Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 12
næsti bær viö Hlið, komist inn, étiö allt matarkyns sem þaö fann i eldhúsinu og lagt siöan hausinn upp á pallskörina. Hils- mdðirin var ein uppi og komst hún út um eitthvert op og gerði karlmönnunum, sem voru viö gegningar aðvart. Húsbóndinn hljóp heim á leið og ætlaöi aö freista þess að ná i byssu. 1 þvi bili kom dýriö út, en maðurinn rann til f snjónum og féll, þá geröi bjarndýriö sig liklegt tilað ráðast aö manninum en hundurinn glefsaði þá i það og þegar dýrið sneri sér að hundinum tókst manninum að brjdtast á fætur og komast inn, hlaða byssuna, síðan fór hann á bæjarburstina og skaut þaðan á dýrið sem var búið að drepa hundinn, er máske hafði bjargað li'fi þeirra allra. í Hlið hafði ekki verið kveiktur eldur þennan morgun vegna þess að við áttum ekkert vatn til að hita, heldur fórum upp að vallargarði og mokuðum upp lækinn til þessað ná i'vatn. Ef við hefðum kveikt eld strax um morguninn þá er það áreiðan- legt að bjarndýrið hefði runnið á reykinn ogkomiðtilokkar þar sem Hlið stóð mikið nærsjónum en Eldjárnsstaðir og hefði þá --------------------------------- Stefania Sigurbjörg Kristjánsdóttir Snemma þú læröir þá list að lynda i annarra vist og eiga vart foreldra aö en ekki meira um það úr þér var ei þrekið hrist. Þú gekkst upp við gleði og söng gast dansað kvöldin löng og sungið sætt og blítt séð yfir heiminn vitt þótt fátækleg væru föng. Þú fæddir fjórtán börn og fannst þeim matarbjörg þær fengju flestar slag fóstrurnar í dag að sjá um svona mörg. A Vopnafirði þú veist veröur málið leyst kröpp voru þin kjör kröpuryrði, sveiað en þér var trúað og treyst. Þar sem að sól ei sest sumarlangt er best að vera og veistu að vorið er á þeim stað og bldmin finnast þar flest. NU er þin ævin öll en yfir hæstu fjöll ber þin tryggð og trú á tilveruna nú og landsins fossa fjöll. l Hugi Hraunfjörð ekki þurft að spyrja að leikslokum, þvi þar voru eins og viða annars staðar engar hurðir en löng og krókóttgöng. Oft flúði ég fram i fjds á ntíttunni vegna kulda og svaf hjá HUfu gömlu á stallinum með barnið og sakaöi ekki.” Eftir þennan heljarkulda sem var 1918, veiktist Björg.hUsmóðirin og varð að fara á spitala á Þdrshöfn, þangað ftír Stefania lika og hjúkraði henni og hjálpaði eins og hún gat. Þarna virtist draumurinn um hjúkrunarnámið ætla að rætast, þvi henni var boðin aðstoð og fóstur fyrir drenginn. Hún hafðimikinn hug á þvf að læra en til- hugsunin um að fá ekki að sjá drenginn sinn i' mörg ár og jafnvel hafa aldrei til- kall til hans, þar sem hún gat ekki gefið með honum, réði úrslitunum. Stefania hafði gott veganesti og kunnáttu i öllu heimilishaldi,fráþeim heimilum sem hún hafði unnið á og henni varð oft að orði. ,,Það var nú skólinn minn”. Hún var með afbrigðum vinnusöm og henni féll sjaldan verk úr hendi. Jafnvel siðari árin eftir að sjónin fdr að daprast og heilsan að bila prjónaði hún öllum stundum. Um vorið gerðist Stefania vinnukona með drenginn með sér i húsi Sigfúsar Jónssonar útvegsbónda og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Þetta var fjölmennt, fastmótað heimili með 5 uppkomnum son- um á heimilinu. Sigfús mannaði 2 báta á sjó en þar sem synirnir voru nú ekki allir sjómenn þá voru alltaf að koma menn á bátunum, einkum Færeyingar. Sigfúsar- hús var lika samastaður fyrir ferðalanga og var hann vi's til þess að koma með gesti og setja þá til borðs fyrirvaralaust og mæddi það ekki litið á Guðrúnu konu hans sem sá um eldamennskuna svo lengi sem hún iifði. Það kom i Stefani'u hlut að sjá um kost sjómanna er þeir fóru á sjó en þeirvoruoftnokkra daga ieinu á veiðum. Þegar bátarnir komu að landi átti hún að hafa allt tilbúiö og standa svo i slorfjöru og taka á móti fiski og gera að. Fyrst ! stað fannst henni þetta gaman og það minnstihana á æskudagana á Vopnafirði. 19. sept. 1919 giftist hún Tryggva Sigfús- syni, þau voru falleg brúðhjón, há og spengileg. Tryggvi var trúverðugur og traustur hæglætismaður, góð skytta og sjósóknari. Li'f þeirra breyttist litið við brúðkaupið, hann var áfram vinnumaður hjá föður sinum og hún gegndi sömu skyldum og fyrr.Á 17árum fæddust þeim 13 börn og 5 kistum þurfti að fylgja til grafar. Elsta soninn, Alfreð, sendi hún til DjUpavogs þar sem honum bauðst fóstur eftirað faðirhansdó en það var ekki sárs- aukalaus kveðjustund.Sigfús Jtínsson lést 1927 en synir hans héldu öllu i horfinu og óbreyttu. Nokkrum árum siðar lentu þau i eldsvoða og misstu allt sitt en með sam- heldni bræðranna, Tryggva og Ingdlfs tókst þeim að komast i húsaskjdl. Gamla konan Guðrún Guðmundsdóttir stóð allt af sér og sat i húsmóðursætinu i 11 ár i J ekkjudómi. Hún var hamhleypa til allra verka, góð kona og vildi öllum gott gera. Stefaniu þótti vænt um hana en fann það jafnframt að hún sjálf haf ði verið vinnukona i 20 ár, þar sem aldrei var færra en 15 til 20 manns iheimili. Hún hafði tekið allan kost tilhanda sjómönnunum,staðið islorfjöru, gert að fiski og beitt. Hún hafði lika fætt 14 börn og huggaö, klætt þrifið og hjúkrað. Ég man, það var eins og það hefði gerst i gær. Hún kom til Reykjavikur til þess að heimsækja son sinn eftir 20 ára aðskilnað. Geislandi augnatillit þeirra beggja, lýsti svo mikilli ást og hamingju að slikt sér maður varla nema einu sinni á mannsævi. Stefania hafði alltaf verið framsýn kona og hún sá það,að ef börnin hennar ættu að komast áfram i lffinu þá yrðu þau að breyta um búsetu. A Þórshöfn hafði bát- unum fækkað og aflinn minnkað og vinnu- val var svo til ekkert fyrir ungar hendur. Svo var það árið 1944 að þau settust að i Kópavogi og þar hefur hún átt lögheimili siðan eða i 37ár. Þau þurftu að berjast við alla erfiðleika sem fylgir þvi að vera frumbyggi. En með samstilltu átaki tókst þeim að koma sér vel fyrir. Börnin eru: Alfreð Björnsson bilstjóri og bondi, kona hans Hulda Pétursddttir. Guðrún Tryggvadóttir húsfreyja, maður hennar Helgi Helgason bóndi. Sigfús Tryggvason verkamaður, kona hans Guð- laug Pétursdóttir. Helga Tryggvadóttir starfsstúlka, maöur henar Pétur Hraun- fjörð,skildu. Jakob Tryggvason leigubil- stjdri, kona hans Guðlaug Ingvarsddttir látin. Ólafur Tryggvason pipulagningar- maður, kona hans Halldóra Jóhannes- dóttir. Sverrir Tryggvason vélvirki, kona hans Sigriður Þœ-steinsdóttir. Ingólfur Tryggvason framkvæmdarstjóri, kona hans Agústa Waage. Sigurlaug Tryggva- dóttir húsfreyja, verkakona, maður henn- ar Haukur Þóröarson. Afkomendur hennar eru 100. Þegar Stefania var 65 ára og hafði skil- að uppeldi barna sinna heilu i höfn, og börnin hennar öll orðin sómafólk, þá hleypti hún heimdraganum og fór út á vinnumarkaðinn. Hvar sem hún vann var hún vel látin, hvort heldur það var við spunavélar á Alafossieða i frystihúsinu á Kirkjusandi. Ein jólin vann hún hjá Vernd og hún var svo hlýleg i viðmóti að jólagestirnir elskuðu hana og virtu og heilsuöu henni meö virðingu ef hún varð á vegi þeirra en hún gladdist innilega yfir tryggð þeirra. Siðustu árin sem hún stundaði vinnu var hún i Neskaupstað. Hún mættisem aörir á morgnana og hún vann eftir vinnu þegar þess þurfti með. En landslagiö þar bauð ekki upp á hæga göngu á sléttum grundum og hún átti erf- itt með að komast á milli vegna lungna- mæði. 75 ára gömul varð hún að hætta, en hún var sár þvi hún sagðist hafa fullt vinnuþrek þegar hún væri komin á stað- inn. Sverrir sonur hennar frétti að móðir hans himdi ein i lélegu húsnæði. Hann brá 12 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.