Hann var heimakær og unni sinni fjölskyldu, enda uppskar hann eins og hann sáöi, i veikindum hans var hann um- vafinn ástúö og umhyggjukonu sinnar og barna, þar til yfir lauk, svo rómaö var. Blessuö sé minning hans. Aö siðustu sendum viö Jóhönnu og börnum hans samúöar kveöju. Sigriin Guömundsdóttir Hlíöartungu, ölfusi. 10 Guömundsdóttur. Búendur á Leifsstööum voru þá Sigurbjörg Stefánsd. og Stefán Jónsson. Hann var nærfærinn og haföi tekiö á móti Stefaniu og reynst konum vel og hjálpaö mörgu barninu inn i þennan heim. Þennan vetur var faðir Stefaniu vinnumaöur hjá séra Ingvari á Skeggja- stööum i Bakkafiröi og fylgdi honum ung- ur sonur þeirra Signýjar á ööru ári. Drengurinn hét Þorvaldur Kristján. Signý haföi áöur veriö gift Stefáni Jónssyni en hann varö bráökvaddur. Höföu þau átt nokkur börn, en aöeins 2 dætur Signýjar voru á lifi. Björglin Guörún og Hólmfriöur. A öldinni sem leiö var oft hart i ári fyrir verkafólk eöa þurrabúöarfólk eins og þaö hét þá. Þeg- ar húsbændurnir á Leifsstööum fluttu búferlum til Ameríku, uröu mæögurnar einnig aö vikja og sjá sér fyrir samastaö. Signý flutti nú niöur á Vopnafjörö og haföi bæöi yngri börnin, Stefaníu og Þorvald á sinum vegum. Hún var á ýmsum stöðum, svo sem á Glæpaloftinu en þaö var verbúöarloft yfir fiskiskúrum. Siöar flutti Signý aö Austur-Skálanesi meö börnin og gætti þar gamallar konu, Oddnýjar Lillendahl. Þaö fannst Stefaniu hafa verið yndislegasti timi bernsku sinnar. Þar rann stór lækur fram af brekkubrún' sem i augum þeirra var sem á eöa fljót. A vorin var ull þvegin þarna viö lækinn, en þegar liöa tók á sumariö komu fransmenn þarna aö landi, sóttu sér drykkjarvatn og þvoöu sér. Börnunum gáfu þeir ilmandi sápu og Pommpala kex. Þegar Signý þurfti aö yfirgefa Austur-Skálanes flúði hún á náöir tsafoldar gömlu Hunólfsdótt- ur sem bjó i litlum bæ er kallaður var Hörmung. Þar var baðstofan uppi, en niöri voru kindur haföar. Signý vann alla tiö höröum höndum, hún vaskaði fisk og breiddi. Hún þvoði þvotta fyrir efnaheim- ilin og þótti þvo vel, hún tók aö sér hvert þaö verk sem hún gat fengið. Ekki lá Kristján heldur á liöi sinu, og Þorvaldur gætti Stefaniu litlu systur sinnar. A þessum erfiöu timum var þaö nýi fiskurinn og lýsiö er bjargaöi börnunum frá kröm, um mjólk var ekki að ræöa. Loks birti til og þau komust i eigin bæ, sem nefndur var Brekkubær og stóö eilitiö fyrir ofan smiöju Arna pósts og nálægt húsi Jóns sleðbrjóts. Börnin voru nú farin aö vinna þó ung væru, Þorvaldur var smali I Skógum og Stefania vann i fiski- Þá var þaö aö fjölgun varö á heimilinu. Björglin eignaöist son, sem út af fyrir sig var ekki merkilegt, en presturinn, séra Siguröur Sivertsen, neitaöi aö skira barn- iö. tJt af þessu uröu mikil leiöindi og þau seldu Brekkubæ og fluttu til Seyðis- fjaröar. Þar skiröi séra Björn á Dverga- steini drenginn og gaf honum nafniö Stefán. Kristján réöi sig á prestsetriö en Signý reyndi aö koma sér fyrir meö litla drenginn og Stefaniu. Þetta varö erfiöur vetur og voriö eftir snéru þau aftur til Vopnafjaröar. Þá söknuöu þau sárt gamla Brekkubæjarins, þvi nú uröu þau aö gera sér aö góöu hvaö sem var og Kristján fékk leyfi til aö þilja aö innan meö spýtum og striga gamla skemmu er stóö á Skálatún- inu. Þetta reyndist köld vistarvera og þar gátu þau aöeins veriö yfir sumariö- Stefania var nú komin á 14. áriö og farin aö stækka og þroskast, hún vann alltaf þegar vinnu var aö fá i fiski hjá örnulfi kaupmanni. Hún lagöi ákaflega hart að sér, þvi þetta var þrælavinna. Hana dreymdi um aö fá aö kaupa kjól, sem hún haföi séö i versluninni. Svo kom aö þvi að gert var upp viö fólkiö er unniö haföi i Islendingaþættír

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.