Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 13
Gunnar Oskarsson f. 17. september 1927, d. 1. nóvember 1981. Við andlátsfregn Gunnars Öskarssonar kom mér fyrst i hug yfirþyrmandi harm- ur. En jafnframt minntist ég orðanna I 15. sálmi Daviðs: Drottinn, hver fær að gista i tjaldi þinu hver fær að búa á fjallinu þinu helga? Sá er fram gengur i flekkleysi og iðkar réttlæti og talar sannleik af hjarta Sá er eigi talar róg með tungu sinni og eigi gjörir öðrum mein -------mun eigi haggast um aldur. Að hafa átt að vini jafn grandvaran og sannan dreng sem Gunnar var, auðgar hvem mann. Þvi mega vinir hans nú þakka Drottni, þess fullvissir að Gunnar gistir nú tjald hins hæsta og mun þaöan fylgjast með ástvinum si'num þessa heims og lýsa þeim „áfram veginn”. Gunnar Óskarsson var fæddur i Reykjavik 17. september 1924, sonur hjón- anna Sesselju Þórðardóttur prests á Söndum i Dýrafirði og Óskars Arnasonar, stýrimanns i Reykjavik. Hann var mikl- um hæfileikum gæddur, gáfaður og músikalskur drengur. Mun móðurbróðir hans, Sigurður Þórðarson tónskáld, snemma hafa áttað sig á hvað i honum bjó og studduþau hjón.Sigurður og Áslaug að skjótt við og bauð henni til sin. Þar var hún ieitt ár umvafin hlýju fjölskyldunnar. En þá haföi heilsu hennar hrakað svo mikið að hún treysti sér ekki til að vera ein nokkra stund. Sfðan 1970hefur hún verið á sjúkrahús- um af og tilen dvalið þess á miili að mestu aðútkotiá Kjalarnesihjá Alfreð syni sin- um. Þó aö veikindi hafi bagað hana mikið þessi ár, þá hefur kjarkurinn aldrei bilað og hún hefur látiö ýmsar óskir sinar ræt- ast, þar á meðal ferðaðist hún til Kanada 1975 og Spánar 1978. Hún hefur lika ferð- ast m ik ið um landiö sitt. Stefania var bók- hneigö.hún las mikiöá meðan sjónin ent- ist og hún átti gott bókasaf n. Hún hlustaöi mikið á útvarp og i seinni tið naut hún hljóöbókanna. Hún hafði ánægju af öllu sem fallegt var og naut þess að vera vel klædd. Hún var sjálfstæö i hugsun og hélt ótrauð fram þvi sem hún taldi vera rétt, islendingaþættir þroska hans á tönlistarbrautinni. Mörg- um er i fersku minni hve hann söng frá- bærlega vel „ökuljóð” aðeins tólf ára gamall og siðar „Ave Maria” eftir Fr. Schubert og fleiri lög. Hann gekk i Versl unarskólann i Reykjavik. Einnig dvaldist hann erlendis við söngnám. Þegar heilsa Gunnars fór að bila átti hann ómældar á- hún barðist ávallt með þeim sem minna máttu sin. Hún var mild og hlý við litil börn og mörg barnabörnin eiga fagrar minningar um það er amma söng en upp- áhaldssöngur flestra þeirra var , „Litla stúlkan ljúfa með ljósu fletturnar tvær”. Hún var mjög söngvin og fylgdist með allri tónlist, einkum misllkaði henni ef samin voru ný lög við gömul ljóð sem hún var vön aö raula. Til hinstu stundar hélt hún andlegum styrk. Fyrir hennar hönd vil ég færa Friðriki Sveinssyni lækni og læknum og hjúkrun- arfólki á Landspitalanum innilegar þakk- ir. Ég bið góöan guð að styöja og styrkja aldraðan eiginmann hennar og afkom- endur alla. Stefaniu veröur minnst i dag i Fossvogskapellu kl. 15. Blessuð sé minning mætrar konu. Hulda Pétursdóttir. Útkoti nægjustundir við slaghörpu frænda sins, sem honum hafði hlotnast að Sigurði látn- um. Þannig sameinuðust þeir áfram i listinni þótt móðan mikla skildi á milli i bili. En aðalstarf Gunnars var gestamót- taka áhótelum,fyrstiKeflavik,sfðan, frá þvi Bændahöllin var byggð, á Hótel Sögu til hinsta dags. Gunnar kvæntist 1947 Guðriði Péturs- dóttur og eignuðust þau tvo syni, Gunnar örn listmálara, f. 2. desember 1946, og Þórð Steinar lögfræðing, f. 23. janúar 1949. Þau Guðriður slitu samvistum. Gunnar kvæntist aftur 17. september 1959. Siðari kona hans var Elisabet Finn- bogadóttir, dóttir hjónanna Jóhönnu Sig- riðar Hannesdóttur frá Stóru-Sandvik i Flóa ogFinnboga Sigurðssonar frá Meira- Garði i Dýrafirði. Finnbogi var þá nýlega látinn, en óvenju mikið ástriki varð milli Jóhönnu ogGunnars. Þekktu þau og mátu að verðleikum hvort annars mannkosti. Elsa og Gunnar stofnuðu sitt heimili hjá Jóhönnu og bjuggu þau félagsbúi á Flóka- götu 14 i' Reykjavik þar til Jóhanna lést, 26. desember 1971. Elsa og Gunnar eign- uðust þrjú böm. Þau eru: Finnbogi, f. 6. júni' 1958, hann er kvæntur Sigriði Stefáns- dóttur og eiga þau einn son, Frey. Finn- bogi er við nám i viðskiptaf ræði i H.t. Sig- riður Jóhanna, F. 10. október 1959, ógift en á einn son, Jóhann örn, hún er að ljúka hjúkrunarnámi. Sigurður Már, f. 4. október 1970. öll eru börn Gunnars vel gerð og mannvænleg. Heimili Jóhönnu Hannesdóttur á Flóka- götu 14 stóð alla tið opið gestum og gangandi hvaðanæva að, sem einhverra hluta vegna þurftu þess með i Reykjavlk. Naut þess m.a. fjölskylda hennar og aðrir að austan. Þegar Elsa og Gunnar stofn- uðu sitt heimili þar, varð engin breyting þar á. Gunnari þótti slikt ónæði sjálf- sagður hlutur og var li'ka einstaklega gestrisinn og skemmtilegur heim að sækja. Það er svo ötal margs að minnast: Tengsl okkar Elsu frá þvi við frænkurnar vorum skirðar saman austur i Sandvik og svo strax i bernsku bættist i hópinn Sig- riður Lýðsdóttir i Litlu-Sandvik sem vin- kona okkar. Samvistir okkar þriggja á hverju sumri og i frium fram undir tvi- tugt. Traust vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á. Þegar Elsa giftist, fyrst okkar þriggja, bættist okkur vinur, sem við erum forsjóninni þakklátar að hafa kynnst. Nú að leiðarlokum þökkum við Kristinn af alhug allt sem þessi blessuðu hjón 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.